Alþýðublaðið - 24.03.1965, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 24.03.1965, Qupperneq 7
i. Rússar eru nærri því að geta gert slíka stöð að veruleika. innan í búningnum, sem jafnar þrýstinginn og gerir manninum kleift að athafna sig. Öndunarút búnaðurinn er einnig mjög sér stæður og þarf sérstaklega að gæta. þess, að geimfarinn fái ekki ein- öngu súrefni til innöndunar, því að það hefur komið í Ijós, að slíkt gerir það að verkum, að köfnun- arefnið hverfur brott úr líkaman um. Aftur á móti verður loftið í búningnum að vera mettað súr efni, því að líkami geimfarans verður líka „að anda“, og 300 kíló kaloríuvarmi verður að vera um hverfis hann, því að annars stíg ur líkamshitinn um of, svo að það getur leitt til þess að geim farinn fái hitaslag. Þessi geimfarabúningur maTkar tímamót í gerð slíkra búninga hann er vísbending um það, sem koma skal þegar menn eru að lenda á mánanum í fyrsta sinn, vinna þar að rannsóknum. Eftir að geimför Rússanna var orðin kunn um víða veröld, tóku menn að bollaleggja um væntan lega tunglreúur; hvenær fyrst mundi verða lent á tunglinu og hvað þyrfti að hafa í huga, þegar lagt væri upp í slíka ferð. Það vandamál, sem veitist vísinda- mönnum einna örðugast, er, hvern má afla nægilegs krafts til þeirra. Þeir hafa komizt að því, að sá kraftur, sem menn ráða nú yfir er ekki nógur; eldflaugarinar eru ekki nægilega kraftmiklar. Vís- indamenn hafa auðveldlega reikn að út hve mikinn kraft eldflaug þarf til þess að geta beint geim farinu á rétta braut, lent á tungl inu. En það sem þeir brjóta mest heilann um er hvernig unnt sé að hefja flug frá tunglinu aftur til jarðar; hversu mikla orku þurfi þar til. Eru þeir ekki á eitt sátt ir um það. — Þá er og annað vandamál; hvernig getur geimfarið hafið sig á loft frá tunglinu. Þeir segja, að það sé aðeins hægt með einu móti; geimfarið hefji sig lárétt til flugs en ekki lóðrétt eins og þegar eldflaug er skotið frá jörðu og síðan verði að stýra því inn á rétta braut, sem færi það nær jörðu. Loks fari svo síð asta orka í það að stöðva það og beina því út af brautinni og stýra því í áttina til jarðar; takist þetta ekki, mun'það lenda inn á braut og snúast eilíft á sporbaug í kring um jörðu^ unz það tætist upp. Loks hafa menn séð hilla und ir könnunarferðir til fjarlægra hnatta; og það er enginn vafi á því að innan skamms, kannski eft ir tíu ár, kannski eftir fimm ár, lenda menn geimfari á tunglinu, og ef til vill munu menn njóta sumarleyfi-ins á mánsnum eftir svona um það bil þrjátíu ár. Og menn bíða í ofvæni, eftir því hvern ig Bandaríkjamönnum tekst til, þegar þeir senda sitt geimfar á loft á þriðjudag. Peking, 23. marz. (ntb-reuter). Chou En-lai verður formaður kínverskrar sendinefndar við út- för Gheorghiu-Dej, forseta Rúm- eníu á morgun, að því er tilkynnt var í Peking í dag. Fréttaritarar í Peking benda á, að með þessu Ieggi Kínverjar áherzlu á góð sam skipti við Rúmeníu. Auglýsingasími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 1490« FERMINGARSKÓR á stúlkur Hvít?r fermingarskór með hælbandi, nýkomnir. SKÓTfZKAN Snorrabraut 38. — Sími 18517. Nýkomin ódýr Gluggatjaldaefni Mjög falleg. GardínubúÓin, Engélfsstræti Í FERMINGARVEIZLUNA Smurt brauð, snittur og brauðtertur. Pantið tímanlgea. Fjölbreytt álegg. Pantanir teknar í síma 24631. BRAUÐKÚSIÐ, Laugavegi £26. Ensk baðker 168 cm nýkomin. Á. Einarsson & Funk h.f. Höfðatúni 2. — Sími 13982. Járnrennibekkur lítill ca. 4”, 50 cm milli odda (eða líkur) og transari fyrir 3 mm vír óskast. Uppl. gefur Gunnar Gunnarsson, Véladeild SÍS, sími 38900. SUNDBOLIR BRI-NYLON 100%. Á TELPUR KR. 175,00. Á KVENFÓLK KR. 285,00. ALÞÝÐUBIAÐIÐ - 24. marz 1965

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.