Sovétvinurinn - 01.09.1935, Síða 6

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Síða 6
[Sovétvinurinn] Íþróttalíf í Sovétríkjunum. ípróttirnar í págu menningarinnar, — Stórfelldir árangrar undir kjörorðinu: „Reiðubúnir til vinnu og varnar". — Sovétríkin hafa sýnt, að pátttaka fjöldans í ípróttum skapar afburðaafreksmenn og almenna likamlega velmegun fjöldans. Stefna Sovétríkjanna í íþrótta- og menningarmál- um hefir opnað 170 milljónum öreiga nýjan heim, og aukið þeim traust á sjálfum sér, rússnesku bænd- urnir og verkamennirnir eru að velta af sér hinu andlega og líkamlega oki auðvaldsins. Þeir hafa reist merki öreigamenningarinnar á rústum hins siðspillta og menningarsnauða keisaraveldis. Um byltingu í rússneskum iþróttum getum við ekki talað, því áður voru engar íþróttir til þar, af- rek rússnesku iþróttamannanna eru nýsköpun i orðs- ins fyllsta skiJningi, árangur af samstilltum, ósveígj anlegum vilja milljónanna, sem liafa tekið iþróttirnar i þjónustu líkamsmenningarinnar, með þeim ár- angri, sem ekki á sér nokkra hliðstæðu í iþrótta- sögu veraldarinnar. Fyrir nokkrum árum voru rússneskir íþrótta- menn óþekkt stærð í heimi íþróttanna. í dag er íþróttahreyfing verkalýðsins í Sovétríkjunum þess albúin að ryðja hinum borgaralegu iþróttastjörnum úr öndvegi afrekanna. Met hinna stríðöldu borgara- Iegu iþróttamanna lirynja unnvörpum fyrir hinni djörfn og ósigrandi sókn Sovét-íþróttamannanna. Síðustu íþróttafregnir úr heimi öreigarikisins staðfesta enn betur, hvers er að vænta af íþrótta- hreyfingu Sovétríkjanna i nánnstu framtíð. í lyftingum og aflraunum hafa Sovétríkin þegar rutt sex heimsmetum. í stangarstökki stökk Ra- jevski 3,94 melra. Þá koma nokkur afrek hins fræga hlaupara Serofim Snamenski: 1500 m. hlaup 1 mín. 1,5 sek., 3000 m. hlaup 8 min. 40 sek., 5000 m. hlaup 14 mín. 56 sek., 10.000 m. hlaup 31 mín. 53,8 sek. Snamenski er einhver efnilegasti hlaupari, sem nú er uppi og hefir hann rutt metum sínum hvað eftir annað með skömmu millibili. Sundíþróttinni hefir fleygt fram með risaskref- um, nægir að benda á afrek tveggja beztu sund- manna Sovét-Rússlands: Alesjina hefir svnt 200 m. baksund (kvenna) á 2 mín. 55,3 sek. og nálgast þar nxjög met hins hollenska Evrópumeistara Master- brook, sein er 2 mín. 49,6 sek., 400 m. baksund synti hún á 6 mín. 07,2 sek., heimsmetið er 6 mín. 05,1 sek. sett af Masterbrook. Met hennar i 1000 m. Verkafólk frá traktorverksmiðj- unni i Stalingrad ni'/tur sumar- leyfis síns. — Myndin er tekin skamrnt frá hvíldarheimilinu Tsjeremsjansk; þar er mikil feg- urð, vötn og skógar. 6

x

Sovétvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.