Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 2
■ltíljörar: Gylfl Gröndal fáb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjómarfull- «rul : Kiður Guönason. — slmar: 1491)0-14903 — Auglýsingasimi: 14998. UtKetandi: AlþýBuflokkurinn ABsetur: AiþýöuhúsiS við Hverfisgöiu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaösms. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakiö. íslenzkur iðnaður ÍSLENDINGUM hefur lengi verið ljóst, að hér yrði að koma upp fjölbreyttari atvinnuvegum en verið hafa í þúsund ár. Vissulega er mikið ógert á sviði fiskveiða, fiskiðnaðar og landbúnaðar, en það dugir varla til. Sérstaklega verður að veita þeirri staðreynd athygli, hve ört þjóðinni fjölgar. Nýrra atvinnugreina er þörf til að veita tugum þúsunda nýrra íslendinga atvinnu og örugga af komu á næstu áratugum. Þetta hlutskifti fellur í skaut tveggja aðila: iðnaðar og ýmissa þjónustu- greina. íslenzkur iðnaður hefur vaxið hröðum skref- um undanfama áratugi og veitir nú fleira fólki atvinnu en nokkur önnur starfsgrein. Hefur hvers konar framleiðslu farið ört fram og ný tækni gert iðnaðarvörur betri en áður. I , A:ð vísu hafa margar iðngreinar vaxið upp í skjóli tollvemdar, þar sem þær búa ,við verri að- stæður en erlend stórfyrirtæki — í fyrstu að minnsta kosti. Nú er komin öld hinna miklu tolla- bandalaga og þjóðirnar umkringja sjálfar sig ekki lengur tollmúrum eins og áður. í samræmi við þetta hefur verið losað um innflutning og hleypt inn í landið allmiklu af iðnaðarvörum, sem keppt hafa við íslenzkan iðnað. í þessu sambandi verður að gæta mestu varúð- ar. Iðnaðarvörur frá kommúnistalöndum, þar sem reikningar fyrirtækja eru gerðir upp á allt annan hátt en hér, eru í rauninni oft framleiddar með ríkisstyrk. Ekki er réttlátt að ota slíkri samkeppnis- vöm að íslenzkum iðnaði. Einnig má ekki leyfa verzluninni að hagnýta sér aðstöðu til erlendra lána eða tækifærisverzlun án nýs kostnaðar fyrir heildsölufvrirtæki til þess að skapa innlendum iðn aði óeðlilega samkeppni. Þá er rétt að minna á, að enn hefur ekki reynzt unnt að veita iðnaði sams konar fyrirgreiðslu á lána markaði og hinar eldri atvinnnugreinar njóta. Þetta þyrfti að bæta og síðan að gefa íslenzkum iðn aði tóm til að laga sig eftir nýrri samkeppni, sem kann að skapast með auknum innflutningi. Án vaxandi iðnaðar geta Íslendingar ekki lif- að í næstu framtíð, ef landsfólkið á allt að hafa sómasamlega atvinnu. Stóriðja breytir litlu um það atriði, nema í óbeinum áhrifum á efnahagskerfið. Þess vegna verður að gera meira átak en áður til að efla iðnaðinn, ekki með því að veita honum sér- sréttindi eða óeðlilega tollvernd, heldur með því 'að skapa honum sömu aðstöðu og aðrar atvinnu- greinar hafa. Þá má þjóðin treysta því, að iðnaður inn mun gegna því framtíðarhlutverki, sem hann þarf að leysa af hendi í landinu. HARRIS TWEED JAKKINN KOMINN AFTUR í FALLEG- UM LITUM HEIMSFRÆGT MERKI SEM ALLIR GETA TREYST TERYLENEBUXUR í ÚRVALI AÐEINS ÚRVALS EFNI ANDERSEN & LAUTH h.f. m Ránveiði á tiskimiðum. Á að eyðileggja miðin? ir Sjómaður tekur til máls. + „Hjalið um fiskvernd er grín!