Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 3
Júni 1921 SKÓLABLAÐIÐ 63 að „kenna þar meira af þjóðfjelagsfræði og öðru því, sem kemur að beinu gagni í lífinu“, o. s. frv. Lífið getur að vísu gert okkur kenn- urunum þá glennu, að leggja fyrir nem- anda okkar margan þann vanda, sem okkur datt síst í hug að búa hann und- ir, en gefið honum lítinn kost á að spreyta sig í því, sem við lögðum mesta rækt við. Og þarna stöndum við þá eins og glópar yfir ónýtu verki. því auðvit- að á enginn að kunna flatarmál nema hann þurfi að mæla flatir fyrir eitthvert búnaðarfjelag. það á að læra það sem ,praktiskt‘ er. þess vegna hefir líka ungt sveitafólk streymt til Reykjavík- ur á haustin, búið þar við illan kost í einhverri kytru og fengið sjer „tíma- kenslu í tungumálum“, verið að læra tungumál, dönsku og ensku. því það er svo ,praktiskt‘ að kunna tungumál, þ. e. a. s. önnur en sitt eigið. — En nú er hjer við að fást þann alvar- lega hlut, að Akureyrar-Jónsa leiðist námið.Hann lærir ekki og skilur ekki,en langar á bíó. Farskólarnir standa kaup- staðaskólunum langt að baki að flest- um ytri skilyrðum til að vera skemtileg- ir. En þar situr Saurbæjar-Jónsi og gleypir í sig málmyndalýsingu eins og Hel j arslóðarorustu. Saurbæ j ar-Jónsi hefir unnið og þreyst, hann hefir verið einn og neyðst til að hugsa og sjá úr- ræði, þungbær skyldustörf hafa oft ver- ið á hann lögð og mikil ábyrgð. Akur- eyrar-Jónsi hefir ekki þurft að labba sig uppgefinn við lambær í glaðasól- skini á vorin og hafa aldrei stundlegan frið, ekki þurft að hrekjast úti um haga votur og kaldur, eða vakna um miðja nótt til að reka frá sjónum. Hann hefir leikið sjer, sókst eftir að gera það sem honum þótti gaman að, en látið hitt ógert, ranglað úr einum stað í annan. Hann er leiður á öllu nema n ý j u n g- u m. Hvernig á þá að gera skólann og námið skemtilegt fyrir hann og vekja áhuga hans? Ráðið er eitt, og að eins eitt, ef ráð skyldi kalla. það er að í skólanum sje sú alvara og andleg festa, og sá ylur hjartans, að þau öfl megi ósjálfrátt betur en eljanleysi Jónsa, svo að hann ræki skólastörf sín eins fyrir því, þó að honum þyki þau ekki öll skemtileg. það eru engar reglur til um það, hvernig þetta megi verða, engar einhlít- ar aðferðir, og munu aldrei verða til. Kenslufræði og kensluaðferðir hafa svipað gildi fyrir kennarann og brag- fræði og bókmentaþekking fyrir skáld- ið, og það er svipað um þær tvær synd- ir, að búa til rím eða raða saman at- burðum í stað skáldskapar, og að setja kenslu-a ð f e r ð i r í staðinn fyrir kenslu. það er ekki heldur með öllu ólíkt um kenslugreinar og yrkisefni. Skáldið skapar efnið í hendi sjer, og þarf ekki að vera á sífeldum þönum eftir við- fangsefni; en það er sama hvaða yrkis- e f n i bögubósinn leitar sjer uppi; verk hans er eins fyrir því einskis nýtt. það er ef til vill alvarlegasta synd nútíðarskólanna, og þá einkum barna- skólanna í menningarlöndunum og ráð- andi manna þar, hve mikið er gert úr því ytra einu saman, kenslugreinum og kenslusniði, eða hinum og þessum að- ferðum, svo að heita má stundum að gleymt sje sjálfri líftaug menningar- starfsins, andlegum krafti og sálrænum áhrifum, eða þeim þáttum menningar- innar, sem síst verða með orðum raktir eða hönd á fest, en er þó margvíslega slungið frá kynslóð til kynslóðar og frá sál til sálar, meira og minna ósjálfrátt og óvitað. því er mjög haldið fram, sem og rjett er, að svo best sje alt nám, að það spretti af áhuga nemandans fyrir efn-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.