Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 6
SKÓLABLAÐIÐ 118 Ert þú í eilífu myrkri — alstaSar gröfin — e n hún er uppljómuö stundum eilíföar sólu, loga mörg ljós þér í hjarta, Ijós, sem aö heita: minningar, myndir og áhrif menningar þinnar. Alt sem þú unnir og þektir endurnýtt kemur: Stjörnurnar, fjöllin og fossar og fallegu blómin, alls konar ástvina fjöldi umheims og mannheims. hagar, tún, hjaröir og fuglar og hetjur í sögum; Mitt í því minningaveldi máttugast vígi áttu gegn aðkasti manna og ástlausa glaumi, kaldyrðablotinn ei bitur á blórn þessa veldis, geymd er þar göfuga sælan gullkistum betri.“ Barnakenslan 1914-15. Þrátt fyrir margítrekaöar áminningar um aö senda skýrsl- ur um barnafræðslu fyrir júnílok, eru enn ókomnar skýrslur frá 5 hreppum, sem því fá ekki styrk úr landssjóði aö þessu sinni. Sumir þessir hreppar hafa væntanlega ekki haldið uppi þannig lagaðri kenslu, að þeir geti fengið styrk. Nokkur óhugur hefur gripið menn í fyrrahaust út af strið- inu og þar af leiðandi dýrtíð. 1 nokkrum sveitum hefur hann haft áhrif á barnafræðsluna, þann veg, að kenslutíminn hefur verið styttur um nokkrar vikur. Það bjargráð hefur þótt hendi næst til að forða hreppnum frá hallærisfárinu að spara io—30 kr. til barnafræðslunnar. I fyrravetur voru kensluvikurnar rúmlega hálft fjórða þús- und á öllu landinu í farskólunum, en á liðnum vetri rúmlega þrjú þúsund, munurinn um 300. Með hverju ári horfir til meiri vandræða af húsleysi til kenslu. Erfiðleikar á að útvega staðina, þó að húsnæði kunni að vera til, og húsnæði sumstaðar engin til, sem brúkanleg

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.