Skólablaðið - 01.05.1913, Side 6

Skólablaðið - 01.05.1913, Side 6
SKÖLABLAÐIÐ 70 stöðvar af gjafafé þessu eru í Söfnunarsjóði með nafninu: »Bágstaddir á Akranesi«, og er nú að upphæð um 409 kr. Þetta hús með ýmsum breytingum að innan og allmörg síðustu árin með 3 kenslustofum, var notað sem barnaskólahús í 32 ár til 1912. Þegar fræðslulögin 22. nóv. 1907 komu til framkvæmda 1908, reyndist húsið of lítið og langt frá að full- nægja ákvæðum fræðslulaganna um skólahús. Var því síðastl. ár (1912) ráðist í að reisa nýtt skólahús. Er það úr s*einsteypu, 24 x 13 álnir á stærð, tvílyft með 4 kenslustofum fyrir 110 börn. Kostaði það um 11500 kr. og er um helmingur þess í skuld. Gamla skólahúsið stendur óhaggað og er haft fyrir leik- fimishús o. fl. Barnaskóli hefur þá verið á Akranesi 33 ár: 28 ár áður en fræðslulögin komu og 5 ár síðan. 2. Rekstur skóla. Fram til 1908 var skólinn rekinn fyrir eigin reikning af skólanefnd með kenslugjaldi fyrir börn og styrk úr hreppssjóði og landssjóði. Allmargir fátækir foreldrar fengu þó meiri og minni uppgjöf kenslugjalds hvert ár. Úr hreppssjóði var skólanum veitt í 28 ár, frá 1880 —1908, samtals 3470 kr., eða að meðaltali 124 kr. á ári. Úr landssjóði hefur skólanum verið veittur styrkur í 33 ár samtals 11291 kr., eða að meðaltali um 342 kr. á ári. Reikningshald skólans hafa haft á hendi: Snæbjörn Þorvaldsson 1880- -1892, 12 ár Hallgrímur Jónsson 1892- -1895, 3 — Jón Sveinsson 1895- -1913, 18 — 33 — Skólanefndarmenn hafa margir verið. 3. Kensla. Kensia byrjaði í barnaskólanum 1. okt. 1880, sama ár og lög um uppfræðing barna í skrift og reikningi koniu út. Var þá kennari einn og aðeins ein kenslustofan. Reglugerð fyrir skólann var samþykt af stifisyfirvöldunum 1. okt. árið eftir. Eftir henni skyldi skólinri árlega sfanda í 6 mánuði, kenslugjald vera

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.