Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 6
LUEEINN YFIRLIT UM FLUG ÁRSINS ÁRIÐ 1964 var langbezta ár frá sjónarmiði afkomu og öryggis, sem komið hefur, hjá flugfélög- um, er aðild eiga að Alþjóða- flugmálastofnuninni (ICAO). 108 ríki eiga aðild að stofnuninni, þ. e. a. s. öll sjálfstæð ríki heims, nema Sovétríkin og Rauða-Kína. Sýna bráðabirgðatölur frá ICA, að gróði flugfélaga hafi orðið 600 milljónir dollara á árinu 1964, — miðað við 326 milljónir 1963 og 97 milljónir órið 1962. Voru tekj- ur flugfélaga 8.250 milljónir doll- ara, en útgjöld þeirra 7.650 millj. Þá kemur og í Ijós, að dauðaslys á flugvélum í áætlunarflugi með farþega hafa aldrei orðið minni. Á árinu 1964 urðu 0,38 bana- slys fyrir hverja 100 milljón far- þegakílómetra, sem flognir voru, en það er 22 5% betri útkoma en árið 1S63, sem hafði verið bezta ár til þess tíma. Árið 1964 var fjórða árið í röð, sem dauðsfalla fjöldi flugslysum fór lækkandi og hvert sinn var hið batnandi izt hafa, hefur stöðugt lækkað, Hefur banaslysum fækkað um helming á umræddum fjórum ár- um. Þetta bendir 'til, að starfsemi sú, sem fram hefur farið með það ári í stað þeirra 647, sem raun- verulega fórust. Samkvæmt tölum ICAO virðist öryggið mest hjá þotunum, en ekki alveg eins mikið hjá skrúfu þotunum, þó að þar héldist raun- 1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 Þotur 12 130 394 589 746 831 1,037 Skrúfuþotur Stimpil hreyfla- 418 639 667 793 826 853 913 vélar 4 hreyfla 1.736 1.723 1,483 1.299 1.185 1.108 1.028 2 hreyfla 958 1,021 885 873 865 841 796 (að frátöldum DC-3) DC-3 1.480 1.428 1.286 1.225 1,134 1,084 1.052 4.604 4.941 4.715 4.779 4.756 4,717 4.826 fyrir augum, að auka öryggi í lofti, hefur borið mikinn árang- ur. Bendir ICAO á, að ef slysa- tíðnin, eins og hún var fyrir 10 árum, gilti 1964, hefðu á því ári orðið um 50 flugslys, sem ollu dauðsföllum, í stað þeirra 21, er ástand meira en nægjanlegt til að , raunverulega urðu það ár. Og á vega upp á móti vaxandi flutn- J sömu forsendu hefðu um 1500 ingi, svo að tala þeirra, sem far manns farizt í flugslysum á því OOOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOO HJÁ RAKARA í NÝJORK VIILLY BRANDT, yfirborgarstjóri í Vestur-Berlín ogr fram- bjófándi jafnaðarmanna til kanzlaraembættis, var nýlega á ferð í Bandaríkjunum, þar sem hann sagði m.a. á blaðamannafundi, að hann sæi ekkert á móti því, að fjórveldin, Bretland, Frakk- land, Bandaríkin og Sovétríkin héldu áfram að bera ábyrgð á Þýzkaland' í samræmi við Potsdam-samninginn frá 1945. Á myndinni sést Brandt „hjá rakaranum" í Nýjork. verulegur fjöldi dauðsfalla nokk- | urn veginn sá sami og árið áður. Hins vegar var tala dauðsfalla á þotum allmiklu lægri, eða sem næst helmingi, en á skrúfuþotum eða venjulegum skrúfuvélum. 