Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 8
68 SKÓLABLAÐIÐ Júni 1921 scm rómaðar eru um allan heim, höfum við Islendingar ekki notað, það er talið verður, við uppeldi barna okkar. Jtess vegna er nú að vaxa upp hjá okkur í sjálfum höfuðstaðn- um ýmislegt, sem ekki hefði átt að eiga sjer stað hjá oss, svo fámennri og afskektri þjóð. þetta er þeim mun sárgrætilegra, þegar þess er gætt, að við eigum heima við bæj- arvegg þá íþrótt, sem líklega tekur öllum íþróttum fram, sem uppeldismeðal. Jeg á við glímuna. Jeg get ekki hugsað mjer neina námsgrein, þar sem hægra væri að benda á rjett og rangt, ljótt og fagurt, eða glæða drengilegar tilfinningar, en íslensku glímuna. Einn mesti kostur glimunnar er það, að skap- gerð (karakter) keppenda kemur svo greinilega í ljós. Niðurlag þessara orða verður því að end- urtaka og árjetta áskorun þá, sem fþrótta- samband íslands sendi skólanefndum lands- ins um að stuðla að því, að íslensk glíma vcrði sem fyrst gcrð að skyldunámsgrein í öllum barnaskólum. Kaupmannahöfn, 1921. Valdimar Sveinbjörnsson. ----0----- Úr fyrírlestri. Eftir Stefán Hannesson, skólastjóra í Litlahvammi í Mýrdal. --------Höfum vjer gengið t.il góðs götuna fram eftir veg? — J. H. þessi orð Jónasar komu mjer í hug er jeg las „þýðingar" eftir Sigurð Nordal i Skírni í fyrra,1) og mun fleirum hafa farið líkt, er um fræðslumál hefir hugsað árum saman. Greinin er samin af svo miklu viti og svo föðurlegri umhyggju fyrir andlegum vexti þjóðar vorrar, að lesarinn á erfitt, með að malda í móinn, þótt, hann hafi lengi verið á annari skoðun. Og ef það cr á vitorði hans, að höf. er orðlagður gáfumaður og háskóla- kennari, þá vex tilhncigingin: að gefast upp x) Fvrirlesturinn fluttur á ýmsum stöðum í Mýrdal 1920. og fylgjast athugalítið og orðalaust með straumi hugsunarinnar. Höf. finnur sárt til þcss, að margt hefir rcynst vcr um skólana en skyldi. Skellur sú alda eins og brotsjór á hugsun lesarans í þessum orðum:------- •— „Og mikill er ábyrgð- arhluti þeirra manna, er vilja rísa gegn forlögunum og staðháttunum og koma upp barnaskóla í hverjum hreppi eftir útlendri fyrirmynd". Jeg skal samstundis játa það, að jeg er höf. mjög þakklátur fyrir greinina í heild sinni og sammála honum um margt, er jeg kem að síðar. En þann ábyrgðarhluta tel jeg mestan í þessu máli, að rísa gegn vax- andi lífsnauðsyn á barnaskólum þar sem staðhættir leyfa, eða gegn afskiftum þjóð- fjelagsins, til hjálpar heimilunum við upp- eldi barna sinna, þar sem staðhættir eru óhentugir. Svo mikið er djúpið milli okkar Sig. Nordals í þessu máli, eins og hann hef- ir verið skilinn og misskilinn í nefndri grein af mörgum. Og í tilefni af þessum andstæðum verða fyrst fyrir mjer þessar spurningar: Eru barnaskólar óþarfir eða jafnvel hættu- legir andlegum vcxti þjóðarinnar? Er ábyrgðarhluti fyrir menn, er tiltrú hafa, að ráða þjóðinni til að eiga skólastofn- anir fyrir æskulýðinn og starfrækja þær með vaxandi áhuga? Er fjárhættuspil fyrir oss að leggja nokkr- ar þúsundir kr. árlega í endurbætur og við- hald kennaraskólans, til þess að þroska og cnduryngja okkar bestu kenslukrafta? Eða hvað? Jeg þykist hafa sjeð það fyrir löngu, að skólar g e t a verið hætulegir andlegum vexti ungra manna — allir skólar og ekki síst harnaskólar. Ekki felst í því aðdróttun til kcnnara um að þeir geri ilt v i 1 j a n d i. Allir vilja þeir vist nemendum sínum gott citt. Siðspilling hefi jeg heldur ekki á vit- orði um kcnnara. Flestir bera þeim vel sögu. En þrátt fyrir þessi meðmæli og mörg önn- ur ótalin, hlýt jcg að segja: Meðferð skól- anna á æskulýðnum er mjög athugaverð. Ef þeir eigi sinna kröfum hans og vaxtarskil- yrðum andlega og líkamlega betur en oft- ast er, þá eru þeir blátt áfram hættulegir. Og hvar er svo þessa hættu að finna?

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.