Alþýðublaðið - 27.03.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.03.1965, Blaðsíða 2
attttjórar: Gylfl Gröndal (ab.) og Benedikt GröndaL — Rltstjðrnarfull- —m : Eíöur Guðnason. — slmar: 14900-14903 — Auglyslngaslml: 14998. Utget'and*: AlÞýöuflokliurlnn Atoeiur: AlbýðuhúsiS vlB Hverflsgötu, Reykjavík. — Prentsmioja Albysu- Waðsins. — Askrlftargjald kr. 80.00. — I lausasöiu kr. 5.00 eintakio Verkalýðsráðstefnart FULLTRÚAR verkalýðsfélaga víðs vegar af Iandinu eru saman komnir í Reykjavík á ráðstefnu til undirbúnings samningaviðræðum á vori kom- andi. Er ætlunin að kanna skoðanir félaganna á þeim máium, sem samið verður um, og viðhorf til þeirra almennt. Ekki barf að efast um, að yfirgnæfandi meiri- hluti vinnandi manna og kvenna í landinu vill fá kjarabætur með friðsamlegu samkomulagi, svo f ramarlega sem þess er kostur. Nú hefur ríkisstjórn in látið þá skoðun í ljósi, að hún óski eindregið éftir nýju samkomulagi, þannig að tryggður verði friður á vinnumarkaði að minnsta kosti til eins árs. Þarf engum blöðum um það að f letta, hversu gagnlegt júnísamkomulagið frá 1964 var fyrir alla aðila, hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á framkvæmd þess í einstökum atriðum. Alþýðuflokkurinn hefur mælt mjög eindregið með samkomulagi og látið hispurslaust í ljós þá skoðun, að launþegar verði að fá eins hagstæða samninga og framast er unnt. Hefur f lokkurinn tal ið nauðsynlegt, að þeir samningar yrðu sem víð- tækastir og að læra beri af reynslu síðastliðins árs um framkvæmd samkomulagsins. iÞjóðin gerir sér án efa vonir um samkomulag, enda er augljóst, hvað taka mundi við, ef samkoma lag næðist ekki. Þá verða vinnudeilur og senni- Jega verkfoll næstu mánuði; vaxandi óvissa um gengi krónunnar og upplausn í efnahags- og stjórn .máialífi Ástæða er til að ætla, að leiðtogar verka lýðshreyfingarinnar hafi fullan hug á samkomu- j lagi, og ríkisstjórnin hefur lýst áhuga sínum og i skilningi á málinu. íslenzk kvikmyndagerb ÓSVALDUR KNUDSEN hefur gert enn eina kvikmynd, sem vekur verðskuldaða athygli samtíð arinnar og á eftir að verða dýrmæt heimild í fram- tíðinni. Þessi mynd var eins og fyrri myndir Ós- valds gerð í frístundum hans af miklum dugnaði og elju. Störf íslenzkra kvikmyndamanna hafa verið ótrúlega mikil, þegar tekið er tillit til hinnar erf- iðu aðstöðu þeirra. Hvert fet af filmu hefur þurft að send'a til annarra landa til framköllunar eða kóperingar og hafa það verið erilsöm viðskipti. Samt hafa þessir menn — áhugamenn f lestir, enn sem komið er — tekið f jölda mynda, sem sýna við- burði í sögu þjóðarinnar á síðari árum, ýmsa þætti þjóðlífs og náttúru landsins. íslenzka sjónvarpið ætti, þegar það kemst á laggirnar. að skapa nýja aðstöðu til íslenzkrar kvik myndagerðar, en jafnframt verða hinir mörgu kvik myndatökumenn okkar sjónvarpinu mikilvæg stoð íöfhmefnis. Starfsnefnd 1 umferðar- málum sett á stofn Reykjavík, 26. marz. — ÓTJ. Umferðarvandamáliff er sífellt að verða alvarlegra hér á landi, og margir aðilar hafa orðið til þess að benda á það, að ráðstaf- anir þær, sem gerðar eru