Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 13
mm\ Sími 5 0184 HeSjarfljót Litkvikmynd um ævintýraferð í frumskógum Bólivíu. Jörgen Bit- scli og Arne Falk Rönne þræða sömu leið og danski ferðalangur- inn Ole Miiller fór í sinni síðustu ferð,. — en villtir Indíánar drápu liann og köstuðu likinu í Heljar- fljótið. Sagan hefur komið út á íslenzku. íslenzkt tal. kl. og 9. Pússningarsandur Heimkeyrður pússningaraandtu og vikursandur, sigtaOur e0» ósigtaður við húsdymar eð» kominn upp ó hvaða hœð serr er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN sf. rlð EUiðarat Síml 41920. Sími 5 02 49 Eins og spegilmynd INGMAR BERGMANS Áhrifamikil Oscar-verðlaunamynd gerð af snillingnum Ingimar Berg- mann. Sýnd kl. 7 og 9, SÆNGUU REST-BEZT-koddar Endurný.ium rimta sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardóns- og gæsadúnssængur — og kodda at ýmsum stærðum. DXJN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Síml 18740. i 1 víst. Ég er hvorki sá fyrsti eða annar, sem hefur kokkálað Hall dór. — Hún gekk til hans og þrýsti sér að honum. — Ertu að segja mér, að þú viljir ekki hltta mig aftur? Áttu við, að þú ætlir að segja herberginu upp og ég eigi að hætta að fara í níubíó tvisvar í viku? Hann kyssti hana. Hún vissi jafnvel og hann, að fátt vildi hann síður en að þetta yrði í síðasta skipti, sem þau hittust þarna. Hún var mjög léleg eigin kona og móðir, en hún var jafn framt fyrirtaks ástmær. Hann kyssti hana aftur. Hún heldur hvort eð er við ein- hvern, hugsaði hann, pví ekki mig? Ekki er ég verri en hver annar. — Þá sé ég þig bráðum vin- ur, — sagði hún. — Hvað er klukkan annars? Eg þarf víst að skella mér heim. — Hann tók jakkann sin af stól bakinu og sótti úrið, sem hann hafði sett í vasa sinn. — Tólf, — svaraði hann. — Tólf mínútur yfir tólf. — — Hvér fjárinn, — sgði Rósa. — Þá hefur mér dvalizt um of á Mímisbar. Ég verð að flýta mér. — — Já, — samsínnti hann. — Að kvöldið skuli vera svona fljótt að líða eftir allt vesinið, sem ég lenti í heima, — sagði hún. Þú trúir því ekki, hvað ég- hafði mikið fyrir að komast hingað. Halldór vildi endilega koma meS mér. Hann vildi sjá myndina, hann gat fengið barnapíu, bla, bla, bla. En loksins tókst mér að sann- færa hann um, aS það væri betra að hann sæti heima Jæja, skál, — hún lyfti glasi sínu. Hún var lengur að ljúka viS ginið og klæða sig, en hún hafði búist við, klukkan var orð in hálf eitt, þegar hann fór út að sækja bílinn og tæplega eitt, þegar bifreiðin nam staðar á horninu á götunni, sem hún bjó við. — Viltu ekki að ég keyri þig alla leið núna? — spurði Ein- ar. — Það snjóar svo mikið. — — Ég held nú ekki, — hló hún til hans. — Það má engan gruna neitt. — — Þú getur sagt, að við höf um hitzt á Sögu og ég hafi boð ist til að aka þér heim. — — Nei, ég ætla að halda þér í hæfilegri fjarlægð. Ég bíð hérna á horninu meðan þú ert að komast í hvarf. — Hún rétti fram varirnar og hann kyssti hana í síðasta sinn. — Keyrðu ekki svona hratt, maður, — sagði Sigríður við Bjarna, mann sinn. — Þú keyrir alltaf svo svakalega hratt, ef þú hefur fengið sjúss. Það er blindbylur maður. Þú sérð ekki út úr augunum. Það er glerhálka undir snjónum. — Þú gætir . . Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 3. HLUTI Hann jók ferðina fremur en hægði. — Þeir nappa þig og taka af þér ökuskírteinið, — sagði Sig ríður hræðslulega. — Þú mátt ekki missa prófið maður. — — Þegiðu, — sagði Bjarni hörkulega. — Ég sé um mig. Heldurðu kannske að ég sé full ur eða hvað eftir þennan skíta- sjúss? — — Þú drakkst fjögur glös, — sagði konan hans. — Þú verður að passa þig. — — Æ, éttu sklt, — svaraði Bjarni. Skyndilega veinaði Sigríður hátt og skerandi. — Bjarni, passaðu þig, Bjarni, sjáðu konuna þarna. Bremsaðu, bremsaðu! — Bifreiðin hentist eftir vegin um. — Við ókum yfir konuna! Ó, við ókum yfir hana. — Sigríður titraði frá hvirfli til ilja. — Það var ekki mér að kenna,'— hreytti Bjarni út úr sér. — Kerlingarandskotinn stökk fyrir bílinn. Ég gat ekki forðast hana. — — við verðum að stoppa mað ur. Við verðum að athuga. hvort hún hefur slasast. Við verðum að snúa við. . . — — Éttu skít, — svaraði Bjarni og jók hraðann enn. — Þetta var ekki mér að kenna. Heyr- irðu það? Það var ekki mér að kenna og ef þú nokkru sinni kjaftar frá, skal ég drepa þig! 3. kafli. Ég ók heimleiðis. Þetta hafði verið þrevtandi kvöld. Sieurður hafði ekki skilið, að ég skildi taka bílinn minn með. En þetta var nýr Volkswagen og ég var dálítið upp með mér yfir að hafa keypt hann sjálf fyrir mína eivin peninga Það var erfitt að aka- Vegur inn var launháll undir snjónum og vindurinn þeytti snjónum fyr ir bílrúðuna. Þegar ég kom að götuhorn inu heima skrikaði bílinn til og dansaði eftir veginum. Þegar ég kom að vegarbrúninni rakst ég á eitthvað svo snögglega að við lá að ég missti alveg stjórn á bifreiðinni. Ég greip dauðahaldi um stýr ið og eftir smástund hafði mér tekist að ná aftur stjórn á mér og bílnum. Á hvað hafði ég rekist? Ég leit í snegilinn en þar var ekkert að sjá. Ég nam staðar og leit fyrst út um vinstri dyrn- ar svo þær hægri. En það var ekkert að sjá nema snjó og aftur snjó, sem hafði hrúgast upp í stóra skafla og dyngjur. Sennilega hafði ég rekist á stein. Það var líka alltof vont veður til að vera forvitin og fara út að leita. Fata viðgerðir SETJUM SKINN A JAKKA AUK ANNARRA FATA- VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. - Sfmi 16446. SÆNGUR Endumýjum gömlu sængmu. Seljum dún- og fiðarheld wur. NÝJA FIÐURHREINSUNDI Hverfísgögu 57A. Síml 1S7S8. Sem betur fer virtist bíllinn ekki hafa dældast. Það voru Ijós í stofunni heima. Það var einkennandi fyrir þennan leiðindadag. Eilíft basl I vinnunni^ leiðinlegt í Nausti, er£ itt að aka heim, lá við árekstri og svo biðu þau eftir mér heima! Ég ætti að fá mér íbúð úti 1 bæ. Ég hef vel efni á þvi En þá særi ég þau- Þau eiga ekkert nema mig. Ég held að fólk þurfi að eiga fullt af börnum til að' ktinna að meta það, þegar þau gifta sig og fara að heiman. Ef börnin eru fá vilja foreldrarnir halda í þau von úr viti og aldrei leyfa þeim að vera sjálfstæð og lifa sinu lífi. Ég athugaði bílinn gaumgæfl lega, þegar ég var komin út. Það var ekkert að honum sem betur fer. Það hefði verið held ur leiðinlegt ef þessi stein- skratti hefði dældað hann. Ég dustaði snjóirm vandlega af mér i forstofunni, hristi káp una mína og þurrkaði af skón- um. Þegar ég var lítil var mamma vön að verðlauna góða umgengni með súkkulaðibita eða kara- meliu og orðunum: — Þú ert góð stúlka Inga mín. — MOCO ©PIB COPCMttUI ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. maí 1965 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.