Alþýðublaðið - 24.03.1965, Síða 10
Bjartsýnismaðurinn sér grænt
ljós alls staðar. Bölsýnismað-
urinn sér rautt Ijós alls stað-
ar. En sá hyggni — hann er
litblindur . . .
MESSUR
Föstumessur:
Dómkirkjan: Föstumesa 1 kvöld
kl. 8,30.. — Sr. Árelíus Níelsson.
Neskirkja: Föstumessa í kvöld
fcl. 8.30 Kirkjugestir, vinsamlega
beðnir að hafa með sér Passíu-
jjálmana. Sr. Frank M. Halldórss.
Hallgrínvskirkja: Föstumessa í
kvöld kl. 8,30- Sr. Sigurjón Þ.
Arnason.
Laugarneskirkja: Föstumessa I
kvöld kl. 8,30. Sr. Garðar Svavars
eon.
Langholtsprestakall: Föstu-
Biessa í kvöld kl. 8,30. Sr Sigurð-
ttr Haukur Guðjónsson-
Kvenfélag Kópavogs. Félags-
konur munið aðalfundinn n.k,
flpimtudagskvöld 25. þ. m.
Stjórnin.
TIL HAMINGJU
Laugardaginn 13. marz opárber-
liðu trúlofun sína Ólöf Gestsdótt-
Ir, gjaldkeri, Sigluvogi 10, og
Bagnar Gunnarsson, bankafulltrúi,
Langholtsvegi 182.
Brúttótekjur
Framh. af 12. síðu.
aðrir ófaglærðir 129 þúsund króna
meðaltekjur og 25,2% hækkun.
Segir síðan í Hagtíðindum:
Meðal kaupstaðanna eru hæstar
brúttótekjur á framteljanda í Ól-
afsfirði, rúmlega 129 þús. kr„ 12
þús. kr. hærri en í þeim kaupstöð-
um, sem næst ganga (Keflavík og
Kópavogur með 117 þús. kr. meðal-
tekjur á framteljanda). Lægstar
eru meðaltekjurnar á Sauðárkróki
(82,5 þús. kr.), og svo var einnig
árið 1962. Siglufjörður hefur næst
lægstar meðaltekjur (rúmlega 87
þús. kr.) árið 1963, eins og árið
áður. Hlutfallsleg hækkun frá ár-
inu 1962 er mest í Ólafsfirði
(52,2%), en minnst í Siglufirði
(13,0%), á Akranesi (14,3%), Kefla
vík (17,7% — þar voru meðal-
tekjur hæstar árið 1062) og á
Sauðárkróki (18,1%).
Sú sýsla, sem hefur hæstar
brúttótekjur á framteljanda, er
Gullbringu- og Kjósarsýsla (tæpl.
117 þús. kr.), og er hún jafnframt
eina sýslan með meðaltekjur fyrir
ofan tekjumeðaltal alls landsins
1962 og 1963. Næst koma Snæfells-
nessýsla (rúml. 98 þús. kr.) og Ár-
nessýsla (tæpl. 95 þús. kr.), eins og
var árið áður. Lægstar meðaltekj-
ur eru í Skagafjarðarsýslu (67 þús.
kr.) og Dalasýslu (69 þús. kr.), og
svo var einnig árið 1962. Hiutfalls-
leg hækkun tekna er einnig minnst
f þessum sýslum frá árinu 1962 til
1963 (16,8% í Dalasýslu, 18,7% í
Skagafjarðarsýslu). Mest er hækk-
unin hlutfallslega í Vestur-Skafta-
fellssýslu (33,5%), Rangárvalla-
sýslu (33,1%) og Norður-Múlasýslu
(30,1%).
Vietnam
Framh. af bls. 3.
um Norður- og Suður-Vietnam.
Sagt er, að allar flugvélarnar hafi
snúið aftur heilu og höldnu eftir
árásarferðina, sem stóð í 40 mín-
útur. Nyrzta árásin var gerð á
skotmörk rétt sunnan við Dong
Hoi, sem er 72 km. norðan við
landamærin.
