Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 7
EFTIR ERLEND ÞORSTEINSSON SALTSÍLDARFRAMLEIÐSLAN ★ SUÐUR- OG VESTUR- LANDSSÍLDIN ER SHDASTA ársyfirlit var gert var síldarvertíð á Suðurlandi ekki lokið. Þegar hinum venjulega söltun- artíma lauk um áramót, hafði aðeins tekizt að salta í ca. 45.000 tnr, en slæmt tíðarfar tafði mjög veiðarnar allt haustið, ,auk þess sem síldin stóð mjög djúpt þá fáu daga, sem á sjó gaf. Er síld- in hóf göngu sína suður á bóg- inn um miðjan desember, reynd- ist auðveldara að ná henni í næt- urnar, en einmitt þá fáu daga stóð yfir verkfalj í flestum ver- stöðvunum og varð því söltun óveruleg. Er verkfallinm lauk hófst langur óveðurskafli. Næst þegar á sjó gaf varð hvergi vart við sild. Þann 10. janúar urðu sjómenn varir við allmikla síldargengd suðvestur af Ingólfshöfða. Strax og fyrsta síldin af þessu veiði- svæði barst á íand í Vestmanna- eyjum, lét Síldarútvegsnefnd rannsaka gæði hennar. Fitumagn reyndist langt neðan við lág- marksfituákvæði fyrirframsamn- inga og mestur hluti magnsins reyndist ,,kræða“. Nokkrum dögum síðar fór lítils háttar að verða vart við stærri síld innan um hina smáu og var þá strax haft samband við hina erlendu kaupendur og farið fram á heimild til að mega afgreiða síld með fitu allt niður í 10%. Rúmenar féllust á þetta, eftir að þeim hafði verið bent á, að ekk- ert útlit væri fyrir, að unnt yrði að fá meira magn af samnings- hæfri síld en þegar hafði verið saltað fyrir þá (þ- e. 2.500 tunn- ur upp í 27.000 tunna samning). Vegna sífelldra ógæfta gátu skipin þó ekki athafnað sig við veiðarnar nema dag og dag og miklir erflðleikar voru á því að sigla með síldina hina löngu leið til söltunarhafnanna á Reykja- nesi og við Faxaflóa. Síld þessi var óvenjuléleg og reyndist mikl um erfiðleikum bundið að nýta hana til söltunar. Af framan- greindum ástæðum fór því lang mestur hluti hennar til bræðslu í Vestmannaeyjum og á sunnan- verðum Austfjörðum. 1 janúar og febrúar veiddist engin síld við vestur- og suð- vesturströndiija. Engri síldarleit var haldið uppi á því svæði, nema hvað varðskipið Ægir leit- aði á þessu svæði f nokkra daga. Er vertíð lauk hafði aðeins tek izt að salta tæplega helming þess magns, sem selt hafði verið með fyrirframsamningum. Hjá sum- um kaupendum gætti mikillar óánægju vegna þessa og þá sé,r- staklega hjá hinum bandarísku og rúmensku kaupendum. Aftur á móti lýstu Austur-Þjóðverjar og Tékkar því yfir, að minnkun á afgreiðslumagni til þeirra kæmi sér ekki illa fyrir þá, . enda voru saltsíldarbirgðir í Ausl'|u>-Þýzkalan;li t- d, mjög miklar um þær mundir vegna hinnar miklu síldveiði í Norður- sjó sumarið og haustið 1963. Heildarsöltunin á vertíðinni varð aðeins 67.046 tunnur (þar af 6.738 tnr. flök). Á eftirtöldum 3 stöðvum var mest saltað eða svo sem hér segir: Reykjavík .... 21.897 tnr. Keflavik og nágr. 21.673 — Akranes ........ 10-299 — Fjórar hæstu söltunarstöðvarn ar voru: Bæjarútg. Rvíkur 8.360 tnr. Júpiter & Marz .. 6.321 — Har. Böðv. & Co. 5-303 — ísbjörninn h.f. .. 4.726 — Heildarútflutningur varð að- eing 60.124 tnr. Síldin var seld til Póllands, Rúmeníu, A-Þýzka- lands, Bandaríkjanna, ísrael, Sví þjóðar, V-Þýzkalands og Tékkó- slóvakíu. ★ SÍLDARVER^ÍÐIN 1964 Samið var um fyrirframsölu á um 160.000 tnr. og var síldin seld til Sovétríkjanna, Póllands, Rúm eníu, Bandaríkjanna, Svíþjóðar, Tékkóslóvakíu, ísrael, og Dan- merkur. Síldveiðarnar hófust að þessu sinni fyrri hluta október, þó höfðu nokkur skip byrjað fyrir þann tíma. Þátttaka í veiðunum var langt um minni en venja hefur verið undanfarin ár, enda var veiðin mjög dræm og á sama tíma var mjög góð veiði á síldarmiðunum úti af Austfjörðum. Svo til öll síldin, sem veidd- ist við Suðvesturland fékkst á miðunum úti af Snæfellsnesi á tímabilinu frá því í október- byrjun og fram