Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 14
190 SKOLABLAÐIÐ ekki góðri Iukku að stýra, ef fólkið, sem á að hlýða fyrirskip- unum lækna og yfirvalda telur þær kreddur einar. Skólablaðið vill ráðleggja öllum húsráðendum að eignast þeíta kver. Það kostar eina 20 aura. Haustfundur Kennarafélags Þingeyjarsýslu var haldinn í barnaskólahúsi Húsa- víkur 6. okt. s. I. — Fundurinn var vel sóttur eftir atvikum. Á dagskrá voru tnörg mál og sum stór. Þarámeðal: íslensku- kenslan. Flutti Ben. Björnsson kennari langt og snjalt inngangs- erindi að umræðunum. Benti hann sérstaklega á, hvar og hvern- ig ætti að finna grundvöll undir eðlilega og samkvæma stafsetn- ingu íslenskunnar. Tillögur voru eigi bornar upp á þessum fundi, því að málið á að ræða á næstu fundum fjelagsins. — Þá var nokkuð rætt um Iestrar- og skriftarkenslu, hið tilvonandi bókasafn félagsins o. fl. Auk þess ýms önnur málefni, er félagið snerta. — Fundurinn var hinn ánægjulegasti. Glaðvær alvöru- blær hvíldi yfir honum, og innileg stéttarsamkend lýsti sér í öllu. í fundar Iokin gáfu menn tilfinningum sínum flug með því að syngja sálminn dýrðlega: »Hærra, minn Guð, til þín,« svo að undir tók í húsinu. — Fundarmaður. — Aldarafmæli Páls sögukennara Melsteðs var 13. f. m. Hann var kennari við latfnuskólann frá 1866 til 1891; tók veru- legan þátt í stofnun kvennaskólans í Reykjavík, ásamt konu sinni. Nemendur þessara skóla lögðu þennan dag blómsveiga á leiði hans. En fyrir skömmu hefur Bogi Th. Melsteð gefið út bók til minningar um hann. Það eru »Endurminningar Páls Mel- steðs«, er hann hefur sjálfur ritað. Umbókina segir B(jörn) J(óns- son)í »fsafo!d«: fremur tilkomulitlir æfiþættir meðalmanns.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.