Sovétvinurinn - 01.05.1935, Blaðsíða 6

Sovétvinurinn - 01.05.1935, Blaðsíða 6
[Sovétvinurinn] Draumóramaðurinn í Kreml. 1920 kom hinn frægi enski rithöfundur, H. G. Wells, til Moskva. Hann gekk eftir skemmdum göt- um, fram hjá húsum, sem báru öll merki undan- genginna skothríða, fram hjá sorgbitnum og tötra- lega búnum konum, betlandi og hungruðum börn- um og aumlega útbúnum hermönnum, yfir til Kreml til þess að tala við Lenin. Það, sem festist í minni hans, var andstæðan milli hinnar hræði- legu eymdar í borginni og þess, sem Lenin sagði honum frá. Því að við þennan mann, sem komið hafði með hina voguðustu framtíðarspádóma í skáldsögum sín- um, talaði Lenin ekki um sínar þrotlausu tilraun- ir til þess að ráða bug á erfiðleikum dagsins, held- ur sagði hann honum frá hinni miklu rafvirkjun- aráætlun, umsköpun landhúnaðarins og framkvæmd sósíalistiskra hugsjóna. H. G. Wells ritaði bók og nefndi þar Lenin -draumóramanninn í KremL, því að hann var ekki trúaður á það, að Lenin gæti sýnt sér að liðn- um tíu árum þær framkvæmdir, sem hann hafði í huga. En þar skjátlaðist þessum vitra athuganda tekn- iskra framíara og félagslegrar þróunar. 14 árum síð- ar hefir hann orðið að kannast við, að sér liafi okkar langþráðu hlutabréf hér í heimi verði borg- uð okkur út með vöxtum og vaxtavöxtum í himn- esku kapítali. Og ríkisstjórnirnar grípa ennþá einu sinni til hinnar sígildu kreppuráðstöfunar: Þær heimta aukna kristindómsfræðslu, meira guðs- orð, sterkara klerkavald til þess að beina kröfum mannúðarinnar um betra líf hér á jörðunni í himn- eska farvegi. Það hressir svo vei upp á siðferðið. Þetta er meginmunurinn á heiðindómi bolsévík- anna og trú hinna vel kristnu borgara auðvalds- landanna. Rússar hafa afsalað sér öllum .þessum geldu hug- leiðingum um guð og annað líf. En þeir hafa end- urfæðst til máttugrar trúar á mannúðlegt þjóðfé- lagsskipulag, og allar vélar og vinnandi hendur Rússaveldis einbeita dag og nótt öllum kröftum að sköpun fyrirmyndarsamfélags hér í heimi. t Yið höfum misst trú á allt í þessum heimi nema úrræðaleysið og villidýrið í manninum. Og svo hlömmum við okkur niður, úttauguð af þessum neikvæða innantóma lífsleiða, sem á ekkert tak- mark og ekkert liggur á hjarta, setjum hátalarann á fyrsta gír og húkum eftir lausn okkar í sunnu- dagsútvarp þeirra Árna og Bjarna. Fyrstu vagnarnir fyrir neðanjarðarbrautina £ Moskva voru smíðaðir í vagnaverksmiðjunni Mitisji. — Myndin er af 1. vagninum, sem smíðaður var. skjátlast, og það eina, sem hann gat gert, var að skjóta sér á hak við vísindalegt hlutleysi og gleyrna öllu drengilega, sem hann hafði. skrifað nokkrum árum áður. En Lenin greindi það frá sósíalistiskum draum- óramönnum annara kynslóða, að liann fór inn á hraut, sem þeim þótti of hættuleg, og byggði á visindalegum grundvelli marxismans, með nákvæmri þekkingu á öllum félagslegum skilyrðum þjóðar sinnar. Hann vissi, að hlutverk verkalýðsins var ekki að vera undirgefinn og þjást, heldur að verða braut- ryðjandi að nýrri framtíð fyrir mannkynið. Hann vissi, að þessi nýja framtíð fékkst ekki með hæg- fara þróun, heldur einungis með hlóðugri baráttu, ósegjanlegum erfiðleikum og fórnum. Hann vissi, að þessi framtíð varð því aðeins sköp- uð, að verkamennirnir tækju til eigin ráða um ör- lög sín og leiddu haráttuna til enda undir forystu hinna heztu manna úr sínum hópi. Hann var eng- inn spámaður né prédikari, en hann skipulagði sig- urinn og valdi sér til fylgdar þá menn, sem gátu haldið lífsstarfi hans áfram, þegar hans missti við. Þau 11 ár, sem liðin eru frá andláti Lenins, hafa verkamenn og bændur Rússlands verið að uppskera það, sem þeir sáðu til á hinum blóðugu sultarár- um borgarastríðsins. Lenin og samherjar hans misstu þann tíma aldrei auga af markmiði sínu. Nú eru draumar hans orðnir að veruieika, en »veruleiki« hinna, sem gáfu honum varúðarbendingar, er runn- inn út í sandinn. 49 málarar verðlaunaðir í Ukraine. Á 6. málverkasýningunni í Ukraine hlutu 49 málarar verðlaun. Fyrstu verðlaun, 1500 rúblur, fengu Deregus, Kasjan, Mutsjnik, Kritsjevsk, Ivanoff, Muravin og Savin. Hinir 42 fengu 2. verð- laun, sem voru' 1000 rúblur. 6

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.