Sovétvinurinn - 01.09.1935, Qupperneq 11

Sovétvinurinn - 01.09.1935, Qupperneq 11
[Sovétvinurinn] Vegna endurtekinna óska frá lesendum „Sovótvinarins" verður framvegis reynt að birta eitthvað um skák i hverju hefti, ýmist tefldar skákir með skýringum eða skákþrautir. Hér birtist fyrsta skákþrautin, sem er samin af þekktum rússneskum skákþrautasmið, N. Uspenski. Lesendurnir eru beðnir að senda ráðningar til „Sovét- vinarins", pósthólf 392, Rvik — og verða nöfn þeirra, sem rétta lausn senda, birt í blaðinu. Skákþraut nr. 1. N. USPENSKI (Iwanowo) abodefgh Hvítt: K a 7, D c 3, H d 4, B b 7, R f 5, R b 3, b 6, e 4, g5 (9 taflmenn). Svart: K e 6, D g 7, B c 8, R f 8, g 6, (5 taflmenn). Hvítt mátar í öðrum leik. Sovétvinurinn skorar nú á alla kaupendur sína, að greiða blaðið fljótt og skilvislega. Með siðasta tölublaði voru send til kaupenda úti á land póstávísana-eyðublöð til hægðarauka fj'rir kaup- endur. Þeir þurfa ekki annað en afhenda ávísanirnar á næstu póststöð og greiða um leið verð blaðsins. Sovétvinurinn er mjög ódýr og skilyrði til þess, að hann beri sig, er það, að hann eigi marga kaupendur, sem greiða hann skilvislega. Áskrifendur í Reykjavik eru beðnir að greiða blaðið á skrifstofu félagsins eða senda greiðslu i pósti. Skrítlur Morgunbladsins. Morgunblaðið er nú loksins farið að sjá, að enginn lit- ur á Rússlandslygar þess öðruvísi en skritlur, og birtir þær nú orðið i skrítludálkinum. Ein af skrítlunum, sem Mbl. hefir eflaust þótt mjög fyndin, birtist þar 29. ágiist og hljóðar þannig: „Aftökur t stórum stíl. Samkvæmt blaðinu „Nasph Patj“, sem gefið er út í Car- bin, hefir rússneska stjórnin látið taka af lífi 300 manns í einu í Pharbarowsk. Voru þetta andstæðingar stjórnar- innar, sem lengi höfðu setið i varðhaldi og voru þeir drepnir með eiturgasi. Blaðið segir ennfremur, að það sé nú orðið alsiða í Rússlandi, að nota eiturgas, þegar drepa skal fjölda fólks í einu.“ Þetta er fagur vitnisKurður um smekk Morgunblaðs- ritstjóranna. XXX NfiNKIN if 'k 1r KHfiKI Þetta er merkið á vinnufötunum, sem þér eigið að nota. Framleidd af íslenzkum höndum. VDNNDlFAlAOEDJiÐ OSDLANÍDS % Reykjavík. Símnefni: Vinnufatagerðin. Sími: 3666. Happdra Háskóla itti íslands Dregið verður í 7. flokki ÍO. september. Endurnýjun- arfrestur er til 4. september. Gleymið ekki að endumýja. II

x

Sovétvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.