Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.03.1965, Blaðsíða 9
 Gestapó smalar saman pólitískum andstæðingum. hörmuðu örlög hans. Frásagnir af þjáningum hans í fangabúð- um nazista höfðu borizt til vina hans. Kurt Grossmann, sem stað- settur var í Prag, hafði snúið sér til mannréttindasamtaka í öðrum löndum. Og í bók si-nni gerir hann grein fyrir því, hvern- ig unnið var að því, að Ossietzky fengi friðarverðlaunin. Vinir hans vonuðu með því, að þá fengju þeir hann lausan úr fanga vistinni og þeir ætluðu sér einn- ig að leiða athygli heimsins „að stjórnarathöfnum Hitlers innan lands. Það voru margir, sem voru fylgjandi því að Ossietzky fengi friðarverðlaun Nóbels, meðal ann ars Wi'liy Brandt í Oslo, Albert Einstein og Thomas Mann og margir aðrir friðarsinnar í öðr- um löndum. Alþjóða Rauði Kross ínn fékk formann sinn, Svisslend inginn Carl J. Buehardt, sem einnig var fulltrúi Þjóðabanda- lagsins í Danzig, til þess að heim sækja fanigabúðirnar í Esterweg- en. Hann hefur skýrt frá heim- sókninni í bók, sem Brdgger ætti skilyrðislaust að lesa. Hann setti ofan í við SS-mann, þegar sá hæddist að Ossietzky, þegar verð- irnir komu með hann; þeir drógu hann á milli sín. Það fóru ekki mörg orð á milii "þeirra. Buck- hardt bar honum kveðjur vina „Þakka“, svaraði Ossietzky með tárin í augunum, — „segið þeim, að brátt muni þetta taka enda og þannig er það bezt. Ég vil aðeins frið“. Eftir heimsó'kn Burkhardts var Ossietzky fluttur í sjúkrabragga herbúðanna. Fangar, sem síðar voru látnir lausir, hafa skýrt frá því, að stjórn fangabúðanna hafi ætlað að ganga af Ossietzky dauð um, m. a. hafi þeir skipað svo fyrir að sprauta berklaþakteríu inn í blóð hans. 3. apríl 1936 var gefið út vottorð um heilsu Ossiet- zky og eftir því að dæma var hann þegar dauðans matur. 22. maí var Göring gert kunugt um, að erlendis væri rekinn áróður fyrir því að Ossietzky fengi frið- arverðlaunin. Nokkrum dögum síðar kom sú skipun frá yfirvöld- unum, að Ossietzky skyldi fluttur á sjúkrahúsið í Wirshows. Sama mánuð staðfestu læknar sjúkrahúsrms, að hann gengi með óiæknandi berkla, og væri ófær um að sitja í fangelsi. Tillasan um að verðlaun yrðu veitt Orsietzky kom of seint árið 1935 ti1 þess að unnt yrði að taka hana til greina, en 1936 var hún borin endir atkvæði af nokkríim þingmönnum. Nazistar voru nú orðnir alvarlega hræddir við þann áróður, sem rekinn var er- lendis fyrir Ossietzky. Hermann Göring lét kalla hann fyrir sig í Prins Carl höllinni og lagði fast að honum að hafna friðarverð- laununum, ef hann fengi þau. Ef hann gerði svo, fengi hann strax að fara frjáls ferða sinna, en Ossietzky hafnaði tilhoði Görings og 26. nóvember veitti norska stórþingið honum friðarverðlaun Nóbels. Norskur blaðamaður til- kvnnti honum veitinguna. Miklar bollaleggingar urðu um það, hvernig hann gæti sótt verð- launin. Hann fór ekki, eins og kunnugt er, og Grossmann segir að ekki liggi alveg ljóst fyrir, hvort honum var neitað um far- arleyfi eða hvort hann treysti sér ekki til þess að fara sökum sjúk leika. En samt sem áður varð tilnefning hans til þess, að hann varð fluttur á gott sjúkrahús, þar sem hann fékk ágætan lækni, en samt sem áður var hann í stöðugu varðhaldi. Marga mun sjálfsagt reka minni til, að verðlaunin voru af- hent á mjög dularfullan hátt ein hverjum mannr, sem leit svo sann arlega út fyrir að vera svikari. Og það var hann líka. Grossmann skýrir frá því, að frú Ossietzky — Dr. Wonnow nokkurn, afdank- hafi hitt — vel að merkja á þar aðan lögfræðíng, sem lifði á hinu og þessu braski. Wannow fékk talið frúna á að láta sér í hend- ur umboð til þess að sækja pen- ingana. Hann sendi svo fulltrúa sinn tíl Oslo. Þar var umboðið dregið í efa. En eftir að norskur ræðismaður hafði gengið úr skugga um hjá sjálfum Ossietzky, að umboðið var rétt, þá var sendimanninum greidd ca. 100 þús. mörk. Ossietzky tók síðar af honum umboðið. Wannow hafði tekið sér allríflega þóknun og keypt sér kvikmyndahús fyrir mikinn bluta fjárins. En þá var hann kærður og Gestapo fékk tækifæri til þess að koma fram sem sækjandi og forsvarsmaður Ossietzky. Auðvitað var Wannow Framhald á síðu 10 í NORSKUM dagblöðum hafa að undanförnu farið fram miklar umræður um Carl von Ossietzkys, þýzkan blaðamann og rithöfund, sem fékk friðarverðlaun Nóbels 1936, en dó í fangabúðum nazista 1938. Þátttakendur í um- ræðunum hafa verið Nils Brögger og Ragnar Vold. ásamt Aksel Zachariassen, sem reit eft- irfarandi grein í Arbeiderbladet 24. febrúar síðasthðinn. Loksins komin á markaðinn VOLVO PENTA MD 2 Diesel bátavél 15,5 ha. fyrirferðarlítil og létt. Getum útvegað nokkrar vélar fyrir vorið. Ennfremur eftirtaldar stærðir: 7, 30—40, 82, 103, 141, 200 ha. Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum eða okkur. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35-200. á Grettisgötu 2 stendur yfir. Allt nýjar og góðar vörur, og mjög lágt verð. Verksmiðjuútsalan Grettisgötu 2. IBUÐ - VINNA Okkur vantar mann í vinnu, getum útvegað íbúð. Rörsteypan h.f., Kcpavogi. RÆSTINGARSTJÓRI l - í Landspítalanum er laus staða fyrir konu, sem vill taka að sér yfirumsjón með daglegri ræstingu í spítalanum. Laun samkvæmt reglum um laun opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf send- ist Sknfstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 20. marz n.k. Reykjavík, 2. marz 1965 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. marz 1965 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.