Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 13
Starfsfræðsludagur er á sunnudaginn Reykjavík, 23. febr. ÓTJ. Starfsfræðsludagur sjávarút- vegsins verður haldinn í Sjó- mannaskólanum í Reykjavík nk. sunnudag. Mjög hefur verið vand- að til hans að öllu leyti, og er það Óiafur Gunnarsson sálfræð- ingur, sem borið hefur hitann og þungann af undirbúningnum. MikiII fjöldi leiðbeinenda mun svara fyrirspurnum um þau at- riði sem áhuga vekja, og þau eru Námskeið • fyrir leiðsögumenn Reykjavík, 26. febr. — ÓTJ. Námskeið fyrir leiðsögumenn hefst á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins, Iiinn fyrsta marz næstk. I»að er ætlað fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna ferðamönn- um landið, og fara með þeim í sýningarferðir. Mikil aðsókn hefur verið að þessum námskeiðum, og hafa þar ekki alltaf verið menn sem lang- ar til að-gerast leiðsögumenn, — heldur hafa þeir verið að ná sér í þann margvíslega fróðleik, sem þar er að fá. Og það er vel vandað til kennslunnar, sem sést bezt a£ því að í hópi kennara eru menn eins og Finnur Guð- mundsson, Sigurður Þórarinsson, Kristján Eldjárn, Eyþór Einarsson og fleiri. Innritun á námskeiðin fer fram í skrifstofu félagsins. ekki svo fá. Þar verða fulltrúar skipstjóra, stýrimanna, loftskeyta manna, vélstjóra, háseta, fram- reiðslumanna, kafara, matsveina, bryta, skipasmiða o.fl. í einni stofunni vérða sýnd siglingatæki, allt frá áttavita til ratsjár og sjálf stýringar. í annarri verður fræðslu sýning fiskideildar, mn haf og fiskirannsóknir, og í hinni þriðju fræðslusýning Landhelgisgæzl- unnar. Þetta er aðeins örlítið brot af því sem sýnt verður og kynnt á sunnudag milli 2-5, og er fyrst ög fremst óskað eftir að nemend- ur unglinga og framhaldsskóla heimsæki Sjómanuaskólann. Þar geta þeir fengið allar nánari upp lýsingar um hvað er á boðstólum. Á bryggjunni hittum við Guð bjöm Þorsteinsson, sem tekur við bátnum í vor. Hann kom með honum heim frá Noregi og kvað ferðina hafa gengið að óskum, og þeir félagar fengið blíðuveður. Guðbjörn er einn af mörgum aflaklóm, sem nú sitja á skólabekk til að öðlast rétt- indi til að stjórna hinum nýju, stóru fiskiskipum, sem verið hafa að bætast í flotann undan farna mánuði. Guðbjörn sagð- ist í alla staði vera hinn ánægð asti með skipið og kvaðst hlakka til að taka við því í vor. fisk og grænmeti, i staðinn fyrir herta feiti eða smjörlíki, en við herðinguna breytist feitin úr ó- mettaðri í mettaða. En meðan rök- in gegn mjólk og smjöri eru ekki veigameiri en orðið er, tel ég hik laust óhætt að mæla með óbreytt- ri neyzlu þessara þjóðlegu og á- gætu fæðutegunda. Fylgjendur... Framhald af 3. síðu ana i Kína, Norður-Vietnam og Norður-Kóreu til þess að koma til ráðstefnunnar en 1 dag sýnist ósennjlegt að þeir muni koma. Og ekki aðeins mun fulltrúa frá flokkunum í þessum þremur lönd um vanta heldur einnig fulltrúa frá kommúnistaflokkuHum í Jap an, Indónesíu og Albaníu. AÐVÖRUN Framhald'af 4. síðu hana eðlilegri, svipaða þeirri, er