Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.05.1965, Blaðsíða 16
Bara byrja, sagöi meistari Kjarval ÍSLEIFUR KONRÁÐSSON opn- aöi um helgina þriðju málverka sýningu sína. Er hún haidin í ■> Lindarbæ og eru sýndar þar 37 myndir. Fimm ár eru liðin síðan hann hélt sína fyrstu sýningu sem þá vakti athygli, enda ísleifur ekki Öðrum málurum líkur. Hann er nú á áttræðisaldri- — Það eru nú 10 ár síðan ég hætti hjá Ríkisskip og byrjaði að mála og síðan hef ég ekki gert annað. Áður var ég í siglingum og oooooooooooooooooooooooooooooooo ---:-lJ ... J- á i \41 vt J'JSÁLÍ % *■ - \ \(4 \ )> J ■y Keflavíkurganga. Lag: A3 lífið sé . . . Nú komum við saman í Keflavík mcö kröfu um þjóðvarnarpólitik. Þótt skjálfi af kulda á mér skrokkurinn, fer skínandi ylur um huga minn. Nú hrekjum við bölvaðan herinn úr landi og hreinsum Hvalfjörð og Flugvöllinn. Við elskum landið svo afar heitt og ætlum að ganga okkur löðursveitt. Og þó okkur finnist það þreytandi, við þrömmum áfram í göngunni. Við gefumst ekki upp, heldur göngum og skríðum um grundir og mela á Ströndinni. Hann studdi mig, blessaður bílstjórinn og bauð mér að setjast í skrjóðinn sinn. Mín sár hef ég fengið af sannri ást, og sannfæringu, sem aldrei brást. Ég elska svo dæmalaust ættjörð mína, það er indælt að mega nú líða og þjást. Ósköp er fólkið nú svifa seint, ég sofnaði fljótlega hreint og beint, og féll í svo annarlegt draumadá, og dreymdi um lífið í Rússíá. Mér fannst horngrýti kalt, það var hræðileg líðan frá liöfði og niður í stórutá. Ég var keyrður beint heim í kojuna og kom ekki meira í gönguna. Ég sættist við horngrýtis herliðið, og hugsa nú bara um hvíld og frið. Ja, mér er víst sama um Miðneshraunið ef má ég horfa á sjónvarpið'. - Kankvís. oooooooooooooooooooooooooooooooo þvældist um all an heim á yngri árum og svo var ég í Kaupmanna höfn í 5 ár. Svo kom ég heim um 1920 og hef ekki farið út síðan- — Nei, mér í fyrst í hug að fara að mála þeg ar ég hættj að vinna og komst á ellistyrkinn. Ég var hneigður fyrir þetta, en sá lítið af sýningum í útlöndum. Fór á safn í Kaupmannahöfn, þetta var svo háfleygt hjá þeim. En ég skoðaði mikið af myndum í rit um. — Þegar ég kom heim gá ég sýningar hjá þeim Kjarval og Ás grími. Kjarval er helvíti góður finnst mér, og Ásgrímur er á- gætur líka. Þessir eru beztir- — Þetta byrjaði svoleiðis að ég hitti Kjarval fyrir utan Mál arann í Bankastræti og segi, Helvíti væri nú gaman að mála segi ég. Bara byrja, segir hann, og fer með mig inn í Málarann og Framh. á 15. síðu. Maður á ekki að lifa um efni fram. En efnin koma með æfingunni. ......... Þegar maður hringir ÞAÐ ER EKKERT spaug þetta með símann. Ef málið er íhugað, verður niðurstaðan óhjákvæmilega sú, að við getum illa án hans ver ið- Hann sparar okkur sporin mörg og léttir af okkur ótal snún ingum. En hann gerir líka annað, tefur okkur þegar við megum eng an tíma missa, vekur okkur á morgnana og um nætur og þá kannski með heldur óskemmtileg um fréttum. Nóg um það. Það var annars ekki þetta, sem ætlunin var að ympra á. Heldur ræða stuttlega hvað getur gerzt og gerist oft, þegar maður ætlar að nota þetta blessaða apparat. Maður tekur tólið af í mesta grandaleysi og ætlar að liringja- Þá gerist: A) Sónn kemur og maður fær umsvifalaust samband við númer ið. Þetta gerist aldrei þegar mannj liggur raunverulega á. B) Enginn sónn. Þess í stað heyrfr maður á samtal, sem stund um getur verið skemmtilegt, þótt sjaldnast hafi maður tíma eða samvizku til að hlusta á lengi- C) Sónn kemur og maður vel ur númerið. Síðan kemur þögn, — löng þögn. Ef þolinmæðin er næg fær maður samband eftir hálftíma eða guð má vita hvenær. Þetta gerist annars ævinlega, þeg ar ég þaTf að hringja suður í Kópavog; eða í Kópavogsnúmer í Reykjavík. Framh. á 15. síðu. Það var ekkert fútt í bítla hljómsvei'inni í gærkvöldi Maður heyrði bæði i henni og söngvaranum- Myndina teiknaði Haraldur Guðbergsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.