Sovétvinurinn - 01.09.1935, Side 10

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Side 10
[SovétvinurinB] skautið til San-Franzisko. Við Barentsjó kom fram bilun á olíugeymi vélarinnar og varð hún að snúa aftur til Leningrad. 1’ lugið hefir því frestazt um tíma. Prófessor Smidt (hinn frægi foringi Tsjeljuskin-leiðangursins) telur þetta hið erfiðasta flug, sem nokkurn tíma hefir ver- ið reynt. Aðalerfiðleikinn er fólginn i því, að flug- vélin verður að flytja með sér, 9605 km. vegalengd, mjög mikinn forða af benzíni. En svo hlaðin getur flugvélin ekki flogið i mikilli hæð fyrstu áfangana. Flugmaðurinn verður þvi að hafa gott sýni. Yfir hafið verður léttara að fljúga, því að flugvélin verð- ur þá ekki orðin eins hlaðin og getur lyft sér yfir skýin. Á fluginu yfir heimsskautið er hættan við frostið. Þær ráðstafanir eru gerðar, að á heimsskauts- stöðvunum fari fram veðurathuganir ekki að eins við jörðina heldur uppi í loftinu, og er þar til sér- stakur útbúnaður með loftbelgjum. Sérstaklega erfið er flugleiðin yfir klettafjöll Ameríku, því að yfir þeim liggur oft dimm þoka. En Levanevski og félagar hans eru sannfærðir um, að flugið muni heppnast. / iþjóðaþing lífeðlisfræðinga var sett í Leningrad 9. ágúst. Það er hið 15. í röð- inni. Mættir voru 900 fulltrúar erlendis frá og 500 vísindamenn úr Sovétríkjunum. Forsæti hafði hinn heimsfrægi lifeðlisfræðingurPawlow.Þingið hefir um allan heim vakið hina mestu eftirtekt. Sú staðreynd, að bað er nú haldið i Ráðstjórnarrikjunum, er ein sönnun þess, hve lífeðlisleg vísindi standa þar á háu stigi. í ræðum erlendu vísindamannanna hljóta Sov- ét-vísindin hina sterkustu viðurkenningu. Frá þessu merkilega þingi verður ítarlega skýrt í næsta blaði. í sambandi við þingið voru miklar sýningar á lífeðlis- rannsóknum í Sovétríkjunum. Vassillj Rassichin, verkfærasmiður í „Dynamo“-verk- smiðjunni við vinnu sína. Hann er jafnframt rithöfundur. Alþjóðlegt tónlistarmót í Strassburg. Fyrsta alþjóða tónlistarmót verkalýðsins var haldið í Strassburg, 8.—10. júní síðastl. 3000 söngv- arar og hljóðfæraleikarar úr hópi verkalýðsins létu til sín heyra á mótinu, til þess að sanna hina geysi- legu þýðingu byltingarsinnaðrar tónlistar í frelsis- baráttu verkalýðsins. Mótið er talið marka tíma- mót í sextíu ára sögu tónlistarhreyfingar verka- lýðsins. Það eru nú liðin meira en tvö ár, síðan fasistarnir leystu upp músikfélög verkalýðsins í Þýzkalandi, rændu sjóðum þeirra, og settu foringj- ana í fangabúðir, eða flæmdu þá úr landi, og sömu örlög bíða þessa félagsskapar í Austurríki. I lönd- um „borgaralegu demokratanna“ er það sama upp á teningnum. En tónlistarhreyfing verkalýðsins verður ekki kæfð framar; mótið i Strassburg hefir sýnt það og sannað. Yfir 70 félög frá öllum lönd- um Evrópu tóku þátt í mótinu. Þessi hreyfing er ekki ný, en henni er nú fylgt með meiri alvöru og áhuga en áður, og hún nýt- ur æ meiri viðurkenningar hinna lærðu tónvisinda- mann, tónskálda, hljómsveitastjóra og annara hljómlistarmanna. Þeim er að verða ljóst, að list- rænn þroski verkalýðsins er undirstaða sköpun- arríks tónlistarlifs í framtíðinni, og að leiðin inn í hið ónumda land tónanna liggur gegnum vinnu- stöðvar verkalýðsins. Verkefni tónlistarmótsins i Strassburg var fyrst og fremst að sameina alla andfasistiska krafta lærðra og leikra undir merki gömlu tónlistarhreyf- ingar verkalýðsins; og það tókst. Allir fylktu sér undir eitt merki og kröfu, án tillits til pólitiskra skoðana. Allir höfðu það markmið fyrst og fremst, að vinna að sigri menningarinnar með krafti verka- lýðssamtakanna. Þessi staðreynd lýsir bezt hinum glæsilega árangri þessa fyrsta alþjóðamóts, sem er stórt spor í áttina til almennrar samfylkingar innan tónlistarhreyfingar verkalýðsins i öllum kapí- talistiskum löndum. Mótið í Strassburg hefir fært heiminum sönn- ur á menningarþrótt verkalýðsstéttarinnar, fært hinni byltingasinnuðu sovétmenningu nýja aðdá- endur og flutt okkur feti nær allsherjar samfylk- ingu gegn menningarhraki fasismans. Rote Zeilung, Leningrad, 16./6. ’35. Rádstefna járnbrautarverkamanna. Þann 25.—29. júlí stóð yfir í Moskva ráðstefna jórnbraut- arverkamanna. Þar hélt Stalin ræðu, þar sem hann skýrði ítarlega þýðingu járnbrauta fyrir velgengni Sovétríkjanna. 10

x

Sovétvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.