Sovétvinurinn - 01.09.1935, Blaðsíða 6

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Blaðsíða 6
[Sovétvinurinn] íþróttalíf í Sovétríkjunum. ípróttirnar í págu menningarinnar. — Stórfelldir árangrar undir kjörorðinu: „Reiðubúnir til vinnu og varnar". — Sovétríkin hafa sýnt, að pátttaka fjöldans í ipróttum skapar afburðaafreksmenn og almenna likamlega velmegun fjöldans. Stefna Sovétríkjanna í íþrótta- og menningarmál- um hefir opnað 170 milljónum öreiga nýjan heim, og aukið þeim traust á sjálfum sér, rússnesku bænd- urnir og verkamennirnir eru að velta af sér hinu andlega og líkamlega oki auðvaldsins. Þeir hafa reist merki öreigamenningarinnar á rústum hins siðspillta og menningarsnauða keisaraveldis. Um byltingu í rússneskum iþróttum getum við ekki talað, því áður voru engar iþróttir til þar, af- rek rússnesku íþróttamannanna eru nýsköpun í orðs- ins fyllsta skiiningi, árangur af samstilltum, ósveigj anlegum vilja milljónanna, sem liafa tekið íþróttirnar i þjónustu líkamsmenningarinnar, með þeim ár- angri, sem ekki á sér nokkra hliðstæðu i íþrótta- sögu veraldarinnar. Fyrir nokkrum árum voru rússneskir iþrótta- menn óþekkl stærð í heimi íþróttanna. I dag er íþróttabreyfing verkalýðsins í Sovétríkjunum þess albúin að ryðja hinum borgaralegu íþróttastjörnum úr öndvegi afrekanna. Met hinna stríðöldu borgara- legu iþróttamanna hrynja unnvörpum fyrir hinni djörfu og ósigrandi sókn Sovét-íþróttamannanna. Síðustu íþróttafregnir úr heimi öreigarikisins staðfesta enn betur, hvers er að vænta af íþrótta- hreyfingu Sovétrikjanna í nánustu framtíð. I lyftingum og aflraunum hafa Sovétrikin þegar rutt sex heimsmetum. í stangarstökki stökk Ra- jcvski 3,94 metra. Þá koma nokkur afrek hins fræga hlaupara Serofim Snamenski: , 1500 m. hlaup 1 mín. 1,5 sek., 3000 m. hlaup 8 min. 40 sek., 5000 m. hlaup 14 min. 56 sek., 10.000 m. blaup 31 mín. 53,8 sek. Snamenski er einhver efnilegasti hlaupari, sem nú er uppi og hefir hann rutt metum sínum hvað eftir annað með skömmu millibili. Sundíþróttinni hefir fleygt fram með risaskref- um, nægir að benda á afrek tveggja beztu sund- manna Sovét-Rússlands: Alesjina hefir synt 200 m. baksund (kvenna) á 2 mín. 55,3 sek. og nálgast þar mjög met hins hollenska Evrópumeistara Master- brook, sem er 2 min. 19,6 sek., 400 m. baksund synti liún á 6 mín. 07,2 sek., heimsmetið er 6 mín. 05,1 sek. sett af Masterbrook. Met hennar í 1000 m. Verlcafólk frá traktorverksmiðj- unni i Stalingrad nýtur sumar- leyfis síns. — Myndin er tekin skammt frá hvíldarheimilinu Tsjeremsjansk; þar er mikil feg- urð, vötn og skógar.

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.