var í fyrra. Þess vegna er nauð- synlegt að gera pólitískar ráðstaf- anir, ef menn vilja að fjárlögin séu með eðlilegum hætti og halla laus. Sú takmörkun, sem nauð- synleg verður, sést í Ijósi þess árangurs, sem verður af kaup- og kjarasamningum. Mikil launa- hækkun mun krefjast sterkari mótleiks, segir í skýrslunni, til að halda aftur af eftirspurninni. VENEZUELA « Framhald af síðu 16. enga afstöðu til lánaumsóknar við komandi lands, heldur skýrir stjórn Alþjóðabankans frá niður- stöðum rannsóknarinnar, sem síð- an tekur nánari ákvarðanir. Venezuela hefur nokkra sérstöðu meðal Suður-Ameríkuríkja vegna þess mikla magns, sem þar er unn ið af olíu og járni. Stjórnarvöld landsins reyna að nota þau auðæfi, sem þarna skapast, á sem skyn- samlegastan hátt. Fyrir nokkrum árum var steypt af stóli einræðis- herra, og er nú verið að gera erfið- ar tilraunir til að leysa efnahags- vandamál landsins á lýðræðislegan hátt. Jónas var starfsmaður Alþjóða- bankans í sjö ár og hefur áður tekið að sér formennsku slíkra nefnda sem þessarar. Á þeim tíma, er hann var starfsmaður bankans, ferðaðist hann til margra landa í Mið- og Suður-Ameríku til að kynn ast efnahagsmálum þeirra. M. a. dvaldi hann eitt ár í Mexikó og annað í Honduras. Jevtusjenko Framhald af 4. síðu verða matur á borði þínu.” Forstöðumaðurinn vaknar í svitakófi og gefur skipun um að minnka möskvana enn meira. - „Flýtið ykkur, rithöfundar og blaðamenn, útrýmið for- stöðumanninum við Pechorka, útrýmið morðingjunum við horka”, • lýkur Jevtusjenko kvæðinu. Hvernig útleggst þetta? Er þetta meinlaus saga um fisk- veiðar? Er þetta táknrænt kvæði? Eða er þetta dæmlsaga með pólitískum grunntóni. — Þessar spurningar leggja þeir fyrir sig í Moskva í dag, en enginn er viss um svarið, en í sama hefti Novy Mir er leiðari um menningarlegt umburðar- lyndi, heiðarlega túlkun lista- manna og frelsi þeirra til tján- ingar. urinn hafi verið útkljáður að þvi markaregni loknu. SLaðan í hléi var 15:5. Síðari hálfleikur einkenndist af áhugaleysi beggja liða, en oft var aðdáunarvert að sjá uppbyggingu markanna hjá Fram og leikni línu mannanna, Sigurðar og Tómasar. Grip þeirra og auga fyrir veik- leika í vörn andstæðinganna er frábært. Einnig eru sendingar sam herja þeirra inn á línu oft góðar. Víkingur lék enn án Þórarins Ólafssonar og Helga Guðmunds- sonar, sem meiddust fyrr í vetur. Án þeirra er liðið eins og væng- brotinn fugl. — Dómari var Val- ur Benediktsson og dæmdi vel. JddF /M', S*Ck£2, Si ha x 55 i SMUBSTðBIB Sœfúni 4 - Sími 16-2-27 «*■ smnrSnr fljótt oc rA Herþotur Farmhald af síðu 1- raska, tilkynnti, að árekstur- inn hefði átt sér stað um það bil 400 km. fyrir sunn- an Nýfundnaland kl. 13,40 að íslenzkum tíma. Var urn að ræða sprengjuþotu af gerðinni B-47, er var á leið- inni heim frá Spáni og átti hún að bæta á sig ben- zini úr benzínþotu af gerð- inni KC-35. Þoturnar áttu að hittast um það bil 1210 km. frá strönd Mainefylkis í Bandarikjunum. Tilkynn- ingin um áreksturinn kom frá