Alþýðublaðið - 24.03.1965, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 24.03.1965, Qupperneq 2
£ WUtJðrar: Gylfl Grðndal (&b.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstjömarfull- ■'"01 : Eiöur Guðnason. — slmar: 14800-14903 — Augiyslngasiml: 149(6. Utget’and': Albyðuflokkurlnn AQsetur: AlpyðuhúslO vlO Hverflsgötu, Keykjavlk. — Prentsmioja Alþyau •laOstns. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 elntakiO. Draumar um gróða ) LEIÐTOGAR Sjálfstæðismanna deila nú xnn- byrðis um það, hvort ríkið skuli eignast Áburðar- verksmiðjuna eða ekki. Virðast þeir hafa ólíkar og raunar óljósar skoðanir á ríkisrekstri, jafnvel þessarar 12 ára gömlu verksmiðju. Það voru ríkisstjórn og síðan Alþingi, sem , ákváðu að hefja undirbúning að byggingu áburðar verksmiðju. Málið var undirbúið á vegum ríkis- stjórnar og allt fé útvegað til verksins. Þegar setja átti lög um verksmiðjuna kom á síðustu stundu fram krafa frá Alþjóðabankanum þess efnis, að verksmið.jan skyldi gerð hlutafélag. Var þá lög- unum breytt, en ekki hefur verið ljóst til þessa dags, hvort hlutafélagið á verksmiðjuna eða er að- eins rekstursfélag. Hefur það aldrei fengizt úr- skurðað, og ha-fa verkalýðsflokkarnir hallazt að hinu síðarnefnda. Hlutafélagið var stofnað með aðeins 10 milljón króna hlutafé, enda þótt verksmiðjan kostaði um 130 milljónir, sem ríkið útvegaði. Sam kvæmt áætlun landbúnaðarráðherra er verðmæti verksmiðjunnar í dag um 350 milljónir. Morgunblaðið lét í gær í Ijós þá eindregnu skoðun, að ekki kæmi til mála að selja hlutabréf í verksmiðjunni á öðru verði en verðmæti þeirra í dag. „Verður að sjálfsögðu að greiða fyrir þau fullt verð‘, sagði Morgunblaðið. Ekki þarf að efast um, að þeir Sjálfstæðis- menn, sem vilja láta ríkið kaupa Áburðarverk- smiðjuna, ætla að selja hlutabréf sín á „fullu verði“. Það mun þýða, að allir aðrir hluthafar en ríkið, en þeir lögðu samtals fram 4 milljónir króna, eigi nú að fá fyrir sinn hlut 140 milljónir. Hver sá, sem fyrir 12 árum lagði fram 1 milljón, • ætti nú að fá 35 milljónir! j -Sæmilegur bissniss, að því er virðist. Þetta er glöggt dæmi um auðmyndun á auð- valdsgrundvelli, og er furðulegt, að nokkrum ábyrg . um manni skuli detta í hug, að slíkar aðfarir séu hugsanlegar á íslandi vorra daga. Jafnvel Morgun blaðið sér þetta og mælir gegn þeim flokksbræðrum sínum, sem vilja að ríkið kaupi hlutabréf verksmiðj unnar [ Ef þau ótrúlegu tíðindi gerðnst, að ríkið keypti hlutabréfin á þessu verði, mundi það að sjálfsögðu afla fjárins með því að hækka ver* áburð ar. Bændur landsins fengju að borga þann brúsa í’ fi Áburðarverksmiðjan var byggð fyrir frum- kvæði ríkisins og ríkið útvegaði fé til hennar. Þessi verksmiðja átti auðvitað að vera ríkisfyrirtæki frá , upphafi. Úví miður varð ekki svo, en þau mistök mega ekki verða einstökum aðilum stórfelld gróða lind. m ■••••■miiiiimiiiiiiliuiiiiinm .inimmiimiimiiiiiimiiimimmm •••iiiiiiiimniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiii»ii»iiiiiiiiiii * AS krafsa ofan af fyrir sjálfum sér. ít Farðu burt og bjargaSu þér. Framfærslumálin í óreiðu. Daglegt mál í útvarpinu. •mniiiliiiiiiiimiiiiiiiiiiiiH»i»»mmmiiiii,iiimi,i,ti,i,,,,n,m,,i,,,,|,M,,,,,,i,|,,,,,,,,i,,i,,,,»,,,,*,,,,,,,*,,,,,,,,,,,*,«* J. Br. SKRIFAR: ,,Eff þakka þér fyrir pistilinn þinn uni fram færslumálin í