undir miðjan Erlendur Þorsteinsson nóvember en þá héldu svo til öll skipin á miðin austur af land- inu. Svo til engin síld hefir veiðzt síðan á hinum venjulegu 'síldarmiðum við Suðvesturland. ★ SKEIÐARÁRDÝPIS- SÍLDIN Eins og kunnugt er hefir nokk ur veiði verið í Skeiðarárdýpi undanfarið en sáralítið hefir ver ið saltað af þeirri sild. Síld þessi er bæði horuð og misjöfn að stærð, þó mun unnt að salta a-m.k. hluta hennar fyr ir Rúmeníumarkað, þar sem síld in fyrir þann markað má vera með fitumagni allt niður í 10% auk þess sem Rúmenar sam- þykkja að taka við mjög smárri síld. End þótt svo virðist sem unnt sé að nota Skeiðarárdýpissíldina til söltunar fyrir Rúmena, hefir lítið af þessari síld farið til sölt unnar þar sem veiðiskipin fást ekki til að flytja hana til sölt- unarhafna á Suðvesturlandi sök um fjarlægðar þessara hafna frá miðunum. Mjög fá skip hafa tek ið þátt í veiðunum nú eftir ára mótin vegna verkfalls sjómanna Hefur því mestum hluta þessar ar síldar verið landað í Vest- mannaeyjum, en þar er lítil aðstaða til söltunar. * SALTAÐ Á AUSTURLANDI UPP í SUÐURLANDS- SAMNINGA Fyrri hluta desembermánaðar sóttu allmargar söltunarstöðvar á Austurlandi um leyfi.til pess að salta uppí gerða samninga um Suðurlandssíld, þar sem Aust fjarðasíldin var ekki talin hæf uppí samninga um Norðurlands síld. Söltun var leyfð með sömu skilyrðum og gilda sunnanlands og vestan. Síldina verður að salta í húsi, þar sem frosts gæt ir ekki og geyma verður hana í upphituðum lagerhúsum - eftir söltun á sama hátt og á Suður- og Vesturlandi. Þrátt fyrir aUgóðan afla á Austfjarðamiðum, hefir tiltölu lega lítið verið saltað á Aust- fjörðum vegna fólkseklu og skorts á hæfu söltunar- og geymsluhúsnæði. Rúmenar hafa samþykkt, að afgreiða megi ,frá Austfjörðum hluta af því magni sem sajnið hefir verið um sölu á til þeirra. Um miðjan janúar hafði ver- ið saltað í rúml1. 50 þús- tnr. þar af var saltað á Austfjörð- um í um 10.000 tnr. af rúndsíld. ★ NORÐUR- OG AUSTUR- LANDSSÍLDIN Þrátt fyrir hina miklu síldveiðj tókst ekki að salta nema í 354.297,5 tunnur. Er þetta lak asta söltunarárið 4 seinustu ár- in. En söltunartölur seinustu 3ja ára eru svo: 1963: 4-63.403 (sem er metsölt- un sumarvertíðar) 1962: 375.213 og 1961: 363.741. Eins og árið áður var engin síld söltuð vestan Siglufjarðar og nú bættist það við, að á svæð inu Siglufjörður — Húsavík var hrein ördeyða. Á þessu svæði að báðum stöðum meðtöldum voru aðeins saltaðar 23.650 tnr. Á hinu forna höfuðbóli síldar- söltunar á íslandi — Siglufirði — voru aðeins saltaðar 12.634 tnr. eða sem svarar sómasam- legri söltun á einni góðri sölt- unarstöð- Ef söltunarsvæðinu er skipt um Langanes, voru saltaðar 92.205,5 tnr. vestan Langaness en 262.092 austan. Eftir tegundum skiptist sölt unin svo: Cutsíld ....... 111.218 tnr. Sykursíld .... 168.018 tnr. Kryddsíld .... 75.06)1,5 tnr. Samtals: 354.205,5 tnr. Fyrsta síldin var söltuð á Húsai vík og Raufarhöfn 30- júní. Mest var saltað á öllú landinu 10. ágúst 18.719 tnr. og 14. águst 13.072 tnr. Á eftirtöldum 3 stöðum var saltað mest: , Seyðisfjörður .... 93.538 tnr. Raufarhöfn ...... 66-772 — Neskaupstaður .... 41.391 — Eftirtaldar 4 söltunarstöðvar höfðu mesta söltun: Ströndins.f. Seyð.f. 19.410 tjir. Auðbjörg h.f. Eskif. 17.494 4— Hafaldan h.f. Seyð. 16.377 j- Sunnuver h.f. Seyð. 15.514 — Síldin var yfirleitt feit, en elns og búizt var við, bar mikið á smárri síld. Skil á milli stórrar og smárrar síldar voru glögg. Mikil vinna var í því að flokka síldina, en sölusamningar voru að mestu bundnir við ákveðna stærð. Tafði þetta að sjálfsögðu fyrir söltun og minnkaði afkasta getu. Það auðveldaði söltun, að víða, einkum á Austfjörðym, Framh. á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. marz 1965 J \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.