Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 8
 .2 i H I 3 3 3 ”*U í BERNSKU íslenzkra fræða munu þeir fræðimennirnir Ole Worm og Arngrímur Jónsson iærði sjaldan hafa brugðið út af venju sinni að skrifast á ein- göngu um fræðileg efni; í bréf- um þeirra rúmuðust aöeins vísindalegar staðreyndir um rún- ir og annað efni, sem Ole Worm hafði hvað mestan áhuga á. Þó munu þessir mætu menn hafa brugðið út af venjunni og Arn- grímur skrifar Ole Worm á þessa leið: „Mig fýsir að fræðast fyrst um hver áhrif tóbakið hefur, þegar menn draga það að sér gegnum pípu, svo reykurinn kemur út um munn og nef, hve skammtur- inn á að vera mikill og hve oft á að taka; hvort menn eigi að neyta þess á fastandi maga, eins og sjómenn hafa sagt mér eða á annan hátt- Sumir segja, að þeg ar menn draga að sér reykinn á þennan hátt, þá sé það hollt fyr- ir höfuð og brjóst. Sumir segja líka, að ef menn tyggja það vel, svo það leysist upp, þá leysi það slím úr maganum og hreinsi hann með því móti að menn selji upp. Sjómenn tíðka þessa lækningu. Þeir hafa með sér strengi, sem búnir eru til úr þessari jurt. mylji þá svo að þeir geti komizt í pípuna og þurrka þá loksins svo kviknað geti í þeim .... ” Svo mörg voru þau orð; tóbak- ið er talið hollt fyrir höfuð og brjóst. Sjálfsagt er því einnig þannig varið. En Ole Worm ritar aftur Arngrími og tjáir honum að jurtin sé kaldrar náttúru og sé einkum hoil fyrir þá, sem seu vots eðlis, ef þeir neyti hennar í hófi eins og annarra lyfja. En allur er varinn góður. í lok máls síns bætur Ole Worm við: „Ann- ars veit ég ekki ^hvort óhætt er að taka jurt þessa inn”. Þessar klausur fræðimannanna eru meðal þess fyrsta ,sem menn vita um tóbaksnotkun á íslandi, að sögn Ólafs Davíðssonar, sem ritaði grein um notkunina hér á landi í Eimreiðina. Að vísu mun Jón Indíafari hafa kannazt við tóbak; hann færði nautnina af einum skipverja á ensku skipi. En aftur á móti er óhætt að full- yrða, að tóbaksnautn hafi qkki orðið algeng hér á landi fyrr en um miðja 17. öld. Þumlungu^ tóbaks er þá orðinn mikil vinar- gjöf líkt og konfektkassi er nú á dögum og í ljóðabréfi til séra Eiríks Ólafssonar í Kirkjubæ yrkir séra Bjarni Gissurarson í Þingmúla: Bróðir, nefi mínu minn miskunn veittu nokkra, láttu’ í bréfi liggja þinn að Iétta kvefi þumlunginn. En hversu gömul er notkun tóbaksíns? í annarri ferð Kól- umbusar tóku menn eftir því að hinir innfæddu sáldruðu *ein- hverjum brúnleitum komum upp í nefið. Og þessir menntuðu Spánverjar voru ekki lengi að komast á bragðið; neftóbaks- notkunin var fyrr en varði orðin jafn tíð um Evrópu og fransós- inn, sem einnig kom frá Ame- ríku. Neftóbakið var skyndilega tízkuvara; Karli níunda syni Katrínar af Medici var ráðlagt að taka í nefið, drekka tóbak, eins og það hét á þeirra tíma sproki, til þess að lækriá höfuð- verk. Og það var ekki að sökum að spyrja; hofmenn sem skutila- sveinar fóru að taka í nefið svo að um munaði. Neftóbakið var líka talið svo heilsustyrkjandi, að læknar fengu sér ríflega í nefið áður en þeir heimsóttu sjúklinga sína. En hér á landi var 17. öld siðavönd og Brynjólfur biskup Sveinsson vandar um -við presta i Vestfirðingafjórðungi: Prestar séu hófsamir, sjái við ofdrykkju brennivíns og tóbaks, hvar af mörgum hefur því mið- ur hneykslan orðið í þessu landi“. Ef til vill hefur það hneykslað biskupinn, að pontan stytti mönn um stundir undir predikun, enda segir Stefán Ólafsson í Vallanesi svo í kvæði sínu um vinriumenn: Enn skal hinu fjórða auka óð að gamni sér um bifsaða tóbaksbauka sem brúkast taka hér. Um predikun oft þeir eru teknir á loft, þegar gera á blíða bæn þeir belgja við sinn hvoft svo um máltíð miðja magnast þessi iðja. Skammt var úr stól að mat- borði hjá síra Stefáni, en ekki voru allir klerkar á einu máli um tóbakið. Síra Hallgrímur Pét- ursson kveður: Tóbakið hreint fæ gjörla ég greint, gerir höfðinu létta skerpir vel sýn, svefnbót er fín """.....................■■■■.....••■■.................„„„„„...„„„.„................................. . .......................................................................„Mlllllllll IIMIIIMIII1IIIIMIIIIIIMIIIIMIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIMIMIIIII1IIIII 8 27. febrúar 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.