Sovétvinurinn - 01.09.1935, Qupperneq 7

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Qupperneq 7
[Sovétvinurinn] Þúsundir verkamanna úr Kiev, höfuðborg Ukraine, verja hvíld- ardögum sínum úti á fljótinu Dnjepr. Báta fá verkamennirnir lánaða ókegpis hjá verklýðsfé- lögunum. sundi (frjáls aðferð kvenna) er 16 mín. 91,3 sek. og 400 m., frjáls aðferð, 6 min. 00,6 sek. Annar aðalsundgarpur Sovétríkjanna er hinn 22 ára Borissoff; hefir hann á tiltölulega stuttum tíma bætt met sín í ýmsum sundum 40 sinnum. Helztu afrek hans eru 100 m. baksund 59,1 sek. — Heims- metið er 56,6 sek. — 200 m. baksund 2 min. 32,2 sek. og er það nýtt Evrópumet, sem var áður 2 mín. 39,2 sek. sett af Þjóðverjanum Kiipper. 400 m. baksund 5 mín. 24,8 sek. Þetta met er því mun betra en nú- verandi heimsmet, Japanans Kiokava, sem er 5 mín. 30,4 sek. — Skíðaíþróttinni hefir fleygt gífurlega fram og standa Sovétríkin nú í fremstu röð í þeirri íþrótta- grein. í skautahlaupum eiga Sovétrikin einnig afburða- menn, sem standa beztu skautamönnum heimsins fyllilega á sporði. Þar á meðal hinn fræga skauta- hlaupara Melnikoff, sem nú stendur jafnfætis hin- um beztu skautagörpum Norðmanna, Balangrud, Staksrud og Engnestangen. Þessi fáu dæmi sýna greinilega, að íþróttaafrek Sovétíþróttamannanna er ekkert skrum, heldur áþreifanlegar staðreyndir, sem íþróttamenn auð- valdslandanna verða að viðurkenna og beygja sig fyrir, svo lengi sem íþróttirnar í auðvaldslöndun- um eru iðkaðar sem skrumauglýsingar í þágu gróðahrallsmanna og hernaðarsinna. Hér á íslandi eru íþróttaiðkanir á bernskuskeiði —- en þó miklu eldri en í Sovét-Rússlandi. — Þátt- taka lítil og árangurinn eftir því, mjög lélegur, enda ekki við öðru að búast, því islenzkir íþróttafrömuðir hafa dyggilcga fetað í fótspor hinna borgaralegu íþróttafrömuða í öðrum auðvaldslöndum og lagt hið hkamlega gildi iþróttanna til hliðar, til þess að þjóna fámennri klíku auðmanna, sem hefir hag af þvi að svipta almenning þeirri hollustu, sem íþrótta- iðkanir veita. Islenzkir íþróttamenn gætu mikið lært af þeirri skipulagningu íþróttaiðkana, sem nú er verið að framkVæma í Sovétrikjunum, þeirri skipulagningu, seni færir fjöldanum þá fegurð, hreysti og hollustu, sem iðkun iþrótta á heilbrigðum grundvelli er. Þ. P. Bíla- og traktor-framleiösla eykst. 370 milljónir rúblna til aukinnar framleiðslu. Á þessu ári eru veittar 370 milljónir rúhlna til auk- innar framleiðslu á bilum og traktorum í Sovétríkj- unum. Það er 70 millj. rúblna meira en á siðasta ári. Bilaverksmiðjurnar „Stalin“ í Moskva og „Molotoff“ í Gorki er báðar verið að stækka. Ennfremur verk- smiðjuna „Kim“ í Moskva. í stað 24,000 híla á hún að geta framleitt 60,000. . Traktorverksmiðjuna í Tsjeljabinsk er verið að útvikka og stækka. 1 Ufa er ný vélaverksmiðja að rísa. Nokkur hluti hennar tekur til starfa i sumar.

x

Sovétvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.