Sovétvinurinn - 01.09.1935, Page 8

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Page 8
tSovétvinurinn] FJ ölskyldulifið í 80vétríkj unum. Umhyggjan fyrir börnunum — viðurkenning á starfi mæðranna. Lauslega þýtt i'ir fíundschau af H. Þ. í Sovétríkjunum er fjölskyldulífið talið alvarlegt og mikilsvert málefni. Eitt sinn var hjónabandið konunni inn- anhúss-þrældómur og eiginmanninum æfilangur fjötur, en nú hefir það breytzt í frjálst samband milli karls og konu, byggðu á ást, vináttu og sameiginlegu athafnalífi til heilla fyrir heimilið. Réttarfarsleg og efnaleg undirgefni konunnar undir mann sinn er horfin — og það er einmitt það, sem á drýgstan þátt i því að endurnýja fjölskyldulífið. Hjá okkur (í Sovét- ríkjunum) er konan efnalega sjálfstæð. Hún getur allt af fengið sér atvinnu við sitt hæfi, og þessvegna þarf hún ekki að lifa með manni, sem hún ekki elskar, á sama hátt eins og karlmaðurinn getur skilið við þá konu, sem hann ekki elskar. Heimildin til hjónaskilnaðar er óskoraður réttur. Hann ávannst eftir harðvítuga baráttu við heimsskipulag aðals og auðvalds. Hann hefði orðið máttlaust fálm, þýð- ingarlausir bókstafir á pappírssnepli, ef velmegun fjöldans i landi okkar hefði ekki vaxið, ef fyrirkomulag sósíalism- ans hefði ekki þróazt og styrkzt. Til þess að gera sér i hugarlund, hversu stórvægileg bylt- ing hefir átt sér stað hjá okkur i fjölskyldulífinu, nægir að bera saman kjör konu sameignarbónda og hina skelfilegu tilveru kot-bóndakonu frá þvi fyrir byltinguna. Áður fyrr var sá bóndi sjaldgæfur, sem ekki barði konu sína. „Sláðu konuna á meðan hún á engin börn, og börnin á meðan þau eru í bernsku.“ — Þannig hljóðaði orðtak hinna „frjálslynd- ari“. Hitt orðtakið gekk enn lengra: „Lemdu konuna til mið- dags, lemdu hana til kvelds, gáttu aldrei svo að matborði, að þú lemjir hana ekki áður.“ Þannig var lífið fyrir bylting- una eins og það birtist í „viturlegum“ orðskviðum. Nú á timum skellihlæja konur sameignarbændanna, ef einhver segir slikt við þær. Samtimis því að hin borgaralega umgengni hverfur í landi okkar, hverfur lika hið borgaralega innihald hjónabandsins. Hver leitar nú að „ríkum brúðguma“, eða að „fátækri brúði handa fötluðum en ríkum ekkjiunanni“? Hvert eru flúnir hjónabandsmiðlararnir, karlar sem konur? Allt slíkt lætur nú i eyrum vorum eins og ljót draumsaga. í fyrsta sinni i sögunni hefir konan öðlazt jafnan rétt og karlmaðurinn. Ástin ein, sú sanna, stóra ómengaða ást — hún ein á að vera mönnum hvötin til hjónabands. Það væri að vísu mesta hræsni að halda því fram, að allt væri í bezta gengi í umgengni fjölskyldanna hjá okkur, að i öllum fjölskyldum undantekningarlaust og meðal allra *) Hér birtist forustugrein úr „Pravda“ frá 26. júní s. 1. Hún sýnir greinilega, hversu Sovét-ríkin og kommúnista- flokkurinn þar hafa látið sér annt um að leysa fjölskyldu- lífið úr þeim fjötrum, sem auðvaldsþjóðfélagið hneppir það i, breytt þvi úr áþján beggja kynja í frjálst og sterkt sam- band, byggðu á ást, vináttu og umhyggju. ógiftra unglinga ríki hamingja og friður. Nei. Við höfum veitt konunni jafnrétti, opnað henni veginn til vinnu, til dáða, til sjálfstæðs lífs. Við höfum bannfært hjónabandið sem braskfyrirtæki. Þrátt fyrir það hvila enn á okkur með