Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 8
UNDANFARIÐ hafa örlög Carls von Ossietzkys verið mikið rædd í þýzkum blöðum; og má með sanni segja, að þýzkir hafi verið að kynna líf og verk Ossietzkys nýrri kynslóð, sem ekkert þekkti til afreka hans. Sérstakir fundir um hann hafa verið haldnir við þýzka háskóla og hafa þeir vakið mikla athygli. Og nú fyrir skömmu gaf Kindlforiagið í Miin- chen út bók um þennan mikla friðarsinna, og segir hún frá þeim tíma, sem hann sat í fanga búðum nazista. Bókina reit hinn þekkti, þýzki blaðamaður, Kurt Grossmann, sem var náinn sam- starfsmaður og vinur Ossietzkys oe fvrrum aðalritari hinnar þýzku deildar mannrétindasambands- ins. Kg kevnti þessa bók og.hafði einkum í hug að kjmna yngri kvnslóðinni líf og starf Ossiet- zkvs. Flestir munu að sjálfsögðu vita, að hann fékk friðarverðlaun Nóbeis 1936 og borgarablöðin, Knut Hamsun og Göbbels mót- mæltu þessari ráðs+;'í,>n kröftu- lega, og þau mótmæii urðu til þess. að sumir hafa ekk>' enn get- að litið þennan mikla rithöfund réttu auga. En mótmælin hiöðnuðu skiótt og brátt var þióð vor yfirleitt stolt af því að hafa veitt honum þessa viðurkenn- ingu. Samt sem áður var það stað- revnd, að nokkrir veimenntaðir Norðmenn þekktu miög lítið til verka Ossietzkys, þegar hann fékk þessi verðlaun o.g varð heimsfrægur. Því mundi grein um iif hans og starf koma þeim að gagni. Mig óraði ekki fvrir' þvi. að þessi verðlaunaveit>ng mundi afttir komast á hvers manns varir hér í Noregi. En svo las ég ruddalega grein eftir N’ts Rroeger í Natinnen. en til allrar hamingju svaraði Ragnar Vn'd honum í Dagbiadet. Honum ber hei’ður fvrir að láta ekkert tækifæri ónotað til bess að minna norsku þ.jóðina á hörmungartíma nazismans. Og Brtígger hefur ekki í svari sínu til Vold gert næmlega grein fyrir hvar hann hefttr feng>ð þessar heimiidir S’nar um Ossietzky. Mér finnst, að bók Grossmanns sé öllu sann- ferð’igri og áreiðanlegri í alla staði en þær heimildir, sem Brógger byggir á. Vi’ð skulum fvrst rifja upp for- tíð Ossietzkvs. Ætt. hans er runn- in frá landamærahéruðum Þýzka lpnds og Póllands, og hann sjálf- ur skemmti sér oft við þá til- hugsun, að hann væri kominn af pólskum aðli. En faðir hans var lágt settur embættismaður í þjón ustu ríkisins í Hamborg, þar sem Carl fæddist 1889. Móðir hans giftist aftur myndhöggvara, sem var sósíalisti. Það varð Ossietzky aldrei, enda þótt hann tengdist hreyfingu hins frjálsa verkalýðs sterkum böndum, eins og svo margir þýzkir menntamenn á þessum tíma. Og hann sá, að ein- ing vinstri aflanna var eina björg unarvon Þýzkalands frá oki naz- ismans. Skömmu áður en fyrri heims- styrjöldin brauzt út, var Ossiet- zky þegar tekinn að skrifa á móti þeirn sem vildu fara í stríð, stríðsæsingamönnum. Hann var þá lágt settur embættismaður og var kvæntur enskri konu. Enda þótt hann væri friðarsinni, var hanp of háður tíðarandanum tifl, þess að geta neitað því að ganga i herinn, én slapp sökum heilsu- brests. Eftir að styrjöldinni lauk var hann um tíma ritari þýzka friðarsambandsins, en hann eirði ekki innilokaður á skrifstofu; hann vildi hafa áhrif á þjóðmál- in. Og hann gerðist starfsmaður á Berliner Volkzeitung í nokkur ár. Það var blað, sem var mjög útbreitt og óháð flokkavaldinu. En dagblað var ekki rétti staður- inn fyrir hann; honum hentaði betur að rita fyrir tfmaritin og hann varð ritstjóri tímaritsins Tagebuch, og síðar stýrði hann hinu fræga Weltbiihne, sem upp- runalega var tímarit um leikhús- mál, en hinn kunni Gyðingur, Siegfried Jacobsohn, hafði gert það að pólitísku málgagni. Welt- biihne var um þessar mundir helzta málgagn vinstri mennta- manna og var skoðað sem menn- ingarspegill Weimar-lýðveldisins. Ossietzky tók við ritstjórninni úr höndum Kurt Tucholsky. í Þýzka landi eiga pólitísk vikublöð langa hefð að baki sér. Þau hafa' ætíð verið óháðari flokkavaldiríu en dagblöðin, og þess vegna verið skorinorðari og getað leyft sér sitt af hverju, sem dagblöðin þorðu tæpast að impra á. Um daginn sá ég, að í Þýzkalandi eru nú gefin út 559 dagblöð og er upplag