Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 9
SKÓLABLAÐIÐ 89 egi hefur siSastli'Siö ár fengist mjög viS þær rannsóknir, og niöurstaSa hans er eftirtektarverö. Lystarleysi og tannskemdir verður nú á dögum mjög vart við á skólabörnum. Og rannsóknirnar hafa leitt i ljós, að þessa tvenns gætir meira á þeim börnum, sem neyta kaffis að staðaldri en hinum, sem ekki neyta þess. Og ýmsir aðrir kvillar og sjúkdómar eru fylgikonur kaffidrykkjunnar. Af 314 börnum, er norski læknirinn rannsakaði, drukku 158 kaffi að staðaldri, en sum þeirra að eins við og við. Þetta vinð- ist benda til þess, að eitthvert samband sé milli kaffidrykkju og matlystarleysis og tannskemda. Af 60 börnum, sem voru illa haldin af blóðleysi, drukku 56 kaffi að staðaldri, að eins 4 drukku ekki kaffi. Af 129, sem höfðu alvarlegar tannskemdir, drukku 105 kaffi, en að einh 24 neyttu ekki affis. Af 85, sem höfðu slæma matarlyst, drukku 70 kaffi, en 15 neyttu ekki kaffis. (Eftir N. Skolet.) Þessar tölur ættu ekki að þurfa neinnar frekari skýringar við. Þær sýna þaö áþreifanlega, að kaffi er ekki barnadrykkur. Allir taka eftir því, að kaffi hressir. Það deyfir líka sultar- tilfinninguna; en það nærir alls ekki. Það deyfir matarlyst- ina. Það, sem þvi veldur, er barksýran í kaffinu; hún herpir slímhimnurnar í meltingarfærunum, og hefur þann veg áhrif á meltinguna. Börn, sem drekka kaffi að staðaldri, missa því matarlyst, og afleiðingin af ónógri næringu er b 1 ó ð 1 e y s i ð. Af blóðleysinu leiðir aftur ónóga næringu fyrir tannefnið. Af því stafar að tönnurnar þola skemur; og skemdar tönnur og tannleysi skemmir meltinguna. Sumir hafa einhvern grun um það, að börnum sé kaffi óholt, og gefa þeim því ekki almennilegt kaffi, en „uppáhelling“ halda þeir að óhætt sé að gefa þeim. En þetta er misskilning- ur. Því meira sem kaffið er soðið, því meira verður af bark- sýru í seyðinu. „Uppáhellingin" er því enn óhollari börnum. Á sveitaheimilunum, sem hafa nóga mjólk, ætti hún að vera eini drykkurinn fyrir börn. En í sjávarsveitum og kauptúnum er vandinn meiri. Kaffi ætti þó aldrei að gefa þeim börnurn. Soðið vatn, eða vatn, sem hafragrjón hafa verið soðin í, og lít- ið eitt af mjólk og sykri, er góður drykkur fyrir börn.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.