til að ráða við ört vaxandi umferð, séu engan veginn nægar. Nú hefur verið stofnuð ný nefnd sem ætlar að hafa þetta mál til athugunar, og skipa hana aðilar þriggja félaga. Þeir eru Hannes Hafstein frá Slysavarnafélaginu, sem er formaður nefndarinnar, Ás- HAFÍSINN Framh. af 1. síðu. ið komizt upp í 20 stig undanfarna daga. Engar vörur hafa borizt enn þá á Strandir og er marga farið að langa í kartöflur. Frá Hrauni á Skaga sést jaka- strjálingur í dag, en hröngl og lag ís er við landið. Skyggni er ekki gott, tæpir 7 km., en greinilegt er, að ísinn er ekki langt undan, því að sjólaust er í norðaustan áttinni. Erlendur Magnússon vltavörður á Siglunesi sagðist ekki sjá neinn is. Skygani er ekki nema 2-4 km. og nesið liggur lágt. Drangur fór hjá í dag, en ekki heyrðist hann nefna neinn ís. Fréttaritarinn á Húsavík sagði allt við sama þar. Jsinn lónar utan við höfnina og hefur hvorki færst nær eða fjær. 3 bátar eru að reyna að róa með þorskanet,. en fiska lítið. Einn bátur fékk 4 tonn af steinbít á línu i gær. Rauð- magaveiðin er alltaf að dragazt saman. Karlarnir eru ragir við að leggja netin og veiðin fer sífellt minnkandi. ísinn liggur Við land- ið hjá Máná og þaðan inn undir Lundey er íshrafl, en ekki sam- fellt. í dag er 4-5 stiga frost á Húsa- vík, en hefur að undanförnu verið 16-19 stig. ísinn lónar utan við höfnlna á Raúfarhöfn og virðist hafa fært sig heldur f jær. í dag er bar mild ara veður en að undanförnu, eða 8 stiga frost. Sigurður Stefánsson bóndl í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, seg- ir þar nógan ís. Spöngin Bggur með landinu í norðanverðum firð- inum, suður undir miðjan fjörð og með suðurlandinu er ennþá auð renna yfir til Seyðisfjarðar. Isinn er landfastur á víkunum norðurundan Húsavík og Brúna- vík. Borgarf jörður mun vera alveg fullur og í gær sást ekki út yfir ísbreiðuna. Spáð er austanátt. Halldór Víglundsson vitavörður á Dalatanga segir ísinn nú land- fastan skammt fyrir sunnan Dala- tanga. Úr norðanverðum Mjóafirði liggur ísspöngin í boga fyrir Dala tanga, yfir Seyðisfiarðarflóa og inn í Loðmundarf jörð. Ekki er að sjá nokkurn ís inn í Seyðisfjarð- arflóanum. Hins vegar sést ekki út yfir breiðuna fram undan vit- anum og er skyggni 25-30 km. Renna er með landinu út af Norð- firði og inn í Mjóafjörð. björn Stefánsson frá Bindindisfé- lagi ökumanna og Magnús H. Valdi marsson frá Félagi ísl. bifreiða- eigenda. Nefndin heitir Samstarfsnefnd í umferðarmálum og markmið hennar verður fyrst og fremst að vinna að auknu umferðaröryggi og umferðarmenningu, í samvinnu og samráði við löggjafa og lögreglu, borgar og bæjaryfirvöld, bifreiða- eftirlit, tryggingafélög og vega- málastjórn. Nefndin hefur sétið á vikulegum fundum frá því í febr- úar sl. og tekið til meðferðar ým- is mál, sem talið er áríðandi að hraða. M. a. að hægri handar akstur verði lögskipaður hér á landi, og viðhlýtandi undirbúningur verði hafinn. Að ísland gerizt aðili að samræmingu á umferðarreglum Norðurlandanna, verði slík sam- ræming tekin upp. Að hert verði á refsingum vegna ölvunar við akst- ur