Sovétvinurinn - 01.05.1935, Blaðsíða 2

Sovétvinurinn - 01.05.1935, Blaðsíða 2
[Sovétviiiurinn] »Sovétviiiuriitii«, blað Sovétvinafélags Islands, kemur út ann- an hvern mánuð. Askriftagjald er 2 krónur. Verð þessa blaðs 50 aurar. AFGREIÐSLA: Skrifstofa Sovétvina- félags Islands, Lækjargötu 6. — Reykjavík. — Pósthólf 392. Ábyrgðarmaður: KRISTINN E. ANDRÉSSON PRENTSMIÐJAN DÖGUN — REYKJÁVÍK Efni þessa blaðs er m. a.: Hið sanna lýðræði, Björn Franzson. Kvenþjóðin rís til vegs og virðingar. Baráttan gegn trúarbrögðunum, Þórbergur Þórðarson. Byr í segl friðarins 1. maí, máttur og fögnuður |)ess ilags vex með hverju ári í Sovétríkjun- um. 1. maí kemur verkalýðurinn frnm í öllu sínu velili. Það getur enginn, sem ekki hefir sjálfur reynt, gert sér grein fyrir hiniim ó- segjanlegu áhrifum hans. Þau þurrka burtu hinn Ieynrlasta efa um það, í hverra höndum framtíðin er. Eins og að undanförnu streyma nú verkamannasendinefndir víðs- vegar að og þúsundir ferðamanna til Moskva til þess að taka þátt í hátíðafagnaðinum 1. maí. Á þessum degi tengist allur verkalýður heimsins, er um framtíð sína hugsar, í fullkomið bræðralag. Hvar í heimi, sem 1. maí er haldinn hátíðlegur af verkalýðnum, beinist hugur verkalýðsins til Sovétríkjanna, sem eru föðurland hans, vígi og traust. Frá So vét vinaíélagi n u. Á þessu vori fer engin sendinefnd til Sovétríkjanna. Sjómenn hafa ekki p;etað tekió jiátt í vornefndunum. Leggur miðstjórn Sovétvinafélagsins því áherzlu á, að koma héldur ót sendinefrid næsta haust, með sjó- mönnum og bændum. Er það að vísu mikill skaði, að nefndir skuli ekki geta farið þéttar. En hinn mikli ferðakostnaður gerir okkur þetta svo örðugt. Þó ætti fyrir næsta haust, með þeim pen- ingum, sem þegar eru í sjóði, að vera auðvelt að safna til 5 manna nefndar. Fjöldi umsókna hefir Sovétvinafélaginu borizt, en þó flestar frá liændum. Margir sækja um að fá að dveljast lengur en nefndirnar standa við. En mönnum til leiðheiningar skal þess getið, að [>\'í verður ekki við komið. * Eftir unisóknunum að dæma, ættu að geta valizt beztu menn til næstu sendinefndar. Til kaupcnda Sovétvinarins. Sökurn íjárhagsörðugleika er Sovétvinurinn að þessu sinni á eftir tímanum. Eru kaupendur hans vinsamlega Iieðnir afsökunar á |>eim drætti, sein orðið liefir. En um leið vill ritstjóri hlaðsins beina þeirri áskorun til allra, sem nokkurs þykir vert um Sovétvininn, að þeir greidi hann skilvíslega og safni að honum nýjum kaup- endum. Innan urn allt það moldviðri af villandi fregnum, sem borgarablööin þyrla upp um Sovétríkin, er ekki vanþörf á riti, sem flytur sannar fregnir þaðan. Við Sovétríkin eru tengdar allar vonir mannkynsins um bjartari framtíð. Sú ábyrgð hvílir á hverjum sovét- vini, að hann starl'i daglega að því, að auka kynni almennings á Sovétríkjunum. Einn þáttur í því starfi er að útbreiða Sovétvininn. Ef hann á að geta komið út reglulega framvegis, verður kaupenda- tala hnns að tvöfaldast. LSSR im Bau. Sovétvinurinn vill vekja athygli á þessu fagra og glæsilega mynda- riti. Fyrsta heftið af þessu ári er nú nýkomið. Það sýnir mymlir af flugvélaiðnaði Sovétríkjanna. Nokkur hefti af fyrra árgangi eru ennþá til sölu á skrifstofu Sovétvinafélagsins, Lækjargötu 6. Oft hefir verið spurt eftir ritinu á ensku, og skal þess því getið, að nú er það einnig koinið á því máli. Gcrisí kaupendur að USSR im Bau. Gerist haupendur að »Sovétvininum«. Frá 7. nóv. síð- astl. Upplýst torgið við Stóra leik- I úsið í Moskva. 2

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.