Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 13
J5KÓLÁBL.ADID m brottfarenda við skólauppsögn. Skólahúsið fengið nokkra að- gerð, en mikið ógert, »sem ekki má dragast.« Söfn og sjóðir vaxa. 31. ágúst þ. á. voru 25 ár liðin síðan skólameistari Stefán Stefánsson var settur kennari við skólann. Í minningu þess af- hentu nemendur honum að gjöf vandað gullúr með festi. nefndar þeirrar, er Stúdentafélagið í Reykjavík hefir kosið til að ihuga stafsetningarmálið. 1. Um framburð og lestrarkenslu: Nefndin telur rétt- ast, að hijóðfræðislega mentaðir málfræðingar verði látnir ákveða, hvað telja beri réttan framburð á íslenskunni, og ber síðan að hafa nákvæmar gætur á, að honum verði fylgt við lestrarkensl. una bæði í skólum og heimahúsum. í sambandi við þetta telur nefndin sjálfsagt, að gerðar verði meiri kröfur, en hingað til hef- ir átt sér stað, tií rétts framburðar og góðrar lestrarkunnáttu. 2. Um stafsetnlngu: Vér leggjum það til, að lögboðin verði ákveðin stafsetning við móðurmálskenslu í skólum og á bókum, sem njóta styrks af almanna-fé. Jeljum vér heppilegast, að stjórn- arráðið skipi þegar nefnd íslenskukennara, er leggi fram ákveðnar tillögur urn stafsetningu fyrir næsta vor, og að staísetning þessi verði síðan iögboðin svo tímanlega, að hún verði tekin upp í öilum skólum,sem styrktireru af landsfé, haustið 1913. Teljum vér réttast, að nefnd þessi hagi stafsetningarreglum sínum eftir því, sem hún telur auðveldast að kenna og bezt fer á, þó þannig, að ekki verði farið út í neinar öfgar, hvorki í þá áttina að gera stafsetninguna eldri en tíðkast alment í fornritum vorum (eins og t. d. stútentafélagsnefndin á Akureyri gerir í tiliögu sinni um tvöföldun samhljóðenda) né heldur í hina áttina, að þræða um of framburðinn. 3. Um stafsetningarorðabók: Vér teljum sjálfsagt, efstaf- seining verður lögboðin, að stjórnarráöið hlutist til um, að gef- in verði út stafsetningarorðabók samkvæmt liinurn lögskipuðu reglum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.