Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 6
 AFSKAPLEGA irikil dauBaþögn og kjrrrð hefur ríkt um Barry Goldwater síðan hann tapaði kosningunum á s.l. hausti — og það svo, að Bob Hope sagði fyrir skemmstu, utan dagskrár, í skálar- ræðu: / ■— Annars hef ég heyrt dálítið ægilegt. — Barry Goldwater er enn á lífi -—■ og er í felum einhvers staðar í Suður-Ameríku. BERNHARD prins, eiginmaður Júlíönu Hol- landsdrottningar, er sem kunnugt er ekki bundinn eins í báða skó og margir aðrir af kóngaslekti. T. d. getur hann farið burtu úr Hollandi og komvð heim aftur án nokk- urra formsatriða, en það hefur þó valdið ríkisstjóminni slikum áhyggjum, að hún hefur spurt prinsinn, hyort hann gæti ekki hugsað sér að láta menn yfirleitt vita af því hvar hann sé niðurkominn hverju sinni. I>að er nefnilega svo, að hann ferðast ekki aðeins óhemjumikið — 150 daga á árinu 1964 — heldur fer hann yfirleitt allar sinna ferða í sinni eigin flugvél (Fokker Friendship), sem hann stjórnar sjálfur og oft hafa menn ekkert vitað um hann dögum saman. Bemhard fékk þessi tilmæli fyrir nokkrum dögum, skömmu áður en hann flaug af stað til eyjarinnar Spetsopoula í Eyjahafinu, þar sero honum hafði ver.ð boðið að vera gestur hins forríka Stavros Niarc- hos á fasanaveiðum — og auðvitað var hann svo elskuiegur að þiggja hoðið. — ★ — CHRISTIAN PINEAU, fyrrverandi utanrík- isráðherra í Frakklandi, er einnig vinsæll barnabókahöfundur. Og nú hafa örlögin hagað því svo til, að sögur hans hafa öðlazt miklar vinsældir í Rússlandi. Hann er því á eilífum ferðalögum til Moskvu. Svo sem kunnugt er, geta erlendir höfundar ekki fengið höfundarlaun sín út úr Rússlandi, en verðá að nota þau á staðnum. Okkur skilst, að það sé Pineau ekkert mjög um geö, því að hann hafi geysi gamam bæði af kaviar og vodka, og geti því stundað þá ánægju af áhuga á ferðum sínum. .— Og, bætir hann við brosandi, hinar mörgu ferðir mínar til Moskva hafa gef.ð mér hugmynd að nýrri bók, sem ég vænti mik- ils af. Ég hef hugsað mér að kalla hana „Rússneskt bókhald.“ > — ★ — HIN frægasta af öllum huladansmeyjum á Hawaii, Blossom Pawa, neitar eftirleiðis að dansa, ef Amerikumenn með vindla eru meðal áhorfenda. í>að hefur nefnilcga gerzt fjórum sinnum, að vindlarnir hafa kveikt í strápiisinu hennar. SACHA DISTEL, sem eitt sinn var undir verndarvæng Juliette Greco, ástmögur Jeanne Moreau, trúlofaður Brigitte Bardot og aðdáandi Annette Ströybergs, hefur nú dregið sig í hlé og setzt að í borgaralegum yndisleik úti jið Bois de Baulogne í París. Þar býr þessi fyrrverandi „playboy" nú í villu með konu sinni, Francine Breaud, fyrr verandi skíðameistara, og þriggja mánaðar bami þeirra, Sacha, sem B.B. uppgötvaði sem gítarleikara og hefur líka slegið í gegn sem dægurlagasöngvari, semur sjálfur flest þau lög, sem hann syngur. — Nú hef ég loksins fundið þann frið og þá hamlngju, sem nauð- synleg eru til að framkvæmda eitthvað almennilegt, segir hann. ‘ ~ ★ - TVEIR franskir fiækingar eða „clochards" sátu vlð Signubakka og létu hugann reika. — Heyrðu, sagð: annar, hvað mundir þú gera, ef þú værir milljón- et-í? — Sjá um, að seitar yrðu sessur á alla opinbera bekki. 