Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 3
FYLGJENÐUR KlNA EKKITIL MOSKVU . Moskva, 26. febr. (ntb-rt). Æ greinilegra varff í Moskvu í dag, að Rúmenía og Kina hyggj- ast ekki taka þátt í alþjóðaráff- stefnu þeirri, er Rússar hafa boð- iff 25 kommúnistaflokkum til. — Var ráffstefna þessi upphaflega kölluð saman af Krústjov til und- jrbúnings annarri helmsráðstefnu, sem fulltrúar allra kommúnista- flokka hcimsins áttu aff koma til. >essi ráffstefna átti að vera í des- omber sl. en var þá frestaff þar til nú. Ber ráðstefnan nafnið „ráðstefna um kommúniska ein- ingu.” Ekki var þó unnt að fá það stað fest í Moskva í dag, að áðumefnd- £r flokkar tveir myndu hundsa ráðstefnuna, en bæði kínverskar, rúmenskar og vietnamiskar heim- ildir sögðu, að mjög ósennilegt væri, að kínversku og rúmensku flokkarnir myndu senda fulltrúa sína til ráðstefnunnar. Heimildir þessar sögðu einnig, að Kína og bandamenn þess í Asíu myndu sennilega ekki einu sinni senda áheyrnarfulltrúa. Opinberar sovézkar fréttastofur hafa ekki til þessa sagt neitt um það, hvaða sendinefndir það eru, sem komnar eru til ráðstefn- linnar. En samkvæmt því, er AFP fréttastofan segir, eru nú þegar 11 sendinefndir komnar til Mos- kva. Eru' þær frá Frakklandi, ít- alíu, Au-Þýzkalandi, V-Þýzkal., Mongólíu, Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi, Búlgaríu, Póllandi, Bandaríkjunum og Kúbu. Kúb- anska nefndin, sem kom á föstu- dag, ér undir forystu Raoul Cas- tro, en hann er bróðir forsætis- ráðherrans og einræðisherrans Fidel Castro. Eins og áður er sagt étríkin samtals 25 kommúnista- flokkum til ráðstefnunnar, sem eftirmenn Krústjovs frestuðu. Og nú, þegar hinar ýmsu sendi- nefndir eru að safnast saman í Moskva réðist aðalmálgagn kín- verskra kommúnista, Dagblað al- þýðunnar, harðlega á Krústjov og og ákærði jafnframt eftirmenn hans fyrir að halda áfram starfi hans og stefnu. Kemur þessi á- rás aðeins tveimur vikum eftir að Kosygin forsætisráðherra snéri úr hringferð sinni um Asíu. — í þessari ferð er talið, að Kosygin hafi gert sitt bezta til þess að reyna að fá kommúnistaleiðtog- Framhald á 13. síðu. Kosygin varar við fleiri árásum Moskva, (NTB-TASS). 26. feb. „Samtöl min við forystumenn Kínverja voru gagnleg og skýrffu möguleikana á að bæta samband- iff milli Sovétríkjanna og Kína,” sagði forsætisráðherra Sovétríkj- anna, Aleksei Kosygin í útvarps- og sjónvarpsræðu hér í kvöld. — „Vitaskuld verffur ekki þeim örð- ugleikum rutt úr vegi á einu eignabliki sem komi'ð hafa upp innan heimskommúnismans, en hin sósíalisku lönd standa saman gegn ógnunum heimsvaldasinna,” sagði hann. * Kosygin ávarpaði þegna sína í tilefni þess, að hann var nýkom- inn frá Peking og Hanoi. Hann kvað þýðingarmesta árangur ferð- ar sinnar vera þann vilja, er fram hefði komið hjá þjóðum Sovét- ríkjanna, Norður-Vietnams og Kína, til að styrkja og verja vin- áttuna og samheldnina milli for- ystumannanna í herbúðum kom- múnismans. „Árásanna á Norður-Vietnam verður að hefna,” hélt hann áfram. „Ef hinir bandarísku heimsvalda sipnar halda áfram árásum sínum mun deilan í þessum heimshluta óhjákvæmilega sprengja þann ramma, sem hún hefur hingað til haldið sig í til þessa,” sagði hann. Kosygin var alvarlegur á svip og virtist áhyggjufullur meðan á flutningi ræðunnar stóð. Hann las hana alla af blöðum og leit að- eins einu sinni upp og framan í áhorfendur. Nasser og Ulbricht FYRSTA samtal þeirra Nass- ers og Ulbrichts átti sér stað í gamalli höll Farúks ko»- ungs, og hér sitja kmnpánarn j ir meira aff segja í sófa, sem Farúk sjálfur átti. Þaff hefur veriff tekiff fram í blöðum erlendis, að Nasser hafi heils að Ulbricht meff handabandi, en ekki faðmlögum eins og hans hefur þó veriff von og vísa tU þessa. tWWVWWWWMMWWWt JAFNTEFLI Rottur læknaðar af krabba París, 26. febr. (ntb-afp). Rottur, sjúkar af krabba- meini, hafa verið' læknaffar al- gjörlega með rafsegulbylgjum í mjög leynilegum tilraunum í Frakhlandi, að því er frá var skýrt í París í dag. Hin merkilega lækning, sem er hin fyrsta sem neinu nemur f bar- áttunni við krabbamein, er ef til vill upphaf þess, að takizt aff vinna bug á skaðvaldi þessum, aff því er vísindamenn irnir telja. Hins vegar munu nokkrir mánuðir líða áffur en unnt verður að reyna aðferð þessa á mönnum, aff því að sagt er. Tilraunirnar hafa farið fram nú um eins árs skeið í mik- illi leynd við liinar vísinda- Iegu rannsóknarstofur í Floi- rac-Bordeaux í Suffurvestur- Frakklandi. í tilraununum voru rottur, sem sýktar höfðu ver- ið' af krabbameini, læknaðar fullkomlega á 25-37 döguni. Meffan á Iækningunni stóð var rafsegulgeislum beint aff þeim 20-40 mínútur á dag. Krabba- meinssýktar rottur, er ekki fengu þessa meðferð, dóu hins vegar eftir 22-30 daga. Rottur, er höfðu veriff sýkt- ar rækilega meff blóðkrabba- meini, læknuðust algjörlega eftir einn mánuð. Rafsegul- geislum var beint að' þeim í 80 minútur á dag. Uppgötvun þessa gerði óþekktur raf- magnsverkfræðingur í Borde- aux, Antonio Priore að nafni, fyrir ári síffan. Hafa læknis- fræðilegir vísindamenn síð'an rannsakað aðferð þessa náið f mörg liundruff tilraunum. Hafa þær aff nokkru leyti fariff fram í Krabbameinsstofnuninni f Villenuif í nágrenni Párísar. Samt sem áð'ur hefur engum enn tekizt aff komast að sam- bandinu milli geislunarinnar og krabbameinsins. Benda vís- indamennlrnir m. a. á, að f Bandaríkjunum séu 14 lífseg- ul-rannsóknarstofnanir og þar fari m.a. fram krabbameins- rannsóknir. Hvers vegna hef- ur þetta ekki fundizt fyrr? Veltu frönsku vísindamennirn ir því fyrir sér, hvort veriff gæti, aff Priore hafi af tilvilj- un notaff nákvæmlega rétta raf segulstvrkleikann og hina ná- kvæmlega réttú bylgjulengd. WMMMMWWMMMMMMMMMM*M%MMMVWMMMMMMM»MMMMMMMtMMMMMMtW Reykjavík, 26. febr. — EG. PILTUR á skellinöðru varð fyrir bifreið á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar skömmu fyr ir klukkan níu í kvöld. Pilturinn, Davíð . Sigurðsson, var fluttur á Slysavarðstofuna, en ekki var talið' að meiðsli hans væru alvarleg. Tavastehus, 26. febrúar. (NTB-FNB). í DAG fór fram landsleikur í ís- hockey milii Bandaríkjanna og Finnlands. Leiknum lauk með jafn tefli, 2:2: Harriman ræðir varnir Tel Aviv, 26. febr. (ntb-rt). ! Varnarmál ísraels voru í dag rædd á fundi þeirra Averell Harriman, sérstaks sendifulltrúa Johnsons forseta, og forystu- manna Ísraelsríkja. Fundurinn fór fram í ísraelska varnarmála- ráðuneytinu. Af hálfu ísraels tóku þau Levi Eskhol forsætis- og varn- armálaráðherra, Shimon Per- es varavarnarmálaráðherra og Babbin yfirherforingi, þátt í fundinum. Samtöl þeirra ráða- mannanna stóðu í meir en tvær ísraels klukkustundir. Fyrr í dag hafðl Harriman átt fund með' nokkrum starfsmönnum bandaríska sendi- ráffsins. Ekki hefur neitt verið tilkynnt um samtölin en sagt er, að annar og þýðingarmeiri fundur muni verða haldinn á morgun, laugar- dag. Mun Harriman síðan senni- lega fara frá ísrael á laugardags kvöld. í Washington hefur verið tilkynnt, að Harriman muni einn- ig heimsækja Afghanistan og Indland. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. febrúar 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.