Sovétvinurinn - 01.05.1935, Blaðsíða 8

Sovétvinurinn - 01.05.1935, Blaðsíða 8
(SovctvinurliinJ IÍTenþjóðin rís Itil vegs og virðingar. Hin svonefndu kveuréttindi hér á landi eru lítið annað en nafnið tómt. Konur hafa áð vísu áunnið sér kosningarrétt og nokkra hlutdeild um félags- mál. En misréttur þeirra speglast t. d. í því, að þær fá lægri laun en karlmeun, þó að þær leysi af hönd- um SQrnu. v.innu. 1 Sovétríkjunum hefir konan að lögum jafnan Þessi stúlka er bók- bindari við forlagið »Zuramoff« í Tasj* kent í Usbekistan. Hún heitir jusu- 'povci. rétt í öllu á við karlmanninn, þar á meðal sömu laun og hann íyrir sömu vinnu. Hið lagalega jafn- rétti skiptir þó ekki mestu máli. Meira er vert um hinn félagslega grundvöll þessa jafnréttis. Meðan konur eru, eins og hér á landi, bundnar heimilisstörfum, barnagæzlu og matreiðslu, geta þær einskis jafnréttis notið og hljóta að vera háðar, fjár- hagslega og á annan hátt, áhrifavaldi karlmannsins. 1 Sovétríkjiinum vinnur þjóðfélagið að því með öllu móti að skapa könum sömu íélagslegu aðstöðu og karlmönnum, ekki sízt með því að losa þær úr Forstjóri dyrn- íræðideildar- innar við ríkis- háskólann 1 Moskva,vísinda- konan Anna Markovna Vys- hovskaja. þeim heimilisfjötrum, sem þær hafa um aldir verið hnepptar í. Mikill hluti af hinni geysilegu fjárupphæð trygg- ingarsjóðanna (1934: 5 milljarðar og 50 milljónir rúblna) fer til þess að bæta aðstöðu kvenna í Sovét- ríkjunum, svo sem tryggja mæðrum og ungbörnum hjúkrun. Tvö mikilvæg atriði er vert að benda á sem skil- yrði fyrir jafnrétti kvenþjóðarinnar, annað er barna- heimilin og hitt matsölustaðirnir. f Sovétríkjunum hafa í bæjunum. einum verið reist barnaheimili fyrir 1% milljón barna. Og í op- inberum mötuneytum borða nú 40% (þar af 70% verkamenn) af öllum íbúum borganna. Af þessu geta menn bezt séð, hvað miklum heim- ilisstörfum hlýtur að létta af konunum. Með því að losna undan þessu aldalanga og ónauðsynlega fargi, eignast þær fyrst skilyrði til þess að taka þátt í félagslegum störfum og njóta jafnréttis síns. En ef einhver skyldi halda, að heimilislífið biði hnekki við þetta, þá er það hinn mesti misskilningur. Þátttaka kvenna í hverskonar þjóðfélagsstörfum, framleiðslu og iðnaði, listum og vísindum, hefir farið sívaxandi í Sovétríkjunum á síðustu árum. Þátttakan í hinni pólitísku starfsemi er glögg spegil- inynd |iessa. Við sovétkosningarnar 1931 kusu63% kvenna, en við kosningarnar í vetur 80 % í sveit- unum og 90% í bæjunum. Fulltrúatala kvenna til þingsins var 1931 26%, en í vetur 31%. Þannig er nú nærri þriðjungur konur af fulltrúunum á sovét- þinginu. Fjöldi kvenna eru fórsetar í ráðstjórnum í Ostankino ((Moskva) bófst bið árlega íþróttaraót í skíða- hlaupum hinn 30. iles. síðastliðinn. — Um 600 íþróttanáms- menn frá ýmsum verksmiðjum og skólum tóku þátt í sam- keppni um verðlaun’ dagblaðsins »Trud«. - Á myndinni sjást stúlkur frá verks,iuO|unni »Aviaetum«. H

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.