og fullri ábyrgð komið á hend- ur þeim sem ölvaðir valda slysum eða tjóni. Svo og ef um er að ræða endurtekin brot á umferðareglum og vítaverðum akstri. Að umferð- arfræðsla í skólum verði aukin. — Að komið verði á árlegri skoðun á ljósastillingum bifreiða. Að stuðl- að verði að því að börn sem á leið í og úr skóla þurfa oft að fara yfir BRUNI miklar umferðargötur, verði látin bera endurskinsmerki, og einnig að vegfarendur almennt taki upp þann sið. Að komið verði á um- ferðarvikum fyrir almenning, meo" fræðsluerindum og kvikmyndasýn- ingum um umferðarmál. Og loks að stofnað verði reglulega til góðaksturskeppni svo víða sem autt iðer. Á fundi með fréttamönnum sögðu stjórnarformenn nefndar- innar að vandamálin væru miklu fleiri og að þeir myndu reyna att gera þeim öllum skil. Þeir tóku fram að þetta væri einungis til- raun. Nefndin hefur í rauninni ekkert vald, heldur treystir á að þeir aðilar sem það hafa, bregðist vel við tillögum hennar. Framh. af bls. 12. - • Slökkvistarfi lauk um klukkan 3, en húsið er talið gjörónýtt eftir eldinn. Það var tryggt fýrir 815 þúsurid krónur. Ákveðið hefur verið að flytja skrlfstofur bæjarins í svokallað Byggðasafn og skrifstofur rafveit- unnar á Suðurgötu 10. Engin slys urðu við éldsvoða þennan Hætt er við að allt skrifstofu- hald bæjarins truflist mikið næstu dagana vegna þessa óhapps. BJARNDÝR Framh. af 1. síðu. ir af fleiri dýrum hér á eða við Sléttuna. Þannig hljóðaði frásögn Þor« steins og er hann þá fyrsti mað- urinn, sem sér bjarndýr hér við land á þessum ísavetri. Frásögnum ber ekki saman um hljóð þau, sem bjarndýr gefa frá sér. Ýmsir vilja halda því fram, að þau öskri eins og naut, þá segja aðrir að þau spangóli eins og hund ar og enn eru aðrir, sem segjö, að ísbirnir öskri hvorki né væli, heldur hvæsi þeir og urri. > Fyrirlestur Framh. af bls. 1. unum og hefur einkum helgað sig athugunum á því hvernig þjóða- bi-ot eða minnihlutakynþættir haga lífi sínu í stóru þjóðfélagi sem er þeim mótsnúið eða f jand- samlegt. Hann hefur skrifað nokkr ar bækur, m. a. eina, er nefnist „The Black Muslims in America" Rá&stefíwa ASI Framh. af bls. 12. fjórðungssamböndum, eða 6ér* j samböndum. Umræðurnar á ráðstefnu ASt I snérust áð miklu leyti um hækfc- ) að kaup, samræmingu kauptaxta, 1 styttingu vinnutímaus, aukna á- kvæðisvinnu, lagfæringar í skatta málum, einkum hvað snertir lág tekjur og miðlungstekjur, mðgu- leika á lælckun húsnæíiskrostnaB- ar og aðgerðir til að sporna gegri verðbólguþróuninöi. . j. Morð í Álabama Framhald af 3. síðn kvað félagsskapinn hafa brugðitt við að næturþeli eins og venjulega en ekki myndu menn láta skelfing- aræði Ku Klux Klan skelfa sig fremur en skelfingaræði hryðju- verkamannanna í Vietnam skelfdi Bandaríkjamenn. Fyrirlestur Dr. C. Eric Lincoln, prófessor frá Bandaríkjunum, flyt- ur fyrir'estur í Sigtúni í dag, laugardag, kl. 14. Fyrir- lesturinn fjallar um baráttu blökkumanna í Bandaríkj- unum fyrir jafnrétti kynþáttanna. Öllum er heimill aðgangur. Stúdentafélag Reykjavíkur. f 2' 27. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.