þeirra 23 milljónir ein- taka, en um 9400 tímarit og viku blöð og er upplag þeirra um 200 miiljónlr samanlagt. Og daglega erum við minnt á, að hin póli- tísku vikublöð hafa mikil áhrif á stjórnmál í Þýzkalandi. Hin leynilega hervæðing Þýzka lands milli styrjaldanna fór fram á ýmsan hátt. Við landamæri Pól- lands og baltnesku ríkjanna voru staðsettar sjálfboðáliðavseitir, sem áttu að vernda landamærin, en í reynd mynduðu þær aðal- kjarnann í-stormsveitum Hitlers. Ossietzky fletti' ofan af starfsemi þeirra og sýndi fram á hvernig' þær framfylgdu eigin lögum; mýrtu og pyntuðu- Hann birti nöfn þeirra, sem voru ,:myrtir og morðingjanna. Og hann var yfir lýstur erkióvinur stormsveitanna. ,,En Weltblinhe varð“ segír mann, „það afl, sem skildi í sund nr hin demókra^'sku öfl hins nýja Þýzkalands og hinn gamla hern- •aðaranda“. Brúnstakkar á verði við „verndar-gæzlu“ búðir. En h^ð'unga lýðveldi bj'ó réttarfar fornaldar. Lagaákvæði um landráð var áhrifamesta með alið til þess að kveða niður í þeim blöðum, sem flettu ofan af slík- um málum, eins og þeim, sem birzt höfðu í Weltbiihne undir ritstjóm Ossietzkys. Og það er svo að sjá, að þessi lagaákvæði séu enn í gildi í Þýzkalandi. Ossietzky varð líka oft og mörg- um sinnum að sitja í fangelsi fyrir uppljóstranir sínar og í síð- asta sinn fékk hann.1% árs fang -elsisdóm. Hann var látinri laus rétt fyrir jólin 1932, eftir að 43 þúsund manns höfðu sótt um náð- un fyrir hann, Skömmu áður höfðu fyrstu þingkosningarnar 1932 farið fram og Hitler fékk 230 þingsæti í Ríkisbinginu og Hermann Göring var forseti Rík isþingsins og tók við af sósíal- demókratanum Paul Löbe. En í síðari kosningunum sama ár tap- aði Hitler miklu atkvæðamagni. Ossietzky beindi nú kröftum sín- um að því að sameina vinstri öfl- in í landinu. í einni af ræðum sínum sagði hann: „Ég er óflokks bundinn maður, en hugur minn er allur með baráttu verkalýðs- ins, samt ekki þeirri baráttu, sem háð er til þess að ná ákveðn um markmiðum, eftir einhverj- um kreddukenningum, heldur fýlg'i' é'g verkalýðinum í baráttu hans fyrir mannréttindum, rétt- læti“. Með Þinghúsbrunanum 27. febr úar 1933 hófst skelfingartiminn. Margir flúðu, en Ossietzky, sem var í meiri hættu en nokkur ann- ar, vildi ekki flýja land. Dag nokk urn var hann fluttur á lögreglu- stöðina á Alexanderplatz og það- an var hann fluttur til kastalans Sonnenburg, þar sem stormsveitir Hitler pyntuðu fanga á hinn svívirðilegasta hátt. Til eru marg ar frásagnir um svívirðinguna þar, meðal annars á nokkrum dag bókarblöðum þýzka skáldsins Erich Miihsam, og skýrði hann þar frá því, að hann og Ossietzký hefðu veriö pyntaðir til að graía sínar eigin grafir. Verðirnir ætl- uðu að neyða Múhsam til aS syngja Horst-Wessel sönginn og var hann pyntaður svo hroðalega, •að hann hengdi sig á salemi skömmu síðar. Henry Knickenbocker, hinn þekkti bandaríski blaðamaðiu>, fékk fyrir náð að heimsækja fangana í Sonnenburg og tala við þá. Hann- skýrir frá samtali þeirra Ossietzkys í fáeinum setningum. Ossietzky vissi hvað hann hætti á; hann svaraði spurningum blaðamannsins á þann veg, að hann hefði yfir engu að kvarta. En skömmu áður en þeir kvödd- ust, spurði Knickenbocker, hvort Ossietzky hann gæri gert nokkuð fyrir hann og þá bað Ossietzky hann um að lána sér bók um meðferð fanga á miðöldum. Fy.rsti yfir- maður Gestano, Rudolf Diels, reyndi víst að koma í veg fyrir misþvrminzar fanga. í bók >sinni, Lucifer ante porte, hefur hann m. a. savt frá því, hvernig hann komst við illan leik til Sonnen- burg. Þar lvsir hann þeim föng- um, sem hann fékk að sjá og hann þekkti ekki áður. Þessa lýs- ingu ætt> Brdgger að lesa. Ossiet zky var óbekkjanlegur eftir allar misþyrmingarnar. Veikri röddu bað hann um að komast út úr helvíti bessu. í febrúar var Ossietzky fluttur í fangabúðirnar Esterwegen, sem voru rétt við hollenzku landa- mærin. Þess»m fangabúðum hafa margir norskir fangar lýst eftir frásögnum þýzkra samfanga sinna. Meðal þýzkra flóttamanna voru margir vina Ossietzkys, sem g 3. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.