Skólablaðið - 01.06.1914, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.06.1914, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐID 91 áfram að læra sfræðin* og prestarnir halda áfram að spyrja þau, og Ferma. En barnakennararnir verða að hafa umsjón nieð að börnin læri það í kristnum fræðum, sem heimtað er, og heimtað verður. Annars þýðir ekki að heimta próf af börnunum, í þeirri grein. Þið skiftir mjög niiklu fyrir þjóð vora að kristindómskensl- an fari vel fram; en því aðeins gerir hún það, að þeir sem kenna, séu vel kristnir. — Og börnunum til sannrar fyrirmyndar. Það er ekki frekari von til, að börnin temji sér, að breyta eftir því, sem í kverinu stendur, ef þau sjá að presturinn og kenn- arinn gerir það ekki. »Bæn er vor þarfasta iöja«. En þrátt fyrir það hafa sumir prestar vorir lítið far gert sér að örfa börn og fullorðna til að biðja; auðvitað segja þeir víst allir i kirkjunni, sóknarfólki sínu, að snúa sér til guðs með heitri og innilegri bæn. En beri lítið á því utan kirkju, að þeir vilji reyna að lifa eins og þeir kenna, er hætt við að ræður þeirra hafi lítil áhrif, að minsta kosti á unglinga, seiii ekki eru aldir upp á góðutn heimilum. En það ríður fleirum en prestunum á, að láta sjást í verk- inu, að þeir hafi lifandi trú. Það ríður öllum á; en þó ekki sist þeim sem kenna börnum. Kennararnir verða að venja börnin á að biðja, og er vel til fallið, að þeir með bænum annaðhvort byrji eða endi skóla á hverjum degi. Þörf er og að kennararnir geti kent börnunum nokkur einfökl sálmalög og vanið þau á að syngja, svo þau síðar geti sungið við guðsþjónustur í heimahúsum og í kirkjum. Jón Pálsson. Barnaskóli Reykjavíkur. Honum var, eins og lög gjöra ráð fyrir, sagt upp 14. dag maímán. 1051 höfðu börnin orðið flest á skóla árinu, 826 skóla- skyld, hin flest yngri. Vorpróf tóku 921 og hlutu 114 að- aleinkunn^ —8; 343 eink. 6; 320 eink. 5; hin flest 4. Von- aði skólastjóri að einkunnirnar þættu yfir höfuð jafnar og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.