“ Á að leyfa togurum að fara inn fyrir? . (••iiimiiiiiiimniiii mi«» iii iiiiiiiiiiiii*iiiii ii iiiiii.imiiii iiiniwiiiii iiiiimii .iiii iiimiiiii.i jiiiiiiii iiii iiiiiiiiiiii iiiiiiiiii® SJÓMAÐUR SKRIFAR: „Éff sé aS í blöðunum var fyrir nokkru sagt frá því að Keflvíkingar hefðu. veitt 400 — 500 tonn af smá- ufsaseiðum við bryggjurnar Þar, og auðvitað allt í bræðslu. í kjöl- far þeirrar fregnar var sagt frá því að bátar hefðu veitt mörg hundruð tunnur af síldarseiðum út af mynni Hafnarfjarðar. Þessu fylgdu svo tilheyrandi myndir, — en ekki ©itt orð um fiskvemd. ÉG HEF VERH) að bíða eftir að fiskifræðingar okkar létu til sín heyra gagnvaxt þessari stór- virku og augljósu rányrkju. En ekkert slíkt hefur skeð, og því sendi ég þér þessar línur- Ég var nú ,svo fáfróður, að ég hélt að fyr ir nokkru væri búið að banna með lögum slíka rányrkju og mér komu í hug orð fransks lieimspek ings, gem sagði einhvers staðar, að heimsku manna væri engin tak- mörk sett. Það virðist sem sé sýna sig áþreifanlega á stundum. Á UNDANFÖRNUM ÁRUM hefir mikið verið rætt og ritað um vernd fiskistofna, og aðal- grundvöllur fyrir útfærslu Ind- heHginnar var auðvitað verndun nytjafiska. En hvað höfum við gert til frekari verndunar þessara nytjafiska okkar? Hafi þessi upp vaxandi fiskaeyði, sem hlýða köll un sinni og koma oft í stórum torfum inn á firði og flóa (smbr. síldveiðina á Akureyrarpolli, og smáufsaveiðin hvar sem til næst), þá er rokið upp til handa og fóta og allt drepið sem til næst. Og með því hafa örfá skip á mjög stuttum tíma getað drepið það mikið magn af þessum uppvax- andi fiskeyðum, að það myndi jafnvel svara til ársveiði fyrir allan flotann, af fullvöxtnum fiski. T- d. hefðu þessi 400 — 500 tonn, sem veiddust við bryggjuna í Keflavík fengið að vaxa og ná fullum þroska, svaraði það að líkindum til 20 — 25 000 tonnum. ÞÁ ER ÞAÐ DRAGNÓTIN, sem illu heilli vár gefin laus með öllu fyrir 3—4 árum og nú má víð- ast toga með henni upp á grynnstu mið. Við sjómenn, sem þekkjum þetta veiðarfæri fyrr og síðar, vitum mætavel hve mikill skað- valdur það er gagnvart hinum upp vaxandi fiskstofni. Þeirri skoðun getur enginn fiskifræðingur breytt, því reynslan er náminu ríkari. Þessir fiskifræðingar, sem með ágizkunum og útreikningum mæla með þessu veiðarfæri, ættu að stunda þessar veiðar eina ver- tíð, og þeir mundu varla komast hjá að sjá öll þau dauðu fiskeyði- og aðrar lífverur sem fleygja verð ur fyrir borð að loknum hverjum drætti oft meira magn en það sem hirðandi er. Enda sýnir það sig alltaf, að þar sem dragnót er not uð, verður ekki vart við fisk 1 annað véiðarfæri eftir skamman tíma- OG ÞVÍ ER VERIÐ AÐ BANNA togurúnum að veiða á þessum grunnmiðum. Þeir drepa þó mikl um mun minna af þessum smáseyð um en dragnótin, og ef það yrði gert er þetta allt orðið eins og áður var, og við getum hætt að Framhald á 13. síðu. 2 3. marz 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.