Reykjavík. Vað er öllum ljóst, að þau eru komin í mestu óreiðu. Ekki svo að skilja að þar sé um að ræða, að' ein- staklingar fari út fyrir þann rainrna, sem þessum máíum er settur, hins vegar er ramminn orð inn of víður, ef svo má segja. Þú drepur á það, að fyrrum, með an þú og aðrir börðust fyrir því að þeim sem lijálpar þurftu að að njóta yrðu hennar aðnjótandi, þá hefði framkvæmd þessara mála verið harðýðgisleg, og það er hverju orði sannara. En nú hefur snarazt nin. Nú virðast ekki vera neinar skorður, en hver geti vaðið í pottinn sem vill. VITANLEGA Á AÐ lljálpa þeg ar sjúkdómar, elli, ómegð og slys er um að ræða, og sem betur fer stefna tryggingarnar að þessu og gera það. En það er framfærsla bæjarins sem verður að endur- skoða reglur sínar með það fyrir augum að gera þær strangari. Ég gæti komið með mörg déemi um þetta, en vil ekki bera erfið lleikafólk á torg, vil ekki auglýsa niðurlæginguna." Sumt fólk þaif að lúta stjórn og aga. Það er að minnsta kostj ekki rétt, að fátækir menn, sem berjast í bökkum, striti árum isaman fyrir ræfilsdómi annarra. ÖLLUM BER OKKUR að vinna fyrir okkur. Það er ekki trétt að bæjarfélagið mati letingja og ó- reiðumenn. Mörg dæmi eru til þess, að heimili séu á framfæri borgarinnar þar sem fyrirvinnan liggur í óreglu. Við slíka menn á »ð seeia: Farðu banvað sem þú vilt vinna fyrir þér. Við liættum að mata þig- Við munum sjá svo um, að börn þín líði ekki nauð, en fyrir þér vinnum við ekkL EF TIL VILL YRÐI þetta til þess, að sá liinn sami tæki sér tak og færi að krafisa ofan af fyrir sjálfum sér. Sumir menn þurfa að hafa liúsbónda yfir sér. Og það er gamall og nýr sann- leikur, að sá sem ekki vill vinna en getur það, á ekki mat að fá. T r úlof unar hringar Sendum gegn póstkröfu Fljót afgreiðsla Guðm. Þorsteinsson guBsmiður Bankastrætl 12.1 Það er hætta í þvi fólgin upp á framtíðina, að börn alist upp á heimili þar sem allt er sótt í annarra vasa, enda munu borgar yfirvöldin þekkja dæmi þess. Það kemst nefnilega upp í vana að sækja allt til annarra.“ P.P. SKRIFAR: „Ég hlusta alltaf á þættina um íslenzkt mál í útvarp inu. Þetta er áreiðanlega eitt nauð fSf synlegasta útvarpsefnið. En mia jafnlega er skift- Þáttur Óskarg Haildórssonar um daglegt mál, fær aðeins fimm mínútur til um ráða. Þetta er helmingi of stutt ur tími, ætti að fá að minnsta kosti tiu mínútur. Ég er viss um að verkefnið er nægilegt og útvarps ráð á að gera þetta.“ Hannes á horninu. f Áfengisvamarráð vill ráða erindreka í þjónustu sína á næsta vori. Upplýsingar um starfið eru gefnar á skrifstofu ráðsins, Veltusundi 3, og óskast umsóknir um það sendar þang- að fytir 1. maí n.k. Áfengisvarnaráð. Aukastarf Utanbæjarblað óskar eftir umboðsmanni í Reykjavík til að sinna ýmsum erindum þar. Er hér um heppilegt og vel launað aukastarf að ræða fyrir t.d. húsmóður, heilsu- lítinn mann eða vaktavinnumann. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga fyrir starfi þessu eru beðnir að leggja nöfn sín inn á afgreiðslu Alþýðublaðsins í lokuðum umslög- um, merktum „UTANBÆJARBLAÐ". SPILAKVÖLD ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG KÓPAVOGS held- ur spilakvöld næstk. LAUGARDAGSKVÖLD í Félagsheimilinu Auðbrekku 50 kl. 8,30. Spiluð verð- ur félagsvist. o. fl. — Kaffiveitingar, j 2 24. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.