Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 5

Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 5
[Sovétvinurinnl það gert á þann liátt, að slöngvað er upp í geim- inn, úr flugvélum eða stórskotavélum, kúlum full- um af fosfór eða öðrum fyllandi efnum. Þegar kúlan springur, dreifist fosfóran um gufuhvolfið og hið rakakennda efni þéttist og úr því mynd- ast þoka. A þennan hátt hefir tekizt að framleiða þétt ský. Annað verkefni stofnunarinnar er að hafa áhrif á og stjórna hinum eðlilegu skýjum loftsins, þétta þau og draga niður á yfirborð jarðarinnar og fjar- . lægja þau eða dreifa þeim eftir geðþótta. Til þess eru einnig notaðar stórskotavélar, sem skotið er úr ýmsum efnum upp í gufuhvolfið. Þriðja úrlausnarefnið, sem einnig hefir verið leyst, að visu enn aðeins innan veggja rannsókn- ar stofnunarinnar, sem sé að breyta hinum tilbúnu skýjum í rigningu. Stofnunin hefir einnig, með ágætum árangri, unnið að því að búa til þoku. Vorið 1934 vakti það geysilega undrun íhúanna í Asjchads, er þétt þoka breiddist allt í einu einn fagran maímorgun yfir allt loftið. Þetta var algerlega óþekkt fyrir- brigði áður, á þessum tíma árs. Framleiðsla á þoku hefir haft geysiþýðingu fyr- ir hómullarframleiðsluna, sem hefir oft orðið um 30—40% undir meðallagi, vegna haustfrostanna. Rn með þokunni hefir tekizt að hækka lofthitann um 5 stig. Hin geysilega þýðing þessarar merkilegu vís- indastofnunar fyrir Turkmenistan og önnur hita- beltislönd, ér ómælanleg. Leyndardómar náttúrunnar eru smám saman að oþnast og hinni þúsund ára gömlu þrá íbúa hita- beltislandanna er nú unnið að því að fullnægja, með aðstoð vísindastofnana Sovétríkjanna. Húsakynni og nú. í stærstu iðngreinum i Rússlandi, á stjórnarár- um zarsins, bjuggu hundruð þúsunda iðnaðar- manna í torfkofum og gömlum fénaðarliúsum. 1 Debalzewo bjó áður mikill hluti verkalýðsins í fjósum, sem hinir auðugri bændur leigðu þeim fvr- ir offjár, vegna þess að iðjuhöldarnir létu sig engu skipta, hvort verkamenn þeirra hefðu skýli vfir höfuðin. Nú eru síðustu fjölskvldurnar fluttar úr þessum gömlu grenjum í nýbyggingar, upplýstar með raf- magni og með öll nauðsynlegustu þægindi. Nýbýl- in eru flest hvggð þar, sem hinir aumu mannahú- staðir stóðu áður. 7. nóv. s.l. voru teknar í notk- un nýjar menningarstofnanir i sambandi við fjölíia þessara nýbygginga: barnaheimili, klúbbar, hóka- söfn o. fl. 10.000 km. flug yfir ríUi kuldans og þokunnar. Nokkur atriði úr grein eftir flugmanninn Levanevski um flug það, er hann ætlar að takast á hendur frá Moskva í Rússlandi yfir Norðurheimskautið til San Francisko í Norður-Ameríku. Þetta flug var hafið í júlí í sumar, en flugmaðurinn varð að snúa aftur til Leningrad, eftir nokk- ur hundruð km. flug. Þegar vorar á ný og dagur færist á norðurhvel, verður flugið reynt aftur, með óbuguðum krafti. Flugmanninum farast svo orð: — Við ætlum að fljúga frá Moskva yfir norður- pólinn til San Francisko án þess að lenda. Það er ekki auðgert verk. Ameríkaninn Byrd lagði á stað frá Svalbarða í pólflug sitt, og það var aðeins 1000 km. flug frá takmarkinu, en við hefjum vort flug 3500 km. frá pólnum. Frönsku flugmennirnir Codos og Rossi flugu frá New York til Rajak í Sýrlandi, og settu heimsmet í langflugi beina linu, án þess að lenda. Þessi vegalengd var 9105 km. En við ætlum að fljúga 10.000 km. án þess að lenda. Codos og Rossi flugu yfir lönd með mildu og heitu loftslagi; en við ætlum okkur að fljúga yfir ríki íssins, kuldans og þokunnar. Helmingur leiðarinnar liggur yfir Ishafið. — Við hugsum okkar að fljúga til pólsins við 38° austurlengdar, og frá pólnum um 122° vestlægrar lengdar. Við hugsum okkur að flúga inn yfir megin- landið við eyjarnar Patrick og Banks, Fjöllin i Kan- ada eru um 4—6 þús. metra há. Þau verðum við að fljúga yfir, þá liggur stefnan til Vacouver, og svo áfram vfir Kyrrahafsströndinni til San Francisko. Þetta er leiðin í stórurn dráttum; vel getur verið, að við neyðumst til að breyta hér eitthvað út af. — Það er mjög erfitt að segja nokkuð um veðurlagið vfir pólnum og Ishafinu. Þaðan koma engar veður- fréttir. En það má æfinlega búast við mikilli þoku. Þar af leiðandi er hætta á isingu; eitt af þvi erfið- asta, sem við er að eiga. Við hugsum okkur þvi að fljúga hátt yfir skýjunum meiri hluta leiðarinnar, þar sem hætta er á sliku. , Áætlun okkar er sú, að komast alla leið á 70 klukkustundum. Þar af fljúgum við 60 stundir i hjörtu, í skini miðnætursólarinnar. Og ekki megum við gleyma þvi, að við getum lika fengið rok og versta veður. Það er áreiðanlegt, að mjög verður erfitt að rata. Vanalegan áltavita verður ekki hægt að nota, vegna truflunar segulskauts jarðar. Við höfum þvi látið búa til sólaráttavita, eftir eigin uppfinningu. Hertz áttavitinn verður heldur ekki nothæfur. En því til bjargar höfum við látið búa til ýms tæki til þess að 5

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.