Sovétvinurinn - 01.09.1935, Blaðsíða 9

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Blaðsíða 9
[Sovétvinurinn] Nýjustu fpegnir. Undir þessari fyrirsögn mun Sovétvinurinn framvegis flytja fregnir af helztu atburðunum, sem gerast i Sovétrikj- unum hvern mánuð, milli útkomu blaðsins. Þegar Sovét- vinurinn getur komið út mánaðarlega, verður miklu hægara að fylgjast reglulega með framkvæmdum sósíalismans. Rit- stjórn þessara fregna stendur bá til bóta. Verklýðstryggingar. Þann 9. júlí s. 1. var birt áætlunin um tryggingar verklýðsfélaganna fyrir árið, sem er að liða. Fjár- upphæðin er svo gifurleg, að það er erfitt að gera sér grein fyrir henni: 6000 milljónir (6 milljarðar) rúblna. Öllu þessu fé verja verklýðsfélögin á yfir- standandi ári til tryggingar lífi og heilsu verkafólks- ins. Þó er ekkert af þessu atvinnuleysistryggingar, þvi að atvinnuleysi þekkist ekki í Sovétríkjununi. Fyrir mikinn hluta af upphæðinni láta verklýðsfé- lögin reisa sjúkrahús, hressingarhæli og hvíldar- heimili, 600 milljónum er varið til barnaheimila og styrktar börnum að öðru leyti, há upphæð fer til læknishjálpar, sem alstaðar er ókeypis, og í kostnað við dvalir verkamanna á hvíldarheimilum o. s. frv. Þess ber að gæta, að þessir 6 milljarðar eru að eins einn hluti af félagstryggingum í Sovétríkjunum, sá hlutinn, sem er undir stjórn sjálfra verklýðsfélag- anna og eingöngu er varið til styrktar verkalýðnum innan verklýðsfélaganna, en það eru 23—24 milljón- ir manna (auk skylduliðs). Utan við þessa upphæð eru þvi t. d. allar trygging- ar samyrkjubænda. Fyrir íslenzkan verkalýð er það athyglisvert að kynnast tryggingamálum Sovétrikjanna, ekki sízt nú, þcgar atvinna hefir brugðizt og ekkert er fram- undan fyrir fjölda verkafólks annað en örbirgð og sultur. Hið algerða öryggisleysi á öllum sviðum er með naggi út af smámunum og rifrildi eða þegar bezt læt- ur, að umlykja það væminni viðkvæmni. Fjölskyldan í borgaralegu þjóðfélagi er i upplausn. Skækjulifnaður fer í vöxt. í öllum auðvaldslöndunum und- antekningarlaust fækkar barnsfæðingum með ári hverju, og hjónaböndum fækkar. Hjá okkur (i Sovétrikjunum) giftir æskan sig, barns- fæðingum fjölgar. Sósialismi — það er umhyggja fyrir mönnunum og hraðfara fólksfjölgun. Við eigum heimsins heilbrigðustu æsku. Hún er heilbrigð líkamlega og sið- ferðislega. Lyndiseinkunn æsku okkar er mótuð af fremstu hugsjónum mannkynsins og hert í óþrotlegri baráttu i þágu sósialismans. Þessar hugsjónir og þessi barátta er ósamrímanleg við svall og svívirðilega framkomu gagnvart kvenfólki. Það verður að afmá með öllu leifarnar frá hinu borgaralega þjóðfélagi. Umhyggja fyrir börnunum, viðurkenning mæðranna, þetta tvennt eru óaðskiljanleg einkenni á skipulagi okkar <og Sovéfborgnrum. eitthvert versta böl auðvaldsskipulagsins. Hinn sí- felldi ótti um afkomu sina, ævarandi áhyggja fyrir morgnndeginum, er eyðileggjandi fyrir hvern mann. Þessi ótti og áhyggja er með öllu horfinn undir skipulagi sósíalismans í Ráðstjórnarríkjunum. Moskva. Þann 11. júlí birtist „heildaráætlun um nýja byggingarskipun Moskva-borgar". Moskva er þegar orðin óþekkjanleg frá því sem áður var. Nýjar bygg- ingar, nýjar götur og ný hverfi eru komin þar, að ógleymdri neðanjarðarbrautinni, sem skýrt var frá í síðasta blaði. En nú hefir verið samin tíu ára áætl- un, sem felur í sér gerbreytingu á Moskva. Þegar sú áætlun er komin í framkvæmd, verður Moskva glæsilegasta borg í heimi. Borgarsvæðið á að stækka úr 28,500 ha. upp i 60.- 000 ha. En hringinn í kring um borgina-eiga að liggja breið svæði skemmtigarða og skóga. Ekki verður leyft að byggja i Moskva lægri hús en sex hæða, og við breiðustu og fegurstu göturnar eiga húsin að vera 7, 10 og upp i 14 hæðir. Á næstu 10 árum eiga að rísa nýjar byggingar á 15 millj. ferm. fleti, þar af á 3 millj. m2 á næstu þrem árum. Eftir þessari byggingaráætlun tvöfaldast stærð \ erkamannabústaða í Moskva frá því sem nú er. Á næstu tíu árum á að reisa í Moskva 530 ný skólahús, þar af 390 næstu þrjú árin, 17 ný sjúkra- hús, 50 ný kvikmyndahús, þrjár menningarhallir, eina menningarhöll fyrir börn, sjö stór samkomuhús handa verkamönnum, niu stór vöruhús o. s frv. Áætlun þessi er öll hin stórkostlegasta og væri vitanlega óhugsandi nema þar, sem ríki sósíalismans er grundvallað. í auðvaldslöndunum er allt af að þrengjast um íbúða-kosti verkalýðsins. VII. heimsþing alþjóðasambands kommúnista hófst í Moskva 15. júlí. Mættir voru þar fulltrúar frá 46 löndum. Blöð Sovétrikjanna birta jafnóðum útdrætti úr ræðum fulltrúanna. Allur verkalýður Sovétríkjanna fylgist af athygli með þinginu. Wilhelm Pieck, einn af þekktustu kommúnistum Þýzkalands, setti þingið og hélt eina aðalræðuna. Næstu framsöguræðu hélt Dimitroff og var henni tekið með miklum fögnuði. Þingið sendi ávarp til Stalins, „foringja, kennara og vinar alls verkalýðs i heimi og allra undirokaðra jarðarbúa". Frá íslandi eru mættir á þinginu tveir fulltrúar, Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason. Flugið yfir norðurpólinn. 3. ágúst lagði Levanevski i flugvélinni „USSR 025 af stað frá Moskva í flugferð sína vfir norðurheims

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.