Sovétvinurinn - 01.11.1935, Blaðsíða 7

Sovétvinurinn - 01.11.1935, Blaðsíða 7
[Sovétvinurinnl hvernig fjárframlög til vísinda eru takmörkuð, hvernig rannsóknirnar eru beinlínis hindraðar með heimskulegri löggjöf, hversu óvissan um framtíð- ina gerir vísindamönnum illmögulegt að einbeita sér að stórfelldum verkefnum, hversu gagnsemi þeirra og slarf i þógu fóiksins er vanmetið og hæfileikar þeirra því oft óréttilega notaðir. Vísindamenn auðvaldsrikjanna gátu sannfærzt um það, að sovétrússneskir starfsbræður þeirra voru sér fullkomlega meðvitandi um þjóðfélagslega þýð- ingu sína og að í þessu landi eru þeir mikils metnir. Fyrir byltingu voru i Rússlandi 24 harla illa húnar rannsóknarstofur, sem störfuðu að lifeðlisfræði, nú þegar á verklýðsríkið 380 rannsóknarstofur, búnar öllum nýjustu tækjum. Vísindamennirnir þurfa ekki að óttast einangrun. Dr. Brjuchonenko (lengst til vinstri) við tilraunir sínar að framkalla blóðrás með verkfærum, í viður- vist þingfulltrúanna og hins heimsfræga prófessors Lapique (á miðri myndinni). Þeir þurfa ekki að baksa hver út af fyrir sig með ónýtum áhöldum. Þeir eru samvirk lieild, sem leit- ar að einu marki, með fyllsta stuðningi heilhrigðs þjóðskipulags og skilningi allra vinnandi manna. Það er nefnilega samvirka þjóðfélagið eitt, sem get- ur veitt vísindunum slik þróunarskilyrði, að hver einasta grein þeirra sé rannsökuð með heill mann- kynsins fyrir augum. Þar verða sigrar visindanna og tækninnar ekki til þess að margfalda gróða fiárra auðkýfinga og auka arðráníð, ekki heldur til þess að sölsa undir sig önnur lönd, -— þvert á móti verða þeir lil þess að auka velmegun og menningu, skapa grundvöll að hollara og betra lifi. Verkalýðurinn licfir því fulla ástæðu til þess að nieta þýðingu vísindanna tnikils. í Sovétrikjunum eru þau að verða svo nátengd daglega lífinu, að verkamennirnir fylgdu gerðum ráðstefnunnar með dæmalausum áhuga. Að fyrirlestrunum komust Blóðyfirfærslur frá heilbrigðum mönnum til sjúk- linga er nú farið að nota á fjölmörgum sjúkrahús- um í Sovét-Rússlandi, þegar um stóra uppskurði er að ræða, sem hafa mikið blóðtap í för ineð sér. miklu færri en vildu og, voru þó notuð rúmgóð húsakynni. Stofnað var til leshringa í verksmiðjun- um, til þess að nema það merkilegasta, sem á ráð- stefnunni var rætt. Það var ekki sízt þessi áhugi, sem kom útlendu gestunum á óvart. Það leikur ekki á tveim tungum, að ófriður er vísindunum alvarleg liætta. Það er því enginn furða, að margir fulltrúanna urðu til þess að leggja sér- staka áherzlu á haráttu vísindamanna gegn striði, og þakka Sovétríkjunum það, sem þau hafa lagt til þeirra mála. , „Ég er hreykinn og hamingjusamur yfir því,“ sagði Pavlov í setningarræðu sinni, „að það var stjórnin í mínu volduga föðurlandi, sem varð fyrst til þess að segja: Ekki eitt fet af landi annara". Ef til vill er sá alþjóðlegi samhugur, sem skapaðist Prófessor Filatow aS skera hornhimnu af auga lát- ins manns og græða hana á auga í blindum manni. Á þennan hátt hefir honum auðnazt að gefa blind- um sýn. 7

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.