Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 4
Bitstjörar: Gylfi Gröndai (áb.) og Benedikt Gröndal. -- Bitstjögnarfull- trúi: Eiður GuSnason, — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 1490G. ASsetur: AlþýSuhúsiS við Hverfisgötu, Heykjavík. — Prentsmíðjá AlþýSu- blaSsins’, — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasöiu kr. 5.00 eintaklð. Utgefandi: AlþýSuflokkurinn. SVONA GERA SVÍAR SÆNSKA STJÓRNIN ákvað í lok aprílmánaðar *að draga um 10% úr byggingum og öðrum fram- ; kvæmdum ríkisins á þessu sumri, að því er Svenska j Dagbladet skýrir frá. Jafnframt var ákveðið, að sveit- arfélög skyldu í sama mæli draga úr sínum fram- kvæmdum á umræddu tímabili. Þessar aðgerðir sænsku stjórnarinnar stafa af kættu á ofþenslu í byggingariðnaði landsins. Hefur stjórnin ekki séð aðra leið til að halda framkvæmd um sumarsins innan þeirra marka, sem vinnuafl og hagkerfið í heild geta staðizt. Hér á landi neyddist ríkisstjórnin til að draga úr opinberum framkvæmdum fyrr á þessu ári. Hafa stjórnarandstæðingar ráðizt á þá ákvörðun hörðum orðum og kalla bæði íhald og afturhaldsstefnu. Sér- staklega gekk Tíminn fram fyrir skjöldu í þessu máli, og framsóknarmenn minntust oft á það í út- varpsumræðunum. Tíminn hefur ekki hingað til talið jafnaðar- mannastjórnina í Svíþjóð vera sérlega íhaldssama, heldur þvert á móti. Nú hafa sænskir jafnaðarmenn beitt því hagstjórnartæki, sem að ofan getur, og telja efnahagskerfið heilbrigðara eftir en áður. ÆSKAN OG TÆKNIN ÆSKULÝÐS- og menningarmálanefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur haldið uppi margvíslegri : starfsemi fyrir unga fólkið í héraðinu og farið í þeim efnum nýjar leiðir. Nú síðast gekkst nefndin fyrir svokallaðri tækniviku í Reykholti. Þar var haldið : námskeið í meðferð véla og viðhaldi þeirra, sýning á landbúnaðarvélum, keppni í akstri dráttarvéla og ýms fræðsla veitt um öryggismál. Engum blöðum þarf um það að fletta, að unga fólkið nú á dögum hefur áhuga á öllu, sem viðkemur vélum og tækni. Það er því skynsamlegt að efna til sérstakra námskeiða á hinum ýmsu sviðum tækni, allt frá Ijósmyndagerð til jarðýtuaksturs. Þannig þarf að skapa unga fólkinu tækifæri til að fá útrás fyrir áhugamál sín og opna því leiðir til að öðlast nýja þekkingu. Margvísleg æskulýðsstarfsemi hefur aukizt í landinu síðustu ár. Má án efa þakka þeirri starfsemi, að vandamál æskunnar eru, þótt slæm séu, ekki eins alvarleg og í stærri löndum — þrátt fyrir allt. Þess vegna ber að efla starf æskulýðssamtaka enn. “ 4 19. maí. 1965 - ALÞÝÐUBLA0IÐ Orösending bifreiðaeigenda Gjaldfrestur iðgjalda ábyrgðartrygginga bifreiða rann út 15. maí s.l. Er því alvarlega skorað á þá, sem eiga iðgjöld sín ógreidd, að gera full skil nú þegar. Álmennar Tryggingar h.f. Samvinnufryggingar Sjéváfryggingafélag íslands h.f. Trygging h.f. Tryggingafélagið Heimir h.f. Váfryggingaféfagié h.f. Verzlanafryggingar h.f. hanxies ©© á horninu Hópur gráðugra úlfa! REYKJAVÍK ER sífeUt vaxandi borg. Hún vex upp eins og arull Brafarabær og ber þess ýmis merkj hið ytra, þó að segja megi 'að á siðustu árum hafi verið kaasfSt srert til þess að fiWapa henni skipulag- En það er neg- in saga, að þegar um er að ræða borg sem vex mjög ört, þá er erfitt að sníða henni stakk eftir vexti, enda fer fjöígunin, og hef ur farið, langt fram úr öHum á- ætlunum. MIKIÐ ER BYGGT í Reykja- vík og fjárfestingin gífurleg. í- búðirnar eru margar og nær all ar glæsilegar, en flestar eru þær allt of stórar- Það verður til þess að gagnjð 'af byggingunum verður ekki eins mikið og ætla mæ*ti þegar miðað er við fjármagnið Það er og margvislegur melur í byggingunum og þai" 'á meðal ofsagróði verktaka og byggingar meistara, sem græða allt að 120 þúsundum króna á liverri 100 fermetra íbúð tilbúinni undir tré verk. ÉG HEF ÁÐUR RÆTT nm það að við byggjum of stór.t. Það nær ekki nokkurri átt, að hið opinbera láni gegn lágum vöxtum til stærri íbúða en 85—100 fer- metra miðað við fimm manna fjölskyldu. Lánveitingar sínar og stuðning við byggingar verður hið opinbera að miða við það, að byggingar bæti sem allra mest úr vandræðum húsnæðislauss fólks, það tekst ekki með stórum og illa innréttuðum íbúðum eins og þar sem ein stofan er allt •að -einum þriðja af flatarmáli í- búðar, en þetta hefur verið al gengt undanfarið. ÞAÐ ERU HÚSNÆÐISVAND- RÆÐI í Reykjavík- Það er fjöldi fólks á götunni og það veit ekki hvert það á að snúa sér, Þe'ta verður til þess, að það eykst svartamarkaðsverð á íbúðum, og það er öllum kunnugt. Fjöldi fólks er í klónum á húsaleiguokr urum. Hins vegar er húsaleiga mjög misjöfn. Hún er lág víða, aðalleg-a í eldri húsum, en gífur lega há í sumum þeirra, og fram yfir alla sanngirnj, en í nýjum í- búðum verður hún að vera há. FJÓRTÁNDI MAÍ er flutninga dagur. Það er kvíðvænlegur dag ur fyrir fjölda mörg heimili- Þessi dagur er nú liðinn að þessu sinní Hann reyndst mörgum erfiður og ekki veit ég örlög allra þann dag. Það veit ég þó, að hann hef ur verið hörmulegur fyrir ýmsa. Eftirfarandi bréf fékk ég þann dag frá „Einum á götunni með fjögur börn-“ Hann segir meðal annars: ÉG VEIT AÐ húseigendur erit misjafnir, en margir þeirra eru svívirðilegustu okrarar í þessari borg. í dag er 14. maí. Sá dagur hefur svo langt sem ég minnist verið dagur flutninga, íbúðaskipta Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.