Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ -----------Ssœg----------- SJÖTTI ÁRGANGUR 1912. Reykjavík, 1. des. 12. tbl. Drykkjarvatn skólabarna. Víða er farið að gæta meira hreinlætis með drykkjarvatn á heimilum en áður tíðkaðist. En því miður er enn ekki hugsað um það í skólumim svo sem skyldi. Sumstaðar hafa skólahús verið reist nokkurn spöl frá bæ, og ekkert venð um það hugsað, að með hægu moti næðist til góðs drykkjarvatns. — En þegar valinn er staður hauda skóla- húsi. skyldi fyrst spurt: er þar gott vatn? Ef ekki verður með hægu móti náð til nægiiegs og heilnæms vatns, þá er staðurinn óhentugur, hvað sem öðru líður. I skólum þarf að brúka inikið vatn. Það þarf gott vatn ti! að þvo kenslustofur og göng, en það á að gera á hverjum degi á þann hátt að draga yfir gólfin rennvota tusku, og strjúka af borðum og bekkjum á saina hátt með votri dulu. En þvo svo gólfin vandlega einu sinni á viku. Börn þurfa oft að drekka, og það er afar áríðandi að drykkjar- vatnið sé heilnæmt. En heilnæmt er vatnið ekki — þó að vatns- bólið sé i sjálfu sjer gott — nema allrar varúðar sé gætt í með- ferð vatnsins, og eins þeirra áhalda, sem notuð eru til vatns- geymslu og til að drekka með. Þar sem skólahaldið fer fram í baðstofum, eða stofum undír iofti, má búast við að meðferðin a því drykkjarvatní, sem börnin neyta, sé svipuð þv/ sem gerist á heimilinu; góð á þriFaheimilum og slæ.n á óþrifaheimilum. En jafnvel á myndarheimilum getur áttsérstað óskiljanlegt hirðuleysi um vatnsbólið og meðferð drykkjar- vatns. Vatnið tekið úr svo óhreinum lækjum, að það er látið standa i Fötnm hálf osr heil dægrin svo að það »setjist«, d: verði svo

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.