Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.01.1921, Blaðsíða 2
2 SKÓLABLAÐIÐ Jan. 1921 þau mál, er því þykja mestu varða, og ekki að sinni flytja neðanmálssögur. Að svo mæltu óskum við útgefendur blaðsins öllum lesendum þess og vinum árs og blessunar, og biðjum þá að taka blaðinu með góðum hug. En mjer er það skylt sjerstaklega, að þakka hið besta öllum þeim, sem að undanförnu hafa reynst blaðinu vel og stutt það á einhvem hátt. HELGI HJÖRVAR. ---0---- Horfur í fræðslumálum. það fer ekki hjá því, að fjárþröngin, sem nú þjakar þjóðina, geri allmjög vart við sig 1 fræðslumálum hjer á landi fyrst um sinn. Ef styrjöldin hefði ekki komið til, mundi á þessum sömu árum hafa þok- að drjúgum í betra horf fræðslumál- unum. En í staðinn má svo heita, að í styrjöldinni hafi af harðæri og drep- sóttum flest það lagst í kaldakol, er áð- ur horfði eitthvað til framtaks á því sviði. Einkum hefir bamafræðslan kom- ist öll á ringulreið,og í slíka niðurníðslu, að kynslóðin sú, sem nú er um ferming- araldur, mun aldrei bíða þess bætur. Jlví ekki er nóg með það, að skólarnir og öll skólafræðsla hafi beðið hnekki af dýrtíð og farsóttum og hvers konar kröm. Alt líf þjóðarinnar hefir orðið svo erfitt, og á slíkum þönum og í óvissu, að heimafræðslu hefir líka hlot- ið að hraka. En hún er nú því miður lítil orðin víða hvar, um fram það, sem lærist af daglegu lífi. Langmerkast er það í fræðslumálun- um öll styrjaldarárin, að bætt voru kjör bamakennaranna. En það er ekki nema fyrsta sporið til meiri umbóta. En af því mætti þó fyrst og fremst vænta þess, að kennarastjettinni yxi svo fisk- ur um hrygg, að hún gæti látið meira til sín taka en áður. Og eins er hitt mjög mikilsvert, að eftir því sem kennaramir þykja dýrari, eftir því þykir almenn- ingi meiri nauðsyn á að þeir hafi nóg að starfa, og að einhver árangur sjáist af verkum þeirra. En jafnframt er þá von um, að reynt verði að búa sem best í hendur þeim, og styðja þá í starfinu. Svo virðist nú og, að almennur áhugi á fræðslu og mentamálum sje að glæð- ast, og mentamálanefndin og það veð- ur, sem standa mun um hennar tillögur, gerir auðvitað sitt til að vekja áhugann. En langmesta vandamálið hjer, og að staðháttum til erfiðara en víðast hvar annarstaðar, er sjálf barnafræðslan. Strjálbygðin, og húsakynnin era þar ill- ar fylgjur við að fást. það er og segin saga, að fjárþröngin muni lengi á eftir draga framtak og getu úr mönnum. þeim mun víða seinka, skólahúsunum, sem í ráði var að efna til, þegar styrjöldin skall á. Fjárþröng- in verður sjálfsagt mörgum hollur og góður skóli, og hefir mint þjóðina ó- þægilega á, að gott er að kunna að fara með fje og gróða. En hitt er verra, að hún magnar líka á ný trúna á einseyr- inginn, nurlið og kotungshuginn. þegar fræðslulögin gengu 1 gildi, sýndi einn af fyrirsvarsbændum þjóð- arinnar fram á það, að sveitimar mundu ekki rísa undir þeim; almenning- ur mundi blátt áfram komast á vonar- völ með börn sín út af þessum gífurlega fræðslukostnaði. Úr þessu atriði máls- ins hefir þó ræst betur en á horfðist. En ekki mun nú fremur en áður skorta slík barlómskvein, ef til kemur að auka framlög til fræðslu og uppeldismála. Sitt hvað hefir og verið sagt um fræðslulögin af hinum, sem þóttu þau ganga helst til skamt. En fræðslulögin eru mestu ágætislög — að forminu til. Eftir þeim gat hver sveit sniðið sjer

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.