Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 7

Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 7
[Sovétvinurinn] aldrei nógan vinnukraft. Þeir sem eftir voru á sam- yrkjubúinu voru vanir að vinna með trjáplógum og kunnu lítið að fara með vélarnar. Auk þess vanlaði dráttarvélar, svo þeir voru ekki færir um að yrkja það land, sem búinu liafði verið útdeilt. Átti búið samt traktora? Auðvitað, en þó unnið væri dag og nótt, varð ekki komizt yfir að plægja alll landið. En ræktað land gefur af sér brauð, og brauð er ekki aðeins matur beldur guli — guli okkar, gefið af jörð okkar. Það gull, sem gerir verkamenn og samyrkjubændur auðuga. Hvað áttum við að gera? Þó við beittum hverri ein- ustu kú fyrir ])lóg, mundi samt verða eftir óræktað land. Skömmu áður en við fórum frá samyrkjubúinu kom bréf, þar sem sagl var að verksmiðjan þyrfti fleiri verkamenn og spurt var, livort liægt mundi vera að fá nokkra frá samyrkjubúinu. — Við getum ekki misst nokkurn mann, hrópuðu bændumir, bvernig eigum við að komast yfir allt það, sem við höfum að gera, ef þið takið frá okkur allt unga fólk- ið í verksmiðjurnar? — Hlustið á, öslcraði eg: Þið látið okkur bafa fólk í verksmiðjuna og við gefum ykkur traktor í staðinn ! Þetta varð að samkonnilagi. Á fundi í verksmiðjunni urðu alvarleg læti þegar þetta tilboð okkar fréttist. — Sko til, brópaði einn verkamaður, þið gefið traktora eins og það væru nokkrir- aurar. — Á morgun gefa þeir sjálfsagt ein- hverjum buxurnar minar, kallaði annar. Ykkur fersl að grenja, sagði eg. Fyrir nokkrum mánuðum komuð þið hingað á stráskóm með rifnar buxur. Þá urðum við að senda nefnd í skó- og klæða- verksmiðjurnar og félagar ykkar þar liöfðu engin orð um að senda ykkur það sem þið þörfnuðust, þó ekki væri gert ráð fyrir þvi i áætluninni. Þá þögnuðu þeir. En hvað sagði verksmiðjustjórinn? gat eg ekki látið vera að spyrja. Augnablik horfði hann á mig eins og hann skildi mig ekki: Hann er auðvitað verkamaður eins og við og skildi livað við lá, verksmiðjuna vantaði vinnu- kraft, hann fengum við hjá samyrkjubúinu og urð- um því að láta það hafa eitthvað sem bætti því upp vinnutapið. Yið ákváðum því að búa til traktor í frí- stundum okkar. En það er ekkert áhlaupaverk að smiða traktor, hann samanstendur úr þúsundum smáhluta, skrúfum og hjólum, sem þurfa að setjasf rétt saman. Við létum hina nýkomnu verkamenn úr sveitinni horfa á, svo þeir gætu lært hvernig farið væri að því að smíða traktor. Vandið ykkur drengir, sagði einhver, við megum ekki verða okkur til skammar. — Smám saman fór Nýreist íbúðarhús handa verkfræðingum í Zemljynoi Wal. smíðin að taka á sig fast form, grindin var tilbúin. Vinur minn hætti um stund frásögninni; hópur af verkamönnum liafði staðnæmzt við horð okkar og rifjað upp fyrir sér þessar stundir. ; Loks var allt tilbúið. Áður en traktorinn hljóp af stokkunum var hver liluti hans reyndur og geymarn- ir fylltir með benzíni og oliu. Svo fór hreyfillinn i gang og traktorinn rann af stað hægt og gætilega eins og barn sem er að læra að ganga. Húrrahrópin dundu og við skreyttum hann rauðum böndum. Eimpípa verksmiðjunnar kallaði alla verkamennina saman til þess að kveðja hinn nýfædda traktor. Næsta frídag fluttum við hann út á samyrkjubúið. Þetta var dásamlega af sér vikið, sagði eg hrifinn. Vinur minn lagði höndina á öxl mér og sagði góð- iátleea- Þú þarft ckki að nota svona stór orð um jafn sjálfsagðan hlut. Hann lagði verksmiðjublað fyrir framan sig. Sjáðu, Iiér er sagt frá fjöldamörgum verksmiðium, |)ar sem verkamennirnir hafa búið til vélar, heilar kolalestir, verkfæri og ýmsa aðra hluti fvrir utan áætlunina til þess að geta hjálpað þar, sem ekki varð fuilnægt áætluninni. Þú segir að við höfum gefið traktor. Það er ekki rétt, við smiðuðum þenna traktor eins og alla aðra fvrir okkur sjálfa og treyst- um á þann hátt það band, sem bindur saman sam- yrkjubændurna og verkamennina. Hd. St. þýddi. 500 ný baðhús. Síðan i byrjun þessa árs hafa verið hvggð 500 haðliús við samyrkju- og ríkisbú í Hvíta-Rússlandi. 7

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.