Alþýðublaðið - 31.01.1965, Síða 4

Alþýðublaðið - 31.01.1965, Síða 4
 Skólahörn i Madras Skólabörn í Madras. Þessi börn eru úr þorpum stétt- leysingja í útjaðri borgar- innar og við Adyarfljót. Þau eru mjög dökk, en vel gefin g-engur vel að Iæra. Mál þeirra er tamil, en í skól anum læra þau síðar ensku og hindi. Flest börn kunna eitthvert hrafl í ensku. Á INDLANDI ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja II. áfanga að skóla við Álftamýri, hér í borg. Útboðsgagna skal vitja á skrifstofu vora, Vonarstræti 8, gegn 3000 króna skilatrygg- ingu Innkaupastofnun Reykj avíkurboigar. KONUR KÓPAVOGI Konur helzt vanar saumaskap óskast, má vera hluti úr degi. Verksmiðjan SIGNA. Sími 41377. Allsherjarat- kvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið, að við kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Félags járniðnaðarmanna í Reykjavík 1965, skuli viðhöfð allsherjaratkvæðagreiðsla. Framboðslistum með meðmælum a.m.k. 46 fullgildra félagsmanna skal skila til kjörstjórnar, í skrifstofu félags- ins að Skipholti 19, fyrir kl. 18.00 þriðjudaginn 2. febrúar 1965. Stjórh Félags járniðnaðarmanna í Reykjavík. Vikublaðið Fálkinn auglýsir 4 Blaðið, sem kemur út á morgun, er talsvert breytt í 1 útliti. 1 Fálkinn heimsækir danska kvennablaðið AFT FOR DAMERNE. Þetta er mjög óvenjulegt efni; lifandi og og skemmtileg frásögn, sem er prýdd f jölda mynda. 3 íslenzk sakamálasaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur hefst sem framhaldssaga í þessu blaði. h Nýir þættir hefja göngu sína í þessu blaði og næstu blöðum. * AÐEINS nokkur orð til þess að varpa ljósi á þær deilur, er risið ■ hafá á Indlandi út af því, að hindi hefur verið gert að hinni opinberu tungu ails lándsins. Á Indlandi búa um 470 millj. ; manna af ólíku þjöðerni. Þar eru ‘ taláðar á þriðja hundrað tungur ^fyrir utan mállýzkur, en fjórtán ' eru viðurkenndar tungur fylkja. Hér er heldur ekki um að ræða * V eina þjóð heldur margar, en þó ' eru hvergi auðgreinileg landa- (mséri milli tungna eða þjóða, r eitt málsvæðjð rennur inn í ann- ' að, svo að hvergi eru eðlileg skil. Norðurhluti landsins er mest- * megnis byggður indó-evrópsk- ' urri þjóðum og þar eru talað- ar indó-evrópskar tungur. Aðal- málið þar er hindi, er ásamt Miindustani, sem er mjög líkt, ' mun vera talað af nærfellt 200 * nrillj. manna. Á Suður-Indlandi eru talaðar dravídiskar tungur, og er helzta og merkasta málið, tamil, talað í Madrasfylki, alls af um 25 millj. niaqna. Telegu, sem er af sama stofrii. er talað af álika mörgum óg tamii, en önnur helztu dravida málin eru kanarese og malajal- > am.. Ftain til þessa hefur enska ver- t ið hið opinbera mál íandsins í reynd, en ákveðið hafði verið * fljótlega eftir stofnun lýðveldis- »ins að gera hindi að máli alls ,'Iandsins. Sú ákvörðun nýtur fylg is á Norður-Indlandi, en hins fvegar er gegn henni mikil and- spyrna á Suður-Indlandi þar sem dravidísk mál eru töluð, einkum meðal þeirra, sem tamil tala, enda það gamalt og virðulegt bókmenntamál. Fólk á Suður-Indlandi telur fráleitt að gera einni tungu lands ins hærra undir höfði en öðrum. Allir eru sammála um, að hvert fylki eigi að hafa sitt mál, en deilan stendur um hið sameigin- lega mál allra. Þegar