Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 5
Hanoi hafnar banda- rísku friðartilboði Washington, Saigon, 18. maí. (NTB-REUTER). Bandaríkin snéru sér til Norð- nr-Vietnam meff milligöng'u þriffja ríkis í því skyni, aff koma friffar viðræðum til leiðar í hinu fimm daga hléi, sem gert var á loft- árásiun Bandaríkjamanna á Norff- ur—Vietnam, aff því er áreiffan- legar heimildir í Washington herma. Ekkert svar barst frá stjórninni í Hanoi. Eftir hléið hófu bandarískar flugvélar loftárásir á ný í dag á hernaðarleg skotmörk í Norður—Vietnam. AFP segir, að 20 flugvélar hafi ráðizt á olíu- tanka 200 km. sunnan við Hanoi, en bandaríska utanríkigráðuneyt- ið hefur ekki skýrt frá einstök- um atriðum árásarinnar. í Washington sagði formælandi utanríkisráðuneytisins, að það hefði valdið bandarísku stjóm- inni vonbrigðum að Norður—Viet nam hefði ekki sýnt merki þess, að vilja fallast á friðarviðræðu- tilboð Johnsons forseta. Formæl- andinn sagði, að sögn AFP, að Norður-Vietnam hlyti að hafa veitt því eftirtekt, að loftárásir hefðu ekki verið gerðar í marga daga. Stjórnmálafréttaritarar í Wash- ington telja þetta skýra játningu um, að hléið á árásunum hefði verið fyrirskipað af pólitískum á- stæðum. Af opinberri hálfu var ekkert skýrt frá ástæðum þessa. Tvö þúsund suður-vietnamiskir hermenn hófu í dag stórfellda á- rás á mikilvæga birgðastöð Viet- cong-hersins aðeins 32 km. sunn- an við landamæri Norður-Viet-. nam. Að undanförnu hefur sézt til ferða margra fílalesta frá Norð- ur—Vietnam til stöðvarinnar, Ba Long, sem er í fjöllóttu frumskóga svæði. Tvær sveitir skæruliða eru til varnar í stöðinni, en árásar- sveitirnar eru sex. Bandarískar flugvélar gerðu í dag yfir 150 árásir á liðsflutn- inga og stöðvar Vietcong í mið- og suðurhlutum Suður—Vietnam. En ekki var tilkynnt í dag um á- rásir á Norður—Vietnam sjötta daginn í röð. Frétt fréttastofunn- unnar Nýja Kína um bandariskar loftárásir á Norður—Vietnam í gær hefur ekki verið staðfest. Vinna hófst á ný í dag í hinni mikilvægu flugstöð Bien Hoa skammt frá Saigon þar sem 28 manns fórust í sprengingu á sunnudaginn og tylft flugvéla eyðilagðist. Bandaríkjamenn segja slysni hafa valdið spreng- ingunni, en fulltrúar Vietcong á alþjóðlegum æskulýðsfundi kommúnista í París sögðu í dag að hreyfing þeirra hefði staðið á bak við sprenginguna. Öfriðvænlegt enn í Santo Domingo Santo Domingo, 18. maí. (NTB-REUTER). Vopnaviffskipti og götubardagar héldu áfram I dag í Santo Dom- ingo. Samkvæmt góffum heimild- um hafa hundruff manna falliff í borgarastyrjöldinni í Dóminik- anska lýffveldinu, sem staffiff hef EEísabetu ákaft fagnað í Bonn BONN, 17. maí. (ntb-reuter). Þúsundir Vestur—Þjóffverja fögnuffu Eiísabetu drottningu innilega, þegar hún kom í dag í opinbera lieimsókn til Vestur- Þýzkalands. Heimsðknin á að eyffa þeirri beiskju, sem tvær heimsstyrjaldir hafa valdiff í sambúð þjóðanna. Fólk stóð í þéttum röðum með fram leiðinni, sem drottningin ók um frá flugvellinum til bústaðar Heinrich Liibke forseta. Mann- fjöldinn lirópaði, veifaði, kastaði blómum að bifreið drottningar og í hrifningu sinni hlupu raargir út SMURT BRAUÐ Snlttur. Opiff frá kl. 9—23.30. Brauð$tofan Vesiurgötu 28. Sfrríl £6012 á akbrautina svo að ferð drottn- ingar seinkaði um fimm mínútur. Viðtökurnar voru gerólíkar við- tökum þeim, sem Theódór Heuss fyrrum forseti fékk í heimsókn sinni til Bretlands 1958. í Bonn var óttast af opinberri hálfu, að drottningin fengi svipaðar viðtök- ur. Elisabet drottning er fyrsti bjóðhöfðingi Bretlands, sem heimsækir Þýzkalnad síðan afi hennar. Ját.varður VII. heimsótti Vilhjálm II. keisara 1909. Lögregl an í Bonn telur, að 100 þúsund manns, eða helmingur borgarbúa, hafi mætt til að hylla drottn- inguna. Lögreglan í Bonn vill enn sem komið er ekki líkja viðtökunum sem drottningin hefur fengið við þær, sem veittar voru forsetunum de Gaulle og Kennedy, en allt bendir til þess að heimsóknin verði rnjög vel heppnuð. Gripið hefur vérið til víðtækra öryggis- ráðstafana, m. a. til að koma í veg fyrir að hvers konar slys komi fyrir meðan á heimsókninni stend ur. ur í þrjár vikur, en yfirleitt er affeins barizt í höfuffborginni og nágrenni. Sérlegur fulltrúi framkvæmda- stjóra SÞ, Jose Antonio Mayobre, reyndi enn í dag án árangurs að | fá deiluaðila til að hætta bardög- ! um. í New York skoraði U Thant á deiluaðila að virða áskorun Ör- yggisráðsins um að bardögum verði hætt. „Öfuggt vopnahlé er helzta forsenda lausnar á deilunni og gera verður allt sem auðið er til að stöðva blóðsúthellingar og eyðileggingar í Santo Domingo", sagði hann. „Þingræðisstjóm" Francisco Caamanos ofursta sagði í dag, að alger pólitískur og hernaðarlegur sigur í viðureigninni við „við- reisnarstjórn Antonio Imbert Barrera hershöfðingja væri í vændum. Formælendur „viðreisn- arstjórnarinnar, sem studd er af I yfirmanni flughersins, Wessin y I Wessin hershöfðingja, segja, að 2.500 hermenn berjist gegn mönn um Caamanos og að þeim hafi orðið mikið ágengt síðustu daga. Tilraunir SÞ-fulltrúans Mayo bres til aff finna grundvöll fyrir myndun samsteypustjórnar allra deiluaffila virffast hafa farið alger lega út um þúfur, aff sögn stjórn málafréttaritara. Caamanos hef- ur fallizt í grundvallaratriffum á bátttöku í samsteypust.iórn, en Imbert hershöfffingi leggst gegn hvers konar samvinnu viff Caam- ano. SIVIURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Billinn er smurður fljótt og vel. Seljum allar teguudir af smurolíu Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í eldhús Flókadeildar, Flókagötu 31. Upplýsingar gefur matráðskonan á staðnum milli kl. 13 og 17 daglega. Skrifstofa ríkisspítalanna. E inangrunarkork IV2”. 2”, 3” 0g 4” þykktir fyrirliggjanöi. Jónsson & Júlíusson Hafnarhúsinu, vesturenda, sími 15430. Frá barnaskólum Hafnarfjarðar Börn, fædd 1958 (7 ára á þessu ári), mæti til innrit- unar í skólunum fimmtudaginn 29. maí kl. 2—4 s.d. í Lækjarskóla mæti börn, sem búsett eru vestan Lækjar, við Lækjargötu, Melabraut og í Börðunum. í Öldutúnsskóla mæti önnur börn á þessum aldri, búsett sunnan Lækjar. Skólastjórar. vantar imglinga til blaðburðar á Seltjarnarnesi. AlþýðublaðiS Sími 14-900 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. maí 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.