Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 6
oo^ 'OOOÍ SKOZKIR KVENPRESTAR? I MOUNT VERNON í New York ríki hefur ríkisverkfræðingurinn verið að reyna að breikka þjóð- veg, t>ar sem akstur verður mjög hættulegur, einkum þegar umferð in er mikil, vegna þess að vegur- inn sveigir endalaust í- afarfallegu umhverfi. Til að geta gert veg- inn beinan þarf að fella nokkur há og blómvaxin tré, sem standa meðfram veginum. Fyrr í þessum mánuði komu íbúar héraðsing í hópum að veginum, settust þar og hindruðu umferð á margra mílna svæði, einmitt þegar um- ferðin var mest. Aðrir juku á vand ræðin með því að aka eftir veg- inum með 5 til 10 mílna hraða á klukkustund og töfðu umferðina þannig enn meir. Lögreglan tók að handtaka þessa ákveðnu borgara, en á meðal þeirra voru prestar og húsmæður, sem sátu þarna á veginum : sól- inni og skemmtu sér bara tætings vel yfir öllu umstanginu. En lög- reglan beitti sömu aðferðum og yfirleitt er beitt við „niðursetu- fólk“, sem sagt tók fólkið upp og bar það inn í lögreglubílana Eftir nokkra stund upphóf Rocke feller ríkisstjóri mikil fundahöld og ákvað að þeim loknum að fresta öllum framkvæmdum um viku- tíma til þess að fá tækifæri til að kanna vegagerðaráætlunina betur. íbúarnir lýstu hins vegar vfir, að ef vegarlagningin yrði hafin aft- ur eða tilraun gerð til að fella trén, mundu þeir stöðva umferð- ina aftur og skeyta engu um af- leiðingarnar. Röskleika strákusr Haiia er orðinn síór strák- ur — fjögurra ára gamall— Albcrt prins, þriðja barn El ísa? |i tar Bre kdrottningar. Hér sést hann á labbi í dugg arareysu og gúmmístígvél- um, og auðvitað með hend ur £ vösum, en myndin er líka tekin upp í sveit, skaramt frá Windsor kast Bl"a. Myndin er ein af fjöl mörgum myndum, sem opin bert leyfj var veitt til að taka í sambandi við 39. af inælisdag drottníngarinnar (} 3/1. apríl sl. 0 XXKk>00000000000 Fækkun kaffihúsa FRANSKUR senator og einn af ótal fyrrverandi ráðherrum þar í landi, Dr. Bernard Lafey, hyggst reyna að vekja aftur til lífsins lagaákvæði, er miða að því að hindra offjölgun veitingastaða í París, sem hann telur „stöðúga hvatningu til drykkjuskapar". Vill dr. Lafey, að lögreglustjórar taki á ný að beita völdum, sem þeir höfðu fram til ársins 1959 að banna opnun nýs veitingastaðar sé annar þegar fyrir innan 75 metra. Hugsanlegt er, að ríkisstjórnin reynist málinu fremur hliðholl, því að hún stendur um þessar mundir í dýrri áróðursherferð « ia er ei uutu úzkulegasta leikhús , p„ og stendur á bakl a Weyár í Guildford í Surrey á Englandi. Það er alveg ný- byggt, eins og skeifa í laginu og umlukið vatni á þrjá vegu. Leik- ,'húsið verffur opnað 2. júní með tveggja vikna listahátíff, sem hinn frægi leikari Sir Cichael Redgrave stjórnar, og þaff verffur skýrt í ■höfuffiff á hinni frægu lcikkonu og píanóleikara Ævonne Amaud, 'sem iengi bjó í Effingham, skammt frá þeim staff, þar sem leík- ýhúsið var byggt. 0 1. júní 1965 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ gegn áfengi. Berst ríkisstjórnin gegn ofnotkun áfengis með aug- lýsingum í neðanjarðarbrautinni og kvikmyndahúsum. Annars er sú herferð aðallega miðuð við yngra fólkið, sem er iivatt til að drekka mjólk og ávaxtasafa, en þeir drykkir eru raunar dýrari en bjór og létt vín.' í áróðursmyndunum á bíóunum eru kraftalegir sjómenn eða flug- menn sýndir glaðir og kátir og fullir af lífsfjöri við störf sin, en slappa síðan af yfir mjólkurslasi. Algengustu viðbrögð áhorfenda eru hlátrasköll. Samt sem áður sýnir tölfræðin, að ungir Frakkar snúa sér í æ ríkari mæli að mjólk- urdrykkju og drykkju