almennt er farið að nota hindi, telja tamilai’, að aðstaða Norður-Indverja til hárra embætta og anijars frama með þjóðinni verði betri en eðli- legt er og þeir af sjálfum sér forréttindamenn, er um flesta hluti geti skákað öðrum, eink- um þó Suður-Indverjum, er þær tungur tala, sem fjarlæg- astar eru hindi Á hinn bóginn vilja þeir gjarnan una við ensku, því að hún er hvort eð er jafn- fjarlæg — eða nálæg — ölium Indverjum. Þá ber að gæta eins; Á Suðúr- Indlandi og einkum í Madras hef- ur löngum verið nokkuð útbreidd sú skoðun, að alls ekki sé víst að bezt sé að hafa eitt ríki á Ind- landi. Bent er á, að það sé mun meiri munur á Norður-Indverja og Suður-Indverja, heldur en Norður-Indverjá og Pakistana. Það leyni sér ekki, að á Suður- Indlandi búi allt annað fólk en norður frá. Tunga, uppruni, saga og útlit fólks sýni þetta ljóslega. Þess vegna hefur sú lireyfing skotið upp kollinum, að bezt sé að kljúfa Madras frá Indlandi, og mundi þá væntanlega stærra svæði fara en tamilsvæðið eitt, sennilega allt það land, sem byggt er fólki af dravídískum uppruna. Gegn þessum rökum mælir að vísu eitt; Menning Indiands er í meginatriðum ein og hin sama yfir allt og til liennar hafa Suð- ur-Indverjar ekki siður lagt en aðrir landsmenn. Þar að auki eru hvergi nein greinileg landa- mæri og mundi það'sannast, ef til skiptingar kæmi, að fjöldi manna vissi ekki með hverjum þeir vildu vera, og ættu „sjö börn i sjó og sjö á landi”.; Tamil stcndur annars mjög höllum fæti gagnvart hindi, jafn- vel þótt sleppt sé þeirri stað- reynd, að hindi tala mörgum sinn um fleiri menn. Það er orðið gamalt mál, að vísu fagurt, en þó á því stigi að það lifir naumast nútímalífi. Nýir lifshættir og við- horf skapa nauðsyn fyrir nýjum orðum og hugtökum, og þessi orð fá tamilar beint úr ensku ásamt hugtökunum, svo að hið forna og fagra bókmenntamál Suður-Ind- verja er nú orðið allt morandi af enskum orðum. Ekkl er mér ljóst, hversu mikil málspjöll þetta þykja. Þá er tungan erfið í námi, notar kynlegt letur með 216 bókstöfum. Nokkur dagblöð eru gefin út á tamil í Madras. Tamilar geta auðvitað ekki farið fram á annað, en mál þeirra sé jafnrétthátt liindi, og vafalaust er aðstöðumunurinn til að öðlast völd og há embætti höf- uðástæðan fyrir andspyrnu þeirra, enda óttast þeir að þeirra landshluti verði þeim mun meira afskiptur sem hindi verður sterk- ara. í þessu sambandi er eitt at- liugandi. Foringi Congressflokks- ins og væntanlega næsti forsætis ráðherra Kama Raj, er tamili og naumast fær um að tala hindi, þótt hann sé sæmilega mælandi á ensku. Og hann er einmitt frá cinu af þorpunum í Madrasfylki, þar sem fólk skilur aðeins tamil. Mundi sá mikli hæfileikamaður liafa náð svo langt, ef hann hefði verið knúinn til að beita hindi en ekki ensku? 1 Skákkeppni stofnana \ liefst 17. febrúar í Lídó kl. 20. * * Fulltrúaíundur verður baldinn í Café Höll ( kl 14 sunnudaginn 7. febrúar. Þátttökutil- * \ kynningar þurfa að hafa borist fyrir 4. ■ J febrúar til >: 1 . ■ , " 'V Skáksambands íslands, Pósthólf 674. s ' f • %V : ■■ ' \ , 4 31. janúar 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ t l • ' ■ J-X' ** % i. Sigvaldi Hjálmarsson:

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.