Sovétvinurinn - 01.09.1935, Side 4

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Side 4
[Sovétvinurinn] út og Mandsjú-ættin var rekin frá völdum við litinn hróður. Kína var nú lýðveldi. IIlu heilli höfðu samt margir hinna gömlu valdhafa siglt hraðbyri inn i flokk byltingamanna og nælt sér í áhrifastöður. — Hindruðu þeir framkvæmd á flestum fyrirætlunum Dr. Sun-jat-sen. Lék þeim jafnvel hugur á því, þess- um fulltrúum yfirstéttarinnar, að endurreisa keis- aradæmið með nýjum keisara (Juan-sji-kai), en þá greip hinn ótrauði kínverski verkalýður aftur til sinna ráða og hindraði það ráðabrugg. Upp úr þeirri borgarastyrjöld var myndað sérstakt lýðveldi, Suður- Kína, með höfuðborginni Kanton, en hún hafði löng- um verið miðstöð by 1 tingahrevfinganna. Þetla gerð- ist árið 1916, en árið eftir neyddu bandamenn Kin- verja inn i ófriðinn mikla. Að honum loknum, er skipt var herfanginu, nýlendum Þjóðverja, lilutu Kinverjar engin fríðindi, jafnvel ekki hernumin lönd Þjóðverja í Kína. Rússneslta byltingin var frelsisboði hinni kúguðu kínversku alþýðu, enda leitaði Kuo-min-tang styrks hjá verkalýðnum í hinum frjálsu Sovét-lýðveldum. Yerklýðshreyfingin fékk nýjan byr í seglin og fyrir áhrif hennar var stefnu Kuo-min-tang breytt í þá átt, að flokkurinn teldi fyrirkomulag Sovét-lýðveldanna æskilegast. Yiðurkenndi hann einnig Kommúnista- flokk Ivina sem hliðstæðan flokk (flokksþing 1920 og 1924) og hét á allan þrælpíndan verkalýð til fylgis við sig til að hrekja úr landi erlendu imperialistana. Rússneskir sérfræðingar voru fengnir til að undir- búa allsherjar herhlaup á hendur imperialistunum, en þegar allur þessi undirbúningur stóð hæst, lézt frelsishetja undirstéttanna og smáborgaranna, Dr. Sun-jat-sen 12. marz 1925. Var torfyllt skarð hans í baráttunni. Við forystu tók Tsjang-kai-sjek hers- höfðingi og hægri armur flokksins varð yfirsterk- ari. Skömmu síðar hófst borgarastvrjöldin. Kuo-min- tang herinn lagði af stað norður eftir Konton til ófriðar við Vú-pei-fú hershöfðingja, er ríkjum réð í miðhluta landsins og Tsjang-tso-lin, er með völd fór i Norður-Kína og Mandsjúríu. Var hinn fyrri leiguþý Breta, en sá síðarnefndi verkfæri Japana. í vestri stjórnaði „kristni“ hershöfðinginn Feng-hsu-sjang. Hann sá fljótt, hvað verða vildi, og hauð fylgi sitt Kuo-min-tang. Suðurherinn hélt ósigrandi áfram norður eftir. Allstaðar var honum fagnað af alþýðu manna, en yfirstéttin lét sér fátt um finnast. Af tvennu illu kaus hún heldur yfirdrottnun imperialist- anna, en sigur verkalýðsins. (Er nú komið að lokaþættinum, uppreisn kín- verskrar alþýðu gegn erlendri og innlendri yfirstétt, sú sem nú magnast dag frá degi og svikararnir í Kuo- min-tang fá enga rönd við reist. Verður liennar getið í næstu grein). Sosjtsjenko: Afbrýði og menntun. 1 Leningrad bjuggu hjón. Maðurinn gengdi þýð- ingarmiklu starfi í þjónustu Sovétlýðveldanna. Hann var enn á bezta aldursskeiði, þroskaður og ákveðinn maður, trúr sósíalismanum og svo framvegis. Þó hann væri óbreyttur almúgamaður og hefði fengið litla menntun í sveitinni, þar sem hann lengst hafði búið, hafði bann nú aflað sér góðrar mennt- unar og kunni vel skil á öllum háttum stórborgar- innar og var fær um að taka þátt í kappræðum lærðra manna, hvort sem þær snerust um sálfræði eða rafmagnsfræði. En kona hans var aftur á móti hin fáfróðasta, hafði ekkert lært og kærði sig ekki um neina mennt- un, hún gat ekki einu sinni skrifað nafnið sitt. Maður hennar sagði oft við hana: Þú ættir endi- lega að læra að lesa, Pelageja, eða að minsta kosti læra að skrifa nafnið þitt. Öll þjóðin er að hrista af sér ok aldalangrar fáfræði og menningarleysis. Og mér er raun að þvi, að þú, sem ert kona forstjóra brauðverksmiðju, skulir vera ólæs og óskrifandi. En konan svaraði: Æ, Ivan Nikolajevitsj, til hvers ætti eg að fara að bjæja á því nú að læra að lesa og skrifa? Eg er farin að eldast og get ekki lengur kreppt fingurna utan um pennaskaft. Við skulum láta ungu kynslóðina um það. Maður hennar varð auðvitað hryggur og stundi: Ó, Pelageja Maximova..... En dag nokkum færði hann henni samt kennslu- bók í lestri og sagði: Þetta er nýjasta kennslubókin, samin eftir visindalegum reglum, nú lærir þú að lesa, eg ætla sjálfur að segja þér til. Nú er ekkert undanfæri. En Pelageja brosti bara, stakk bókinni niður í kommóðuskúffu og hugsaði með ser, að hún væri bezt komin þar og gæti ef til vill komið eftirkom- endum þeirra að gagni. Svo var það einn dag, að Pelageja fór að bæta jakkaermi Ivans. Hún settist við borðið, tók sér nál og spotta i hönd og tók að sauma, en þá heyrði hún eitthvað skrjáfa í jakkavasanum. Það eru líkast til bankaseðlar, hugsaði Pelageja. Hún stakk hendinni í vasann: Sendibréf. Hreint, snoturt umslag, sem skrifað var utan á með falleg- um stöfum, og af bréfinu var ilmlykt. Pelageja horfði á bréfið, en gat auðvitað ekkert lesið. í fyrsta skipti á æfinni sá liún eftir þvi að liafa ekki lært þá list. Hjarta hennar dróst saman af kvölum afbrýðinnar: Heldur Ivan Nikolajevitsj 4

x

Sovétvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.