Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 9
....................................................................................................................Íuimimiiiiiimmmimimiiiiii^ sorg hugarins dvín. i Sannprófað hef ég þetta. En kennimaðurinn kemur fljótlega upp í síra Hallgrím; honum þykir almúginn lítt kunna að höndla þessa ágætis- vöru: Formerkist, að tóbaks-tetur tíðkast nu um Akranes. Húskinn hver sem hokrað getur hrækti spýtti og reyknum blés. En það er lukka ef þorri í vetur þeim ei annan texta les. Og vel sé þeim sem veitti mér. Síra Hallgrímur yrkir enn og er ómyrkur í máli: en sú jurt, sem eykur nefinu farða, illskudaun og skófartetrið harða ætti að berast undir tóftargarða, þv£ öllu betri er mylsnan sauðasparða. Sjálfsagt hefur tóbak prests- ins verið eltthvað drýgt; sjálf- sagt liefur verið liðið langt fram á vor og ekkert skip enn komið á Reyðarfjörð eða Djúpavog og prófasturinn kveðið þetta í bræði sinni, því að hann kveður glaðhlakkalega síðar: Presta tóbak prísa eg rétt, páfinn hefur það svo til sett, að skyldi þessi skarpa rót skilning gefa og heilsubót. Til er urmull tóbaksvísna og stafar það kannski eingöngu af því, að y-rkisefni skálda og hag- yrðinga hér á landi voru næsta fá; jafnvel ilátin, baukar og pontur urðu mönnum yrkisefni: M(argir bauka brúka í báðar nasir slúka hnerralaunin lúka og lendabylgjur fjúka inn við öskufúka aðrir löngum húka, kol af kömpum strjúka og káma nasadúka. En þegar leið á vetur var oft dýrt að taka í nefið; okrarar, sem uppi voru hér fyrr á öldum okr- uðu óspart á vörunni; Jón skerí- nef iiefur alltaf verið uppi með þjóðimii. Á 17. öld var ein alin af rullu og skrúftóbaki seld á 6, 8, 10 16, og jafnvel 20 fiska. Og pundið af stöktóbaki, sem haft var í nef og í pípu, kostaði 12 fiska, ef greitt var í fiski eða lýsi, en annars 13 fiska gildi, ef greitt var í öðrum varningi. Á þessum tíma segir Ólafur Davíðs- son, að veturgamall sauður hafi kostað 20 fiska. Á því geta merni séð, að tóbakið var ekki gefið í þann tíð á íslandi. Menn hafa aldrei verið á einu máli um gæði tóbaksins. Sumir hafa lastað og sagt það vera mat djöfulsins. En ekki er Moli- ére á sama máli. Hann segir ein- hvers staðar: „Engu er tóbakið líkt; tóbaksnautn er allra góðra manna; sá, sem neytir þess ekki, á ekki skilið að lifa.” Þessi um- mæli minna dálítið á það, sem Luther kvað forðum: Sá, sem aldrei elskar vín, \ 1 óð né fagran svanna, 1 verður alla ævi sín \ andstyggð góðra manna. i Og Charles Lamb segir: „Þín jj vegna, kæra tóbak, mundi ég 1 gefa upp andann.” | Að drekka tóbak er enn tíðkað f á íslandi, en í stað stöktóbaks- i ins fá menn nú tóbakið skorið I og heyrt hef ég neftóbaksmenn I kvarta undan þvl, að oft sé I tóbakið orðið þurrt hér í búð- i unum og sé nánast óbrúkandi. § Og síðan krabbameins hræðslan i greip um sig meðal reyktóbaks- | manna hafa margir þeirra farið = að dæmi Odds sterka af Skagan- i um og tekið stórmannlega í nef- 1 ið. Og þykir hér sæma, að hafa I eftir vísu unga stúdentsins: Hlt er að varast örlög stríð | ekki er farið kvefið. i Þótt á mig stari fljóðin fríð, ég fæ mér bara í nefið. i Og svo skulum við vona, að 1 menn haldi áfram að nugga sinn | tóbakspung fram í andlátið. 5 IIUMMIMMIMIIIMIM.MMIMM.MMMMMMM.MMMMMIMMMMIMMI.IMIIMIM.....................................................llll>C Tóbak nef neyðir náttúru eyðir upp augun breiðir, út hrákann leiðir, minnisafl meiðir, máttleysi gréiðir og yfirlit eyðir. Þótt prestarnir áminntu al- múgann um að fara sparlega með tóbak, virðast þeir hafa blótað það á laun. Síra Stefán Ólafsson kveður: I matinn GLÆNÝ ÝSA, KINNAR, GELLUR, IIROGN OG LIFUR, REYKTUR FISKUR. ★ Ennfremur hakkaður fiskur í bollurnar á mánudag. Fiskhöllin. SKEMMTUN Geðverndarfélags íslands til kynningar og stuðnings geðverndarmál- um á íslandi er í Austurbæjarbíói á morgun, sunnudag, kl. 14,30. Kynriir: Pétur Pétursson. ÁVARP: Kristinn Björnsson, sálfr. LJÓÐ: Halldóra B. Björnsson. PÍANÓ: Rögnvaldur Sigurjónsson. FIÐLA: Björn Ölafsson. Undirleikur: Árni Kristjánsson. SÖNGUR: Svála Nielsen, Kristinn Hallsson, Guðmundur Guðjónsson. Undirleikur: Skúli Halldórsson. UPPLESTUR: Herdís Þorvaldsdóttir, ljóð eft- ir Þorstein Valdimarsson. NÝR GAMANÞÁTTUR: Jón Gunnlaugsson. BALLET: Aðalheiður Nanna Ólafsdóttir, Hlíf Svavarsdóttir, Jytte Moestrup, Margrét Brandsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir. Undirleikur: Atli Heimir Sveinsson. — Stjórnandi: Þórhildur Þorleifsdóttir. Sala aðgöngumiða (verð kr. 100,00) er í Austurbæjarbíói, Bókabúð KRON og Bókabúð ísafoldar. Njótið góðrar skemmtunar um leið og þér styrkið gott málefm. Útborgun bota almannatrygginganna í Gullbringu- og SCjósarsýslu Utborgun bóta almannatrygginganna í Gulibringu- og Kjósarsýslu fer fram sem hér segir: í Kjalarneshreppi mánudaginn 5. marz kl. 2—4. í Mosfellshreppi þriðjudaginn 2. marz kl. 2—5. í Seltjarnarneshreppi miðvikudaginn 3. marz kl. 1—5. í Grindavíkurhreppi föstudaginn 5. marz kl. 10—12. í Njarðvíkurhreppi föstudaginn 5. marz kl. 2—5. í Gerðahreppi föstudaginn 5. marz kl. 2—4. í Miðneshreppi mánudaginn 8. marz kl. 2i—4. Á öðrum stöðum fara greiðslur fram eins og venjulega. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Áskriftarsími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14900 • ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. febrúar 1965 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.