ofurþunga leifar auðvaldsþjóðfélagsins. Þessi óheilla- vænlegi arfur litar enn þá allt of sterkt fjölskyldulífið. Ein af þessum borgaralegu leifum er án efa kæruleysi og ábyrgðarleysi gagnvart skyldum fjölskyldunnar. Þeir, sem voru siðferðislega vanþroskaðir, töidu, að það frelsi, sem maður og kona öðluðust með Októberbyltingunni, væri réttur til að misvirða allt fjölskyldulíf. Það er rétt, þeir eru ekki margir, sem svo hugsa, þeir eru í margföld- um minnihluta, enda þótt þeir séu ekki svo fáir, að rélt sé að láta „heljudáðiun“ þeira óhengt. Faðir, sem skeytir ekki um barn silt, sonur, sem yfirgefur aldraða foreldra, verðskuldar stranga opinbera áminningu. Og samt er það algengt, að þetta sé látið afskiftalaust. Það er tími til kominn, að menn láti sér skiljast, að þessir menn eru skaðlegir félagsheildinni — og að þeir hegða sér eins og þeir einir geta gert, sem eru framandi í Sovét- skipulaginu. Hvaðan kemur þetta ábyrgðarleysi gagnvart fjölskyld- unni? Það er sprottið af háborgarlegum hugsunarhætti, þar sem litið er á konuna sem ambátt, eða hlut, sem menn nota og fleygja síðan burtu. Hinn sléttvísi öreigi hefir allt af sýnt virðingu og ábyrgðartilfinningu gagnvart fjölskyldu sinni, gagnvart konu sinni, börnum, föður og móður. Það eru aðeins slæpingjar og dekurdrengir, sem hafa geð til þess að með- höndla konu sína og fjölskyldu illa og kæruleysislega. Það eru fáráðlingar einir, sem staðhæfa, að fjölskyldan og um- hyggja um fjölskylduna sé broddborgaraskapur. Þvert á móti, léttúðug framkoma gagnvart fjölskyldunni er lævis- asti brobbborgaraskapur. Góður fjölskyldufaðir er sá, sem uppfyllir skyldur sinar. Slæmur fjölskyldufaðir getur heldur ekki verið góður Sovétborgari eða opinber embættismaður. Áhugaliði eða opinber embættismaður, sem blæs sig upp á mannfundum til verndar lcvenréttindum en fer illa með konu sína og börn heima — er enginn sannur áhugaliði, heldur hrajsn- ari og froðusnakkur. Þrátt fyrir fullkomið jafnrétti og efnalegt sjálfstæði kon- unnar er félagsheildin fyrst um sinn ekki fær um að taka að sér uppeldi allra barna, konan heldur áfram að vera veikari aðilinn, og því er það fyrst og fremst skylda okk- ar að vernda hana á allan hátt. Það eru aðallega karlmenn, sem sýna fjölskyldunni hirðuleysi. í landi voru er enginn neyddur til þess að lifa í hjóna- bandi móti vilja sínum. Þó þýðir ekki réttur Sovét-laganna til hjónaskilnaðar sama og réttur til að svalla. Hann bygg- ist á ábyrgðartilfinningu beggja aðíla jafnt. Sá faðir, sem lætur móðurina eina um börnin og finnst hann sjálfur vera fleygur og frjáls, hlýtur að teljast með glæpamönnum. Útreiknuð „skynsemis“-hjónabönd eru mest einkenn- andi og algengust hjónaböndin í borgaralegu þjóðfélagi. Ástin, sem er skáldunum hið fegursta yrkisefni og í raun og sannleika ber vott um hið hæsta siðferði, á sér stað ut- an við borgaralegt hjónaband og lifir þrátt fyrir það. Hjónabandið í borgaralegu þjóðfélagi er reist — eins og það þjóðfélag i heild sinni — á efnalegum misrétti, á þræl- dómi — en þrældómur er ósamrímanlegur við göfugt til- finningalif. Þess vegna verða hjónaböndin óhjákvæmilega leiðinleg og maður og kona reyna að fá í það tilbreytni 8

x

Sovétvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.