Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐID 185 í næstu kenslustund spurði ein telpan hana, hvort henni þætti gott að lauga sig. Álffríður svaraði þegar nei, og svarið hljóp eins og eldur í sinu um allan bekkinn. Eg er svo alveg haridviss um að hún er skyrtulaus, — sagði sú, er spurði, en hún er í tvennum sokkum; það er auð- séð á hnjánum; það er gat á þeim ytri, og þar sér í eitthvað mórautt undir. f>ú verður nú samt sem áður að taka laugina, — sagði hún við Álffríði — enginn kemst hjá því; þú mátt reiða þig á það. Álffríður leit til hennar í nokkurri óvissu, og sagði: þegar eg vil það ekki, þá geri eg það heldur ekki. Hin börnin horfðu á hana. Aldrei hef eg heyrt dæmi til annarar eins frekju, sagði eitt þeirra. Hví viltu ekki taka laug? —^ spurðu þau. Af þvi, — svaraði Álffríður og snéri sér frá þeim. Kenslukonan kom inn í þessu. Eitt af börnununi stóð upp, rétti upp hendina og sagði: Álffríður vill ekki lauga sig. — Kenslukonan snéri sér tii Álffríðar. Hér er ekkí spurt um það hvað hverjum einum þóknast — sagði hún — hér segjum við: Þú skalt. Hví skyldir þú ekki taka laug eins og hin börnin? — Álffríður beit saman vörunum, en horfðist fast í augu við kenslukonuna. Svaraðu! — sagði kenslukonan, fremur stutt í spuna. Það lítur annars út fyrir að þér væri þorf á að taka lauginá í öllum fötunum. Vóruð þið ekki lauguð í skólanum, sem þú kemur frá? — Nei. — — Jæja — Það er þá gott að þú kemur hér þennan dag. Hví viltu ekki fara í laug? Álffríður stóð stundarkorn kyr og starði á kenslukonuna; hún fann að öll börnin horfðit á sig, en hún þorði ekki að Hta á þau. Hún þekti þessi barnaaugu, sem gátu brent eins og eldur. — Eg get ekki komist úr sokkunum, sagði hún loks í

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.