í loftárásunum var önnur rat-
sjárstöð, við Vin Sonh, nær al-
gerlega eyðilögð. Bandarískur for
mælandi sagði, að loftárásimar
á Norður-Vietnam hefðu breytzt
og nú væri einnig ráðizt á hentug
skotmörk, sem yrðu á vegi flug-
vélanna.
Góðar heimildir í Washington
herma, að gas það, sem suður-vi-
etnamiskir hermenn nota gegn
Vietcong hafi svipuð áhrif og
táragas, sem beitt er I óeirðum,
og geri fjandmennina óvíga um
stundarsakir. Þetta komi einkum
að notum í þelm tilvikum, er Vi-
etconghermenn skýli sér á bak
við óbreytta borgara. í Saigon
var sagt, að suður-vletnamiskir
hermenn hefðu aðeins þrisvar
sinnum beitt gasinu og það hefði
ekki reynzt áhrifaríkt.
Miðvikudagrur 24. marz
7.00 Morgunútvarp:
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum”:
Edda Kvaran les löguna „Davíð Noble“ eftir
Frances Parkinson Keyes (8).
15.00 Miðdegisútvarp.
16.00 Síðdegisútvarp.
•17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Þrír strákar standa
sig“ eftir George Wear.
Örn Snorrason les (3).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar. — 1930 Fréttir.
20.00 Lestur fornrita: Hemings þáttur Áslákssonar
Andrés Björnsson les (2).
20.20 Kvöldvaka:
a) Séra Gísli Brynjólfsson flytur frásögu-
þátt:
Þegar Klaustrið missti kirkju sína;
fyrri hluti: Hús Drottins hrörna og falla.
b. íslenzk tónlist: Lög eftir Hallgrím Helga-
son.
c. Gísli Kristjánsson ritstjóri flytur síðasta
þátt sinn um danska heiðabændur: Frá ör-
birgð til allsnægta.
d) Kvæðalög.
21.30 Á svörtu nótunum
Svavar Gests skemmtir með hljómsveit sinni.
Söngvarar: Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarna
son.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lestur Passíusálma
Séra Erlendur Sigmundsson les þrítugasta
og þriðja sálm.
22.25 Lög unga fólksins
Bergur Guðnason kynnir lögin.
23.15 Við græna borðið
Hallur Símonarson flytur bridgeþátt.
23.40 Dagskrárlok.
aa. '***
Uppi undir Arnarhéli
Uppi undir Arnarhóli
oft er á kvöldin sukk.
Fáeinir fylliraftar
fá sér þar beiskan drukk.
Einstaka kjaftakerling
kemur þar líka á vakk
og líknar sig yfir látinn
Ijóðelskan fylli pjakk.
í frosti og norðan fjúki
er ferlegt aS vera til.
Útigangs hrossin eiga
erfitt í vetrarbyl.
KANKVÍS.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 4. síðu.
Drengjaflokkur.
Einliðaleikur.
Haraldur Kornílíusson TBR:
Magnús Magnússon TBR,
11:7, 11:8.
Tvíliðaleikur.
Magnús Magnússon og
Axel Axelsson TBR:
Halldór Jónsson og
Finnbjörn Finnbjörnsson
15:6. 15:10.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Eitthvert stórkostlegasta list
munauppboð allra tíma var
haldið í London á föstudag-
inn var. Þá var Titus Htll,
sonur Rembrandts, m. a. sleg
inn hæstbjóðanda á ca, 100
millj. ísl. krónur. Vísir.
i
Austan kaldi eða stinningskaldi. í gær var aust-
an og norðaustan átt um land allt. Frost nyrðra
10—15 stig, en 4—8 stig hér sunnanlands. — í
Reykjavík var austan kaldi, skýjað, 4 stiga frost.
Það er ókei með nám-
ið Maður skverar þvf
af á nó tæm ...
24. marz 1965 - AIÞÝÐUBLA0IÐ