6 3. marz 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Geraldine Chaplin og Omar Shariff í hlutverkum Sjivagós og konu hans. Kvikmyndin Dr. Sjivago í fullum gangi á Spáni FYRIR utan Madrid hefur ris- ið upp önnur höfuðborg, nefni- lega Moskva, eins og hún leit út árið 1905. Þarna er verið að kvikmynda hina frægu skáld- sögu Boris Pasternaks, „Sjiva- gó lækni,” og hefur leiktjalda- teiknarinn John Box borið veg og vanda af smiði hinnar nýju borgar. Iíostaði það hann raunar ótaldar stundir á British Muse- um að geta gert það. Stjórnandi myndarinnar er David Lean, en framleiðandi Carlo Ponti. Lean fór víða um lönd á sl. sumri í leit að hent- ugum stað til að taka myndina á. M. a. kom hann til Norður- landa, en þótt þar væri nógan snjó að fá, reyndist ljósið ekki nægilega sterkt til myndatök- unnar. Auk þess var allt útlit fyrir, að illa mundi ganga að fá þá 5000 statista, sem hann þarf í fjöldasenur í sambandi við töku á atriðum úr bylting- unni. Júgóslavía kom til greina, en þar var of mikið af háum fjöll- um og vantaði víðáttumiklar sléttur til að nota fyrir endalaus- ar steppurnar. Og svo ákvað hann að filma á Spáni, útisenur í Scoria og bæjarsenur í end- urbyggðri Moskvu í Canallis. Fjöldasenurnar, sem fyrr er getið, eru teknar úr fyrstu bylt- ingunni, 1905, og sýna m. a. er Kósakkar zarsins koma ríðandi eftir einni af götum Moskva og dreifa verkfallsmönnum. — Við töku á þeirri senu þurfti 2000 aukaleikar*. — Gert er ráð fyrir, að myndin muni kosta 10 millj- ónir dollara, og liún er tekin í litum og með breiðlinsu. Leikararnir Burt Lancaster ög Marlon Brando og fleiri komu til greina í hlutverk dr. Sjivagós, en Lean kom öllum á óvart, líka Carlo Ponti, með því að velja egypzka leikarann Omar Shariff í hlutverkið. Shariff hefur lengi verið mikið átrúnaðargoð í heima landi gínu og víðar í Austur- löndum nær, en mun hafa komið einna fyrst fram í vestrænni mynd í „Lawrence of Arabiá,” sem Lean stjórnaði einnig. Þar var frammistaða hans slík í hlut- verki slieiksins, að hann var nefndur til Oscarsverðlauna. Þekktir leikarar eins og Alec Guiness, Rod Steiger, Ralph Ricliardson og Siobban McKen- na koma fram í aukahlutverkum, en í aðalkvenhlutverkin hafa hins vegar verið valdar tvær, til þess að gera óþekktar stúlkur, Julie Christie í hlutverk Löru, og Geraldine Chaplin í hlutverk Tonyu. — Lean býst við að vera fram í ágúst að myndatökunni. BANKANEFND fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hyggst byrja rannsókn á vaxandi sönnunum fyrir því, að amerískir glæpa- menn séu farnir að leggja fyrir sig bankastarfsemi með það fyr ir augum að auðvelda fjármögn un og leyna starfsemi sinni. Lítið hefur verið látið uppi um þessa rannsókn^ en formaður nefndarinnar hefur þó látið hafa eftir sér, að hann geti sýnt fram á, að glæpamenn hafi keypt upp banka með húð og hári. Kvað hann undirheimalýðinn nota banka, eins og ýmis önnur fyrir- tæki^ til að hylja ólögiega starf semi. T- d. væri auðvelt að leyna illa fengnu fé í bankakerfinu. Gata í Moskvu á Spáni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.