209 nýjar þotur voru afhentar flugfélögum í ICAO-löndum á ár- inu 1964, á móti 102, sem af- hentar voru’1963, og þar að auki var pantað 67% meira af þotum en árið áður. Á árinu 1964 gerð- ist það í fyrsta sinn, að fleiri þotur voru í notkun hjá flugfé- lögum en skrúfuþotur. Svipaður fjöldi þota, fjögurra-hreyfla skrúfuvéla og DC-3 véla var í notkun hjá félögunum, en þegar miðað er við hraða, nýtingu og möguleika á greiddum sætum, þá Framhald á 15. síðu. ★ Einmana Romeó, glaðvær Júlía CAESAR WILSON, 27 ára gamall Jamaicabúi, settt auglýs- ingu í blað í Kingston, þar sem hann lét í Ijós ósk um að kynnast konu, er hefði sömu áhugmaál og hann, fiskveiðar og dans. Bann undirskrifaði auglýsinguna „Lonely Romeo“ eða einmana Rómeó. Ekki stóð á, að hann fengi svar. Það var undirritað „Joyful Juliet“ eða glaðværa Júlía. En sá var gallinn, að það reynd- ist vera frá móður hans. ★ Snovvdon tekur kvikmynd MARGRÉT Bretaprinsessa er orðin kvikmyndastjarna . . og hefur þar að auki hinn óviðjafnanlega Peter Scll- ers og hans fríðu frú, Britt Egland, sem aukaleikara. Hins vegar mundu nú ekki vera miklar líkur á, að sauðsvartur almúg inn fái að sjá þessa mynd, því að hún er lireint einkafyrirtæki, tekin af Snowdon lávarði sjálfum til neim- ilisbrúks. ★ Góður afli FISKISA.GA- Jim Degnan, stangarveiðimaður í Ameríku, fann um daginn stríkka á línunni — og dró á land veiði ársins: pen- ingaveski. En ekki nóg með það. Þetta var hans eigin veski, sem hann hafði misst, þegar hann í- fyrra var að veiðum í sama vatni, nálægt Verona í New Jersey. Þegar hinn heppni Jim opnaði veskið, fann hann dollarana sína, að vísu í blautara lagi, en samt í lagi. ★ Bezta ráðið í umferðinni EINN þekktasti sérfræðingur Bandaríkjanna í umferðarmál- um, Steohen Clusky, var um daginn spurður hvert væri bezta ráðið, sem hann gæti gefið ökumönnum. — Aldrei að aka hraðar en eins og hann mundi aka, ef hann væri á leið til tannlæknisins. ★ Lundúnaskrýtla LUNDÚNABÚAR skemmta sér við þessa sögu um þessar mundir: Lítill drengur kom inn á borgarbókasafn- ið í Croydon, sneri sér að bókaverð- inum og sagði: — Pabbi sagði, að ég ætti að fá handa honum nýju bókina um Harold Wilson. Á ég að snúa mér til fagbóka eða skáldsagnadeildarinnar? ★ Vatnsbann SVO sem kunnugt er er það jafnsjálfsagt að setja glas af ís- vatni á borð á veitingahúsum í New York, eins og gaffal, hníf, skeið og disk. Nú er einnig vitað, að búizt' er við, að komandi sumar verði eitthvert hið þurrasta í manna minnum í New York — og því hefur Wagner borgarstjóri til athugunar að gefa út reglugerð, er banni þetta fræga ísvatn á borðum veit- ingahúsanna í sumar. Sannarlega mesta bylting í daglegu lífi New Yorkbúa síðan bannið var sett á eftir fyrra stríðið. ★ Knattborðsleikur skáldsins AMERÍSKI húmoristinn Mark Twain var allæstur billiardleikari. Hann gat leikið tímunum saman og einbeitt sér algjörlega. Eitt sinn spurði einn af vinum hans, hvernig í ósköpunum hann gæti tekið billiard svona alvar- lega. Hann ætti að leika billiard sér til ánægju. — Það gera mótspilarar mínir og ég líka. Þeir skemmta sér, þegar mér misteksl skot, og ég skemmti mér, þegar einhver þeirra gerir það. ★ Krókódílatár I KRÓKÓDILAMÓÐIRIN um nokkurra mánaða afkvæmi sitt: — Það er ótrúlegt, hvað hann er bráðþroska. Hann getur nú þegar grátið tímunum saman. 6, 19. rnaí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.