annarri B-47 sprengju- þotu, er varð vitni að at- burðinum. Skip og flugvélar Ieita nú að þeirn, er kynnu að hafa komizt lífs af úr þotuslysi þessu. Mjólk Nýr bátur Framhald. af 16. sfðu. eitt ár síðan smíði hans hófst, Hann er með 660 hestafla Lister vél og Lion skiptiskrúfubúnaði. Fisksjár eru tvær af Simrad gerð. í reynsluferð gekk Þor- steinn 10,4 sjómílur. Eigandi bátsins er hiutafélagið Leifur í Reykjavík. Fyrsti vélstjóri á bátnum er Guðjón Þorleifsson. Framh. af bls. 1. orsök æðabreytinganna. Þetta hvort tveggja getur verið afleið- ing af einhverri sameiginlegri or- sök, en ófundinni. Og mér er ekki kunnugt um, að neinar samanburð- arathuganir eða tilraunir hafi leitt i ljós, að þjóðum eða hópum manna, sem neyta mikillar mjólk- ur, sé öðrum fremur hætt við æðakölkun. íslendingar hafa frá fyrstu tíð verið miklar mjólkur og smjörætur, og neyzla feitmetis úr dýraríkinu — tólg, feitt kjöt o. fl. — hefur jafnan verið mikil. En mér er ekki kunnugt um neitt, sem bendir til þess, að brögð hafi verið að æðakölkun, blóðtappa, kransæðastíflu eða kransæðasjúk- dómum.hér á landi fyrr á öldum. Og margir halda því fram, að þessir sjúkdómar hafi aukizt nú síðustu áratugina, þrátt fyrir það, að nú vill fólk helzt ekki sjá fitu í kjöti, og mör eða tólg mun sjaldan á matborðum almennings. Mjólkurmatur er svo þýðingar- mikill þáttur í viðurværi okkar íslendinga, að það væri óviturlegt að vekja hjá fólki ótta, sem ef til^vill reynist ástæðulaus, við þessa fæðutegund, er fram að þessu hefur verið talin bezta heilsulind okkar. Það er réttmætt að mæla með hinum ómettuðu jurtaolíum til matar, t. d. út ÍÞRÓTTIR Framhald af 11. síðu. svo hefði getað farið í fyrrakvöld. KR-liðið er jafnt, en marksælast- ur í liðinu nú, er Gísli Blöndal, hann skoraði 8 af mörkum KR. — Sigurður Óskarsson og Heinz Steinmann voru FH vörninni erf- iðir. Sveinn kom í markið í stað Sigurðar Johnny snemma í leikn- um og hann stóð sig með ágæt- um og fékk oft dynjandi lófa- klapp. Magnús Pétursson dæmdi leik- inn. Hann stóð sig vel í fyrri hálf leik, en sumir dómar hans í síðari hálfleik orkuðu tvímælis. Magnús dæmir mjög strangt á skrefin og margir dómarar okkar mættu taka hann til fyrirmyndar í þeim efn- um. ★ Fram - Víkingur 31:20 (15:5). Yfirburðir íslandsmeistaranna voru mjög miklir í leik þessum, 12 sinnum hafnaði boltinn í marki Víkings, án þess að þeir svöruðu fyrir sig og því má segja, að leik- Einangrunargíer Framleitt einungis úr .úrvalsgleri. - 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57 — Súnl 23200. Píanóstillingar og viðgerðir GUÐMUNDUR STEFÁNSSON hljóðfæraverkstæffi. Langholtsvegl 51. Sími 3 60 81 milli U. 10 og 12. ,HELGRS0N/_ _ . . iOOflRVQC 20 /«./ GRAiSIT ieqstemap oq ° plÖtUK a l Þökkum inniiega auðsýndan vinarhug og samúð við andlát og jarðarför föður okkar Ebenesers Þorlákssonar frá Rúfeyjum. Börn hins látna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. febrúar 1965 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.