óáfengra drykkja. OOOOOOOOOOOOOOÓ< Kleopatra her sig vel NÝJUSTU fréttir af stór- myndinni Kleópötru, sem svo mjög kom við fréttir hér um áriff, þegar unnið var að myndatökunni, eru þær, að fram til 8. maí s.l. voru tekj- ur af henni orðnar nálega 12 milljónir dollara og jafnvel búizt við, aff um 1,5 milljón dollara gróffi verffi af mynd- inni á endanum, — Myndin kostaði 17 milljónir dollara í framleiffslu. Gróffi 20th Century Fox af myndinni varff 1,05 dollarar á fyrsta ársfjórffungi 1965, sem er mjög gott miffaff viff þaff, aff gróðinn var affeins 33 cent X ð öllu árinu 1964. X >OOOOÓO ★ Gat ekki sagt til nafns. Þegar hann loksins staulaðist heim kl. 3 að nóttu, upphóf hans hrellda húsfrú mikinn reiðilestur. — Augnablik, áður en lengra er haldið sagði hann. Ég hef alis ekki verið, þar sem þú heldur að ég hafi verið. Ég hef setið yfir fársjúkum vini mínum. — Huh, og ætlastu til, að ég trúi þessu? Hvað heitir hann? — Ja, það er nú það sorglega. Hann var svo veikur, að hann gat ekki sagt til nafns. 'At 30 miíljónir. Þótt eliin færist yfir Cary Grant, heldur hann enn velli sem einn af mestu sjarmörum kvikmyndanna. Nú hefur hann verið fenginn til að leika aðalhlutverkið í ægilega rómantískri mynd, sem á að heita „Undir dul- nefni í París“. 9Cary á að leika á móti sinni uppá Peningar eru raunar umræðuefni, sem maður upp hefur ekki í kurteis- 10% af tekjunum. ★ ParTez-moi d’amour. Það eru kannski ekki ýkja margir, sem muna eftir frönsku söngkonunni Luciene Boyer eða laginu „Parlez-moi d’amour", sem setti svo mörg hjörtu úr jafnvægi í gamla daga. Hitt kynnu menn kannski að hafa gaman af að vita, að Lucienne, sem nú er 65 ára gömul, rauiar lagið enn — og árangurinn er ekki slorlegur: Á næstunni hyggst hún ganga í hjónaband með 36 ára gömlum listmálara á Montmartre. ★ Eitt ár. í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum var Ben nokkur McDonald um daginn dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að stela pörum af sokkum. Hann horfði biðjandi á dómarann: — Hálfi ár? Það þýðir, að það verður yetur, þegar ég slepp út. Ég hata kulda. Gætuð þér ekki haft það eitt ár í staðinn? Dómarirm vai-ð brosandi við beiðni Bens. "k Kosningafundur. Þetta skeði við nýafstaðnar bæjarstjórnarkosningar í Bret landi. Á framboðsfundi í smábæ einum æpti einn fundarmanna fram í fyrir ræðumanni: — Idjót: Frambjóðandinn spurði brosandi: — Sögðuð þér idjót? — Já, og ég skal gjarna endurtaka það: IDJÓT! — Þá rná ég sem sagt gera mér vonir um atkvæði yðar. Ég hlýt að vera einmitt maðurinn til að vera fulltrúi yðar. "k Heimsókn Bretadrottningar. Heimsókn Elísabetar Bretadrottningar til Vestur-Þýzkalands hefur þóít takast með afbrigðum vel, og nú er skýringiu fengin. í Bonn hefur verið frá því skýrt, að með sinni velþekktu ná- , „„ ....- — kvæmni hafi þýzkir látið leika alla ferðina fyrirfram. Var frú Anne nokk ur Warthburton fengin frá Bretlandi k ' til að fara alla ferðina fyrirfram, og meira að segja flytja þær ræður, sem drottningin hugðist halda, svo að ■ . -Jm hinir nákvæmu Þjóðverjar vissu upp gjjpí'á hár hve langan tíma hvert atriði ferðarinnar mundi taka. vannst það líka við þetta, að frú Warthburton gat gefið drottningunni nákvæma skýrslu við komu sína aftur til London um það, hvers hún mætti vænta í ferðinni. ★ Með smáhreyfingu. The New York Times var að ræða tekjur amerískra fyrir- tækja á fyrsta ársfjórðuni 1965 og notaði þá fræg orð Winstons sáluga Churchills, með smábreytingu: — Aldiei hafa svo margir auðgazt svo mjög á svo stuHum tírna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.