Sovétvinurinn - 01.09.1935, Blaðsíða 3

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Blaðsíða 3
[Sovétvinurinnl Kínverska byltingin. Hendrik J. S. Ottósson II. Á siðustu áratugum 19. aldar hafði risið upp nokk- uð öflug kínversk borgarastétt á veslræna vísu. Sneri hún sér aðallega að verzlun með kínverskar afurðir og innflutningi erlends varnings. Vestrænir og jap- anskir kapítalistar náðu jafnframt föstum fæti í iandinu og notuðu aðstöðu sína til að kúga og arð- ræna alþýðu manna. Til undirbúnings yfirgangi sin- um sendu þeir trúboða og þessbáttar landshornalýð, sem með fláttskap og lielgislepju gátu haldið nokkr- um hluta landsmanna á bandi kapítalismans vest- ræna. Hinir innbornu borgarar höfðu ekki í fullu tré við erlenda kapitalista og hugur þeirra snerist þá að fullkominni útrýmingu vestrænu „barbaranna“. Var þeim hægt um hönd að ná almenningi til fylgis við sig, einkum eftir að allri skuldabyrðinni áf ófriðn- um við Japana hafði verið velt á herðar alsnauðum almenningi. 1898 hófst uppreisn sú, sem kölluð hefir verið „Boxara-uppreisnin“, kennd við leynifélags- skap, sem mest bar á í undirbúningi hennar. Lang- varandi þurrkar og þar af leiðandi uppskerubrestur blés hvasst að uppreisnarglóðunum, því hungursneyð eyddi fólki og að loknum þurrkunum skall yfir eitt- hvert hið ógurlegasta vantsflóð, er sögur fara af, er Hoang-hó flæddi vfir bakka sína og drekkti rúmri milljón manna. Engan skal undra, þótt örvænting og liatur hafi gripið landslýðinn. Urðu trúboðar og aðrir umboðsmenn vestræna imperialismans einkar hart úti. Þeim var vitanlega komið fyrir kattarnef, hvar sem til þeirra náðist. Yfirstéttin innlenda, sem í fyrstu var gripin skelfingu, þegar hún sá, að snauð- um almúga lék fullur hugur á að rétta hlut sinn, greip þá til þess ráðs, sem vel hefir gefizt yfirstétt allra landa, að æsa menn upp lil þjóðernis- og kvn- flokkahaturs, nákvæmlega á sama hátt og keisara- stjórnin og yfirstéttin rússneska forðum og brennu- vargar þeir og morðingjar, sem nú fara með völd i Þýzkalandi. Stórveldin sáu, að nú var aftur stefnt i voða hagsmunum þeirra í Kína og tóku því höndum saman um að brjóta á bak aftur þessa nýju hreyfingu verkalýðsins. Vilhjálmur 2. keisari prédikaði kross- ferð á hendur „gulu hættunni“. Yfirstéttin ldnverska, sem í fyrstu reyndi að hagnýta sér byltingamennina til að losna við útlenda keppinauta sína, sveik verka- lýðinn og allt fór á sömu'Ieið og i Taiping-uppreisn- inni, sem getið var um síðast. Keisarastjórnin í Pek- ing snerid að síðustu á sveif með imperialistunum og þessi hreyfing, sem i raun réttri var aðeins frels- isbarátta hinna kúguðu bænda og verkamanna, var kæfð í blóði. Stjórnin skuldbatt sig til að greiða 1200 millj. króna í skaðabætur og sendimenn hennar urðu að skríða á fjórum fótum fyrir Vilhjálmi keisara og biðja hann forláts á því, að einhver þýzkur legáti liafði verið drepinn. Öllum þessum skuldum var einnig velt yfir á verkalýðinn. , Um þetta leyti var nýlendustefna japönsku yfir- stéttarinnar farin að láta nokkuð á sér bera og var það helzt Mandsjúría, sem hún horfði girndaraugum á, en þar áttu rússnesku kapítalistarnir liagsmuna að gæta. Ofurkapp beggja um vfirtökin þar grandaði að lokum friðnum og styrjöld brauzt út árið 1904. Enda þótt Kína væri að orði kveðnu sjálfstætt ríki, var eingöngu barizt á kínversku svæði. Eftir að ó- friðnum lauk, komu stórveldin sér saman um, að Mandsjúría skyldi að vísu lúta stjórninni i Peking á pappírnum, en norðurhluti laudsins skyldi rússneskt áhrifa- og hagsmunasvæði, en syðri hlutinn japanskt. Bretar, Frakkaí' og Þjóðverjar áskildu sér álirifarétt i Sjantung og Jynnan-liéruðum og meðfram Jang- tse-kiang, en það fljót er aðal-lífæð kínverskrar verzl- unar. Þannig var nú komið elzta og eitt sinn voldug- asta menningarriki heimsins, að alþýða manna mátti hvergi um frjálst höfuð strjúka og hinn „goðborni“ keisari hlýddi valdboðum útlendra, þjóðinni til nið- urdreps. Eymd og vesaldómur almennings, svo og þýlyndi vfirstéttarinnar, var nú orðið með þeim hætti, að hugsandi mönnum, einkum þeim, er vestræna menn- ingu höfðu ldotið, hraus hugur við. Niðurlæging þjóðarinnar hratt af stað nýrri hreyf- ingu ti! frelsis og viðreisnar. Markmið hennar var nú að steypa úr stóli keisaraælt þeirri, sem kennd er við Mandsjú (hún var ættuð frá Mandsjúríu) og ekki hafði reynzt annað en undirlægjur erlendra kapitalista. h lokkur sá, sem nú tók að sér forystuna, Kuo-min-tang, hafði algert lýðveldi og réttarbætur fátækum bændum og verkamönnum til handa á stefnuskrá sinni. Hann náði á nokkrum árurn þeim áhrifum meðal alþýðu manna, að hann gat látið til skarar skríða. Foringi flokksins var Dr. Sun-jat-sen, einhver hinn mætasti og vitrasti maður, sem uppi hefir verið með Kinverjum. 1911 brauzt uppreisnin 3

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.