Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 2

Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 2
[Sovétvinurinn] Sovétvinupinn, blað Sovétvinafélags íslands, kemur út annan hvern mánuð. — Áskriftagjald er 2 krónur. — Verð þessa blaðs er 40 aurar. AFGREIÐSLA: Skrifstofa Sovétvinafélags íslands, Lækjargötu 6. — Reykjavík. — Pósthólf 392. Ábyrgðarm.: KRISTINN E. ANDRÉSSON FÉLAiGSPRENTSMIÐJAN, REYKJAVÍK. Efni þessa blaðs er m. a.: Stachanof f-hreyf ingin. Rússneskir hljómlistarmenn, dr. Franz Míxa. Erich Wagner: Traktor gefins. Hd. St. þýddi. xo.ooo km. flug yfir ríki kuldans og þokunnar. Sigur samyrkjubúskaparins. Þýtt. Haukur Þorleifs- son. Nýjustu fregnir. Frá Sovétvinafélaginu. Sovétvinurinn. Vinsældir lians fara sívaxandi, kaupendatölu hans fjölgar mjög ört og fjárhagurinn hatnar, svo að útkoma hans er trygg framvegis, ef svona lield- ur áfram. Nú ættu allir unnendur blaðsins að ka])p- kosta um þessi áramót að safna því sem allra flestra nýrra kaupenda, svo að liægt sé að vanda enn bet- ur til þess. Sovétvinir ættu að gera næsta mánuð að verulegum starfsmánuði fyrir Sovétvininn, setja sér, hver og einn, að útvega honum nýja kaupend- ur, kynna hann vinum og kunningjum, hafa hann alltaf í liuga og láta hann bera alstaðar á góma. Ef nokkuð er unnið að útbreiðslu Sovétvinarins, má margfaldá kaupendatölu hans. Á því er ekki minnsti vafi. Greiðsla blaðsins hefir upp á siðkastið verið með miklu hctri skilum en áður. Allar deildir greiða nú Sovétvininn noldcurn veginn regiulega, og margir útsölumenn hans. Þó eru enn mikil vanskil, og verð- ur nú með þessu ári að takast alveg fyrir slíkt. Hirðuleysi einu er þar um að kenna, ekki sjálfra kaupendanna, heldur afgreiðslumannanna. Næsta ár verður blaðið ekki lengur sent til þeirra manna, sem hvað eftir annað vanrækja að gera slcil fyr- ir það. Þeir, sem vilja gerast kaupendur að Sovétvinin- um, geta klippt úr blaðinu áskriftarbeiðni (sem er á bls. 11) og sent félaginu hana í pósti. Æskilegt væri, að menn sendu með greiðslu fyrir- fram, tvær krónur. Sendinefnd fer í vor, en tala nefndarmanna er ennþá óákveð- in. I næsta blaði fá menn að vita greinilega um tilhögun nefndarinnar. Reykjavíkurdeildin. Starfsemi hennar hefir verið góð að undanförnu. Fundir hafa verið haldnir við ágæta aðsókn tvisv- ar í mánuði. Frá 15. nóv.—15. des. hættust við í Reykjavík 14 nýir meðlimir í félagið og yfir 70 á- skrifendur að Sovétvininum. Á siðasta fundi setti deildin sér það mark, að bæta við 25 nýjum félög- um og safna 150 nýjuin áskrifendum að Sovétvin- inum fyrir 1. febrúar næstkomandi. B. M. Jofan húsameistari að gera upp- drátt að Sovéthöllinni nýju í Moskva.

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.