Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 9
kominn heim, nýbakaður frá Kon- unglega leikhúsinu. Hann setti upp Villiöndina eftir Ibsen þar sení ég lék Ekdal gamla; mér hef- ur æviniega þótt vænt um það hlutverk slðan. Árið eftir kom Poul Reumert í sína fyrstu heim- sókn hingað, um vorið, og lék Andbýlingana eftir Hostrup, Bandið, lítinn þátt eftir Strind- berg, og Galgemanden eftir Run- ar Schildt, þar sem Anna Borg lék móti honum. Hann lék líka með okkur 3ja og 4ða þáttinn úr Tartuffe eftir Moliére; skömmu áður hafði hann ieikið Tartuffe á Comédie francaise, á frönsku auð- fyrir okkur hlutverkið — á frönsku. Hann lék sér að þessu og okkur líka. Það var stórkostlegt að sjá manninn! — Það var ómetanleg reynsla að vinna með mönnum eins og Poul Reumert og Adam Poulsen. Og hingað komu margir fleiri erlendir leikhúsmenn sem var gaman að kynnast og vinna með. Gunnar R. Hansen stjórnaði 5 sýningum hjá Leikfélaginu vetur- inn 1934 —’35, þar á meðal Straumrofi Laxness; hann kom aftur hingað eftir að Þjóðleik- húsið var stofnað eins og allir vita. Þá gerðist Gunnar íslend- & „En minn tími kom árið eftir; þá fékk ég mörg góð hlutverk. Bly gloggðpússari í GIugg> om eftir John Galswor- thy var fyrsti karlinn minn sem sló verulega í gegn hér í Reykjavík“. Annar þáttur viðtals við Brynjólf Jóhannes- son, — þriðji þátturinn birtist á morgun. vitað, og vann þá stórsigur- Ég sagði við hann: Þig munar nú ekki mikið um að jeika Tartuffe allan með okkur hér úr því þú gazt leikið hann í sjálfri París. Þá spratt Reumert upp, dansaði fram og aftur um sviðið og lék ingur, varð íslenzkur ríkisborgari og vann Leikfélaginu mikið og gott starf og mörgum félögum úti um land. Finnskur leikari, Art- hur Wieland, stjói'naði hér sýn- ingu; hann var nemandi Anders de Wahl; og þýzka leikkonan. Á útleið 1926: Tómas Hallgríms- son, Brynjólfur Jóhannesson, Ind- riði Waage. Elizabeth Göhlsdorf, ekkja Jó- hanns skálds Jónssonar, stjórnaði annarri; hún hafði numið hjá Max Reinhardt. Á stríðsárunum vann Gerd Grieg mikið með fé- laginu. Eftir stríð kom svo Ed- vin Tiemroth og setti upp Ham- let. Og núna síðast kom Thomas MacAnna og svo hann Litli- Lundur, Christian Lund sem kom í vetur. Það er indæll drengur og gaman að vinna með honum. Mér sýndist hann fyrst hálf- hræddur að eiga að fara að stjórna svona karli eins og mér og bað hann blessaðan að vera nú ekki með neina feimni. Og þetta varð ljómandi skemmtilegt samstarf. ★ — Það hefur verið mér dýr- mætt að fá að vinna með öllu þessu fólki. Og ekki síður með góðum íslenzkum leikstjórum. Vinnan með svona listamönnum er okkur öllum bezti skólinn. ís- lenzkir leikstjórar eru að vísu margir góðir, við eigum hæfileika menn á því sviði eins og öðrum. En ég held það sé bráðnauðsyn- legt fyrir framtíð íslenzkrar leik- listar að menn taki beinlínis að leggja leikstjórn fyrir sig, fari utan og nemi leikstjórn skipu- lega. Vikunámskeið duga ekki þó þau séu ágæt. Það hefur verið tal að um sjóðstofnun til að styrkja menn til slíkra námsfara, bæði í Leikfélaginu og Eélagi íslenzkra leikara; ég held þetta sé nauð- synjamál. Hæfileika þurfa menn náttúrlega «ð hafa. Og einhverja reynslu af sviðinu. En nýir, gáf- aðir, menntaðir leikstjórar gætu gerbreytt framvindu leiklistar- innar hjá okkur. Kaupmenn - Kaupfélög Borðbúnaður í gjafakössum, þrjár gerðir. Kökugafflar og teskeiðar í gjafakössum. Sósuskóð, ávaxtaskeið og pönnukökugaffall í gjafa- kassa. Búsáhöld og gjafavörur í úrvali. Björn G. Björnsson, heildverzlun Skólavörðustíg 3A, III. hæð. Sími 21765. Babvogir BIVHJAVÍB Hafnarstræti 21. — Sími 13336. Suðurlandsbraut 32. — Sími 38775. RÚÐUGLER fyrirliggjandi 2, 3, 4, 5 mm gler. — Fljót afgreiðsla. IVSálningarvörur h.f. Bergstaðastræti 19. — Sími 15166. Benzínsala Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. Hjólharöaverkstæöiö Hraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900. URVALS SULTA FALLEGAR UMBÚÐER! BEINT Á BORÐIÐ 8 TEGUNDIR: HINDBERjA SULTA SULTUÐ JARÐARBER JARÐARBERJA SULTA SULTUÐ SÓLBER APPELSÍNU SULTA SULTUÐ TÍTUBER APRÍKÓSU SULTA SULTUÐ KIRSUBER DRONNINGHOLM ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. maí 1965 C|v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.