Sovétvinurinn - 01.09.1935, Blaðsíða 5

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Blaðsíða 5
[Sovétvinurinn] fram hjá mér? Skiptist hann á ástarbréfum við ein- hverjar menntaðar konur og gerir grín að fáfræði minni? Þó það se ekki rétt, þá verð eg að fá að vita, hvað í þessu bréfi stendur. Þetta gerb’reytir ef til vill öllu minu lífi, eg verð kannski að fara upp í sveit aftur og vinna að búverkum eins og áður fyrr. Brjóst hennar hrann af hræðilegum grun og angistarfullri afbrýði. Hvað sem öðru liður, hugsaði hún, eg elska hann Ivan Nikolajevitsj, og læt ekki taka hann frá mér fyrr en í fulla hnefana. Eg má til að komast að því, hvað stendur í bréfinu, svo eg geti séð, hvað heppilegast er að gera. Hún fór að gráta og rifjaði upp fyrir sér ýmsar smábreytingar, sem orðnar voru á Ivan Nikolajevitsj, honum var farið að þykja vænt um, að menn veittu honum eftirtekt, greiddi hár sitt vandlega og þvoði sér oft um hendurnar. Auk þess hafði hann keypt sér nýja húfu. Hún gat ekki beðið neinn óviðkomandi að lesa fyrir sig bréfið, það var alltof smánarlegt fyrir hana. Hún lýkur því að gera við jakkann hans Ivans og biður komu lians. Og þegar hann kemur, lætur hún sem ekkert sé um að vera, og segir við hann blátt áfram og rólega, að hún sé komin að þeirri niðurstöðu, að liún vilji læra að lesa, svo að hún geti ekki lengur lieitið fáfróð- ur amlóði. Maður hennar verður vitanlega himinn lifandi glaður og hýðst til að kenna lienni. Það er ágætt, segir Pelageja og horfir á nýklippt yfirvararskegg hans og hjarta hennar fyllist þján- ingum við þennan nýja vott um hórdóm hans. I tvo mánuði þrælaði Pelageja frá morgni til kvölds í náminu, stafáði og krotaði. Og á hverju kvöldi tók liún bréfið góða upp úr kommóðuskúffu sinni og reyndi að ráða *dulrúnir þess, en það var ekki svo auðvelt. Loks á þriðja mánuðinum liafði Pelageja náð þvi valdi yfir vísindunum, að hún gat stautað sig fram úr bréfinu. Það hljóðaði þannig: „Kæri félagi Kutsjkin! Eg sendi þér hérmeð umtalaða kennslubók. Eg geri ráð fyrir, að konan þín blessuð verði orðin flug- læs eftir tvo mánuði. Eg treysti því, að þú haldir henni að náminu og sýnir henni fram á, hve and- styggilegt það er að vera ólæs. Við gerum allt, sem í okkar valdi stendur lil þess að útrýma fáfræðinni í Sovétlýðveldunum, en okkur hættir við að hugsa ekkert um okkar nánustu í því efni. Þú verður þess vegna, kæri félagi, að lofa mér því, að leggja á þig vegna konunnar þinnar blessaðrar. Með kommúnista kveðju, , . J Maria Blohina.“ Fjrstu uppskerufregnlrnar 1935. ,Ef við vinnum heiðarlega fyrir sjálfa okkur, fyrir samyrkjubúskapinn, — þá tekst okkur á tveim til þrem árum að gera alla samyrkju- bændur, bæði fátækustu bændurna frá þvi áð- ur og eins meðalbændurna að efnuðum mönn- um, að svo vel stæðum mönnum, er hafa nægi- lega framleiðslu og geta lifað fullkomnu menn- ingarlífi." Þessi orð talaði Stalin í febrúar 1933 á 1. þingi sam- yrkjubænda. Hve fljótt þau verða að veruleika, bera sigrar samyrkjubúskaparins á þessu ári ljóst vitni um. Hér er í stuttu máli eitt dæmi frá samyrkjubú- unum í Ukraine. Árið 1929 stofnuðu fátækir bændur i þorpi einu í héraðinu Melitopol samyrkjubú, er þeir gáfu nafnið „Vorosjiloff“. Fyrstu árin gekk i basli og striði við stórbændurna. 1933 er fyrsta árið, sem búið gengur vel. I fyrra gekk enn betur, og nú í ár fagna bænd- urnir mestum sigri. Vorsáningin tók 4 daga í stað 8 í fyrra. Akurinn var prýðilega unninn. Uppsker- unni var lokið á fimm dögum, og varð lmn hin bezta, eins og sjá má af því, hvað samyrkju-fjölskyldurnar bera úr býtum. Fjölskyldan Larjenko (fjórir vinnandi meðlimir) fær 15 þús. 692 kg. af hveiti, 1692 kg. af rúgi, 2582 kg. af maís, 740 kg. af ávöxtum og 6 þús. 380 rúblur i peningum í sinn lilut. Fjölskyldan Wertsjenko, sem hefir 802 vinnudaga, fær 13 þús. 380 kg. af korni og 4 þús. og 200 rúblur. Fjölskyldan Luprun (626 vinnudagar) fær 10 þús. 636 kg'. af korni og 3130 rúblur í peningum. Það kemur á hvern vinnudag um 17V2 kg. af korni til skipta, þegar kostnaður við búið, framlag til rík- isins, i tryggingarsjóð o. fl. er frá dregið. Þetta dæmi frá samýrkjubúinu „Vorosjiloff“ er ekki einstakt. Þúsundir samyrkjubúa i Ukraine hafa náð sama árangri og sum betri. Mismunur á lífi sveita og bæja hverfur meir og meir. Búskapurifln er rekinn æ meir í iðnaðarstíl, með fullkomnustu vél- um. Skilyrðin hafa skapazt fyrir velmegun og flienn- ingu í sveitunum. Samyrkjuhúskapurinn hefir sigrað. Hinir ómótmælanlegu kosdr hans franl yfir ein- yrkjubúskapinn koma með hverju ári glæsilegar í ljós. Pelageja las hréfið oftsinnis. Hún var bæði hrygg og reið og fór að gráta, en svo sá hún, að hjónaband hennar var hamingjusamt og að Ivan Nikolajevitsj liafði ekki dregið hana á tálar. Hún þerraði tárin og stakk bæði kennslubókinni og þessu vandræða bréfi niður i kommóðuskúffu. Þýtt. Hd. St. 5

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.