Sovétvinurinn - 01.11.1935, Blaðsíða 9

Sovétvinurinn - 01.11.1935, Blaðsíða 9
[Sovétvinurinn] meistari i. Hann gat verið hamingjunni þakklátur fyrir að áhorfendurnir liöfðu ekki athafnafrelsi. Björkin stóð líka eins og hún væri steinhissa. Hún teygði frá sér greinarnar með þungum frjóhnúðun- um. Ef til vill roðnar hún ofurlítið. Stan/ið! skipaði liðþjálfinn. Er tréð nú ekki rautt? Gætið þér vel að þvi. Tirri fótgönguliðsmaður stanzaði og hélt höndun- um fast niður með síðunum. Hann blés upp og nið- ur og hugsaði að hann mætti ekki láta undan. Nei, það er ekki rautt, herra liðþjáfi. ( Ilvernig er það á litinn? Tréð er eins og það var. Bolurinn er hvítur, svart- ar greinar, sem fá græn blöð í sumar. Þegar ég segi að það sé rautt, er það rautt. Þér skuluð fá að sjá það rautt. Af stað! Hlaupið! Legg- ist! Standið upp! Áfram, áfram! Tirri fótgönguliðsmaður hélt áfram að hlaupa. Hann náði varla andanum, blautur og kaldur af snjónum. En hann tók hvorki eftir kuldanum eða bleytunni í snjónum, þvi innan i honum brann eld- ur lieiftar og reiði. Sató liðþjálfi varð líka heitur og kaldur á víxl af bræði. Ég skal kremja úr þér þrjózkuna og kenna þér að hlýða, uppreisnarhundur. Stanzið! Sjáið þér tréð þarna? Ennþá er ég ekki húinn að missa sjónina, herra liðþjáifi. Þeir störðu livor á annan. Nú var ekki neina gamansemi að sjá í augum Tirri fótgönguliðsmanns. Þau voru eins og svört göt, sem minntu á ógnandi op byssuhlaupanna. Og Sató liðþjálfa var ennþá ógeðfeldara að horfa í þau nú cn á meðan þau brostu. Þó hann væri vanur allskonar augnaráði: þrungnu af magnlausri reiði, logandi af niðurbældri eða aug- Ijósri þrjózku og fullu af hæðni, hrökk hann samt við, er hann leit í augu Tirri. Ef til vill mundi þetla augnaráð fylgja honum og valda lionum óþæginda og ótta. Yið skulum lialda áfram æfingunum. Hlaupið! Áfram, áfrarn! En glöggt eyra mundi hafa tekið eftir, að í röddina vantaði eitthvað af hinu svipukennda hljóði, sem verið hafði áður. Tirri var látinn lialda áfram að hlaupa og skríða í snjónum, svo hann mætti til með að viðurkenna þann ht á trénu, sem liðþjálfanum þóknaðist. Aftur og fram í snjóslabbinu í skurðinum,án þess hannkæm- ist nær nokkru marki, og þó fannst Tirri hann vera búinn að fara langa leið. Hann reyndi að telja sér trii um að hann væri að æfa undir kapplilaup og té)k a allri sinni þolinmæði. Ekki að gefast upp, hvað sem á gengur. í Leningrad var nýlega opnað leikhús fyrir líkams- mennt. Myndin er af tennisleikþætti. Herdeildin stóð hreyfingarlaus og horfði á leik- inn með óþægilegri tilfinningu eins og hún ætti von á þrumuveðri. Stanzið! Horfið á tréð. Ég er ekki ennþá orðinn litblindur.herra liðþjálfi. Ég spurði ekki um það. Hlaupið! Áfram, áfram! Æfingin liélt áfram, en Sató liðþjálfi var orðinn eins og utan við sig, hann leit á úrið. Stanzið! Liðþjálfinn sneri sér á hæli og veifaði hendinni. Firri fótgönguliðsmaður, — á yðar stað í herdeildinni. Síðan gekk herdeildin áleiðis til herskálans. Lið- þjálfinn skipaði að svngja, og skipti sér ekkert af því þó söngurinn væri sundurslitinn og daufur. Ef til vill var hann að hugsa um allar þær þúsundir af augnatillitum, sem hann hafði fengið í herþjónust- unni. Þúsund hvöss augnaráð óttaleg eins og op byssuhlaupanna. Tirri fótgönguliðsmaður stalst til að líta um öxl. Hann horfði á björkina, sem ennþá stóð Jjarna stein- liissa og teygði frá sér greinarnar með frjóhnúð- unum. — Ef til vill roðnaði hún ofurlítið. Þýtt